Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. nóvember 2025 16:03 Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust. Fyrri líkamsárásin, mánudaginn 3. nóvember Eins og fram kemur í grein minni 29. október síðastliðinn stóð hópur ungmenna fyrir því að skemma og tæma sjálfsafgreiðsluvél með pokemónspilum á skiptistöðinni í Mjódd. Viku eftir þau eignaspjöll og þjófnað, eða hinn 3. nóvember, var eigandi sjálfsafgreiðsluvélarinnar staddur á skiptistöðinni ásamt tveimur ungu börnum sínum og eiginkonu. Eftir ábendingu nálgaðist eigandinn nokkur ungmenni sem voru stödd á skiptistöðinni og áttu við þau orðastað en ungmennin voru hluti þess hóps sem skemmdi og stal úr sjálfsafgreiðsluvélinni. Í framhaldi af þeim orðaskiptum hélt eigandinn för sinni áfram en þegar komið var aðeins út fyrir þann inngang skiptistöðvarinnar, sem er nær göngugötunni í Mjódd, nálguðust ungmennin hann, samtals um 5 einstaklingar, og einn þeirra gaf eigandanum kjaftshögg í andlitið. Við það hefst atburðarrás þar sem eiginkonan, ásamt börnunum, flýja í bíl þeirra hjóna en á meðan fjölgaði í hópi ungmennanna og barsmíðar hófust á eigandanum, sem lá á grúfu á jörðinni á meðan ítrekað var sparkað í hann. Að lokum tókst eiganda sjálfsalans, við illan leik, að komast undan. Líkamsárásin hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Önnur líkamsárás, fimmtudaginn 13. nóvember Við lokun söluturnarins í Mjódd 13. nóvember síðastliðinn gerði kona, sem þann daginn sinnti rekstri söluturnarins, athugasemdir við ungan mann með hvaða hætti hann var að haga sér í skiptistöðinni. Skipti engum togum, drengurinn, sem ku vera 14 ára, reif belti af sér og notaði sylgju beltisins til að ráðast á hana með þeim afleiðingum að hún slasaðist á hendi og þurfti að njóta aðhlynningar bráðamóttöku. Þessi líkamsárás hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hvað er á seyði með ungmennin? Vegna fyrri afskipta minna af málefnum skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur mér verið treyst fyrir að fá upplýsingar um þessar tvær líkamsárásir. Það verður hins vegar ekki framhjá því litið að það er sorgleg staða að áðurnefnd ungmenni eru ítekað að gerast sek um afbrigðilega og refsiverða háttsemi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að lítið sé gert til að stemma stigu við hegðun þeirra. Það sinnuleysi er hryggilegt. Til lengri tíma tekst vonandi að þróa leiðir til að hjálpa þeim að snúa við blaðinu. Sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart skiptistöðinni í Mjódd Út frá borgarmálunum er aðalatriðið einfalt. Það er til skammar og ömurlegt með hvaða hætti borgaryfirvöld hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja öryggi þeirra sem ganga um stærstu skiptistöð landsins, Mjóddina. Sú krafa er sanngjörn að öryggisgæsla skiptistöðvarinnar verði færð í viðunandi horf, svo sem að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt. Mál er að linni. Hið siðlausa sinnuleysi þarf að taka enda. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Mjódd Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust. Fyrri líkamsárásin, mánudaginn 3. nóvember Eins og fram kemur í grein minni 29. október síðastliðinn stóð hópur ungmenna fyrir því að skemma og tæma sjálfsafgreiðsluvél með pokemónspilum á skiptistöðinni í Mjódd. Viku eftir þau eignaspjöll og þjófnað, eða hinn 3. nóvember, var eigandi sjálfsafgreiðsluvélarinnar staddur á skiptistöðinni ásamt tveimur ungu börnum sínum og eiginkonu. Eftir ábendingu nálgaðist eigandinn nokkur ungmenni sem voru stödd á skiptistöðinni og áttu við þau orðastað en ungmennin voru hluti þess hóps sem skemmdi og stal úr sjálfsafgreiðsluvélinni. Í framhaldi af þeim orðaskiptum hélt eigandinn för sinni áfram en þegar komið var aðeins út fyrir þann inngang skiptistöðvarinnar, sem er nær göngugötunni í Mjódd, nálguðust ungmennin hann, samtals um 5 einstaklingar, og einn þeirra gaf eigandanum kjaftshögg í andlitið. Við það hefst atburðarrás þar sem eiginkonan, ásamt börnunum, flýja í bíl þeirra hjóna en á meðan fjölgaði í hópi ungmennanna og barsmíðar hófust á eigandanum, sem lá á grúfu á jörðinni á meðan ítrekað var sparkað í hann. Að lokum tókst eiganda sjálfsalans, við illan leik, að komast undan. Líkamsárásin hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Önnur líkamsárás, fimmtudaginn 13. nóvember Við lokun söluturnarins í Mjódd 13. nóvember síðastliðinn gerði kona, sem þann daginn sinnti rekstri söluturnarins, athugasemdir við ungan mann með hvaða hætti hann var að haga sér í skiptistöðinni. Skipti engum togum, drengurinn, sem ku vera 14 ára, reif belti af sér og notaði sylgju beltisins til að ráðast á hana með þeim afleiðingum að hún slasaðist á hendi og þurfti að njóta aðhlynningar bráðamóttöku. Þessi líkamsárás hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hvað er á seyði með ungmennin? Vegna fyrri afskipta minna af málefnum skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur mér verið treyst fyrir að fá upplýsingar um þessar tvær líkamsárásir. Það verður hins vegar ekki framhjá því litið að það er sorgleg staða að áðurnefnd ungmenni eru ítekað að gerast sek um afbrigðilega og refsiverða háttsemi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að lítið sé gert til að stemma stigu við hegðun þeirra. Það sinnuleysi er hryggilegt. Til lengri tíma tekst vonandi að þróa leiðir til að hjálpa þeim að snúa við blaðinu. Sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart skiptistöðinni í Mjódd Út frá borgarmálunum er aðalatriðið einfalt. Það er til skammar og ömurlegt með hvaða hætti borgaryfirvöld hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja öryggi þeirra sem ganga um stærstu skiptistöð landsins, Mjóddina. Sú krafa er sanngjörn að öryggisgæsla skiptistöðvarinnar verði færð í viðunandi horf, svo sem að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt. Mál er að linni. Hið siðlausa sinnuleysi þarf að taka enda. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun