Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 21. nóvember 2025 07:02 Minn góði vinur Hjörtur J. Guðmundsson er duglegur penni, fylginn sér og oftast málefnalegur í sínum skrifum, þó við séum sjaldan sammála í Evrópumálunum. Hann ritar í gær einskonar svargrein við grein sem ég birti á Vísi í fyrradag og tæklar umfjöllun mína um verndarráðstafanir Evrópusambandsins varðandi kísiljárn og þá niðurstöðu mína að Ísland ætti að endurnýja aðildarviðræður við ESB. Ég fagna umræðu um þessi mál og tek þeirri áskorun að eiga í samræðum við Hjört um efnisatriðin og skrifa því þessa grein. 1. „0,08% vægi“ – eða 0%? Hjörtur bendir á að gengi Íslandi í Evrópusambandið yrði vægi þess „0,08%“ í ráðherraráðinu og líkir því við 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Þessi myndlíking hljómar sláandi, en lýsir (sem betur fer) illa raunverulegri ákvarðanatöku í ESB. Í dag er vægi Íslands innan ESB nákvæmlega 0% – þrátt fyrir að allar þær reglur sem við tökum upp í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið séu mótaðar í Brussel. Við innleiðum reglurnar, en sitjum ekki við borðið þegar þær eru samdar. Í ráðherraráði ESB gildir svokölluð tvöföld meirihlutaregla (e. double majority): til að samþykkja mál þarf 55% ríkja, sem standa fyrir að minnsta kosti 65% íbúa ESB. Smáríki hafa vissulega ekki drjúg áhrif ein og sér – þau vinna í bandalögum. Norðurlönd og Eystrasaltsríki hafa t.d. ítrekað haft afgerandi áhrif á stefnu ESB í málefnum Rússlands og Úkraínu, orkuöryggis og stafrænnar þróunar. Hjörtur bendir réttilega á að áhrif þeirra ríkja sem studdu málstað Íslands og Noregs hafi ekki dugað til í þessu máli. Líkur eru til þess að Evrópusambandið hafi talið að hagsmunir þess hafi verið of miklir til að veita Íslandi og Noregi, löndum sem eru utan Evrópusambandsins sérlausnir í þessu máli, þrátt fyrir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gripu því til ákvæðis sem er í EES samningnum sérstaklega fyrir tilstuðlan okkar Íslendinga um að ákveðið neyðarástand geti kallað á það að veran á innri markaðnum sé ekki algild. En lítum á hugsanleg áhrif okkar ef við værum innan Evrópusambandsins. Þar værum við ekki bara „0,08%“ í einhverju reikningsdæmi, heldur: hefðum fulltrúa (íslenska ráðherra og starfsfólk þeirra) í ráðherraráðinu þar sem reglurnar eru mótaðar, fengjum okkar eigin þingmenn, kjörna í lýðræðislegum kosningum hér á Íslandi á Evrópuþingið, ættum íslenskan framkvæmdastjóra í framkvæmdastjórn ESB, forsætisráðherra Íslands ætti sæti, ásamt forseta Frakklands, kanslara Þýskalands og öðrum þjóðarleiðtogum í Evrópu, á reglulegum leiðtogafundum í Leiðtogaráði Evrópusambandsins þar sem stóru línurnar eru lagðar til framtíðar. að auki má bæta við að líkur má leiða að því að hundruð Íslendinga væru starfandi við stofnanir Evrópusambandsins í Brussel með þeim óbeinu áhrifum, aðgangi að ákvarðanatökuaðilum og hagsmunagæslu sem slíkt myndi tryggja. Spurningin er því einföld: Er hagsmunum Íslands betur borgið með 0% vægi og engum við borðið neinsstaðar eða einhverju vægi – þó það sé vægi smáríkis? 2. Verndartollarnir: Um hvað snýst málið í raun? Hjörtur er oft myndrænn í skrifum sínum og notar líkingu, sem hann hefur reyndar eftir ,,ágætum manni”, um að það sé óeðlilegt að ganga í hjónaband með einhverjum ,,sem hefur gerzt brotlegur í sambúð“. Við getum öll verið sammála því. En í þessu samhengi er spurningin ekki hvort ESB hafi hagað sér illa í sambúðinni við okkur – heldur hvers vegna EES-sambúðin veitir okkur ekki tryggari stöðu þegar á reynir? ESB er að beita verndarráðstöfunum sem ná til allra þriðju ríkja – þar á meðal EES-ríkjanna Íslands og Noregs. Þetta er nákvæmlega kjarni málsins: Í EES er allt vald á innri markaðnum hjá ESB, en pólitískt vald EES-ríkjanna þriggja er takmarkað þegar eitthvað bjátar á. Við erum háð góðum vilja annarra ríkja, því að önnur ríki tali máli okkar og mögulega eftiráskýringum fyrir dómstólum. Ef við tökum „sambúðarlíkinguna“ lengra, þá erum við í dag í sambúð þar sem annar aðilinn ræður fyrir húsinu, öllum reglum heimilisins og hugsar stundum upp nýjar reglur ásamt vinum sínum á pöbbnum án þess að þær séu bornar undir okkur. Og við getum gleymt því að vera með einhvern aðgang að heimilisbókhaldinu, bílnum eða bankareikningunum. Það er nú ekki sérlega heilbrigð sambúð. Þessi deila sýnir einungis fram á að EES-sambúðin er veikari en við héldum, en er á engan hátt rök gegn því að taka sæti við eldhúsborðið þar sem reglurnar eru mótaðar. 3. „Stóru ríkin ráða öllu“ – en hvað þýðir það fyrir Ísland? Það er rétt að stóru ríkin hafa mikið vægi innan Evrópusambandsins. En stóru ríkin hafa líka mikil áhrif á okkur núna – þegar við erum utan ESB og án áhrifa á starfsemi þess. Reglurnar sem ESB setur gilda fyrir 450 milljón manna markað sem íslenskt efnahagslíf er háð hvort sem við erum innan eða utan Evrópusambandsins. Í dag ræður ESB stórum hluta af þeim leikreglum sem íslensk fyrirtæki þurfa að fylgja. Við erum ekki hluti af samningaviðræðum um þær, heldur móttakendur niðurstöðunnar. Ég veit að ég er ítrekað að segja það sama, en það er aldrei of oft tíundað að betra er að sitja inni í fundarherberginu og reyna að hafa áhrif þar – jafnvel sem smáríki – en að standa úti á gangi og bíða og bíða eftir niðurstöðunum. 4. Mýtan um „tollamúrana“ og „gamaldags tollabandalag” Hjörtur lýsir ESB sem „gamaldags tollabandalagi“ sem byggist á tollamúrum. Það er nokkuð einfölduð mynd af mjög flóknu fyrirkomulagi. Auk þess að vera pólitískt bandalag sem stendur vörð um hagsmuni aðildarríkja sinna í viðsjárverðum heimi og í auknum mæli með augun á þjóðaröryggi aðildarríkja sinna er Evrópusambandið: innri markaður með frjálsu flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks, tollabandalag gagnvart þriðju ríkjum, en á sama tíma sá aðili í heiminum sem hefur stærsta net fríverslunar- og samstarfssamninga í heiminum. Það að vera innan þessa ramma þýðir ekki að „loka sig inni“ – heldur að semja sameiginlega með mörgum að öflugustu hagkerfum heims, með djúp og mikil söguleg tengsl um allan heim, um betri markaðsaðgang að öðrum heimshlutum. Í heimi þar sem Bandaríkin, ESB, Kína og Indland eru að endurskilgreina reglur alþjóðaviðskipta, er spurningin ekki hvort Ísland geti staðið eitt – heldur hvaða blokk við viljum tilheyra, og með hvaða áhrifum. Þetta val hefur þegar verið tekið fyrir okkur, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og með rúmlega 70% okkar vöruútflutnings inn á þann markað. Að halda því fram að Ísland verði frjálsara í viðskiptum við heiminn með því að ætla sér að gera einhliða fríverslunarsamninga um allan heim utan stórra tollablokka er einfaldlega ekki í takt við þá veröld sem er að myndast, þar sem stórveldi eru að hækka tolla, reisa múra og gera stóra blokkasamninga. Meira að segja EFTA, sem hefur verið að semja fyrir okkar hönd um fríverslun, er pínulítið peð í heimi risanna nýju. Við erum 400.000 manns hér á þessari eyju. Þar af eru kannski rétt tæplega tveir-þriðju fullorðið fólk með kaupmátt. Við erum ekki að bjóða öðrum ríkjum upp á neinn markað sem skiptir þau máli. Að sama skapi eigum við allt undir að geta selt okkar vörur inn á aðra markaði, því við flytjum meira og minna allt inn sem við neytum. Til að geta keypt þurfum við að geta selt og eins og staðan er í dag fara vel yfir 70% þess sem við seljum til ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, sem eru að stærstum hluta ríkustu ríki jarðarinnar og neytendur þar með mikinn kaupmátt og geta keypt dýrar íslenskar vörur og þjónustu. Með Evrópusambandsaðild myndum við öðlast fullt tollfrelsi inni á markaði Evrópusambandsins, bæði við kaup og sölu. 5. Tollastríðin Hjörtur segir að Ísland verði við inngöngu hluti af tollastríðum ESB. Raunveruleikinn er sá að Ísland er þegar hluti af þeim, vegna EES. Ákvörðun ESB um verndarráðstafanir sýnir að við getum orðið fyrir skakkaföllum þótt við séum „utan“ sambandsins. Og gleymum ekki hvernig Bandaríkin komu fram við okkur fyrr á þessu ári þegar þau tilkynntu okkur með tölvupósti að þau hefðu nú sett 15% toll á allar íslenskar vörur, sem tækju gildi strax.. Útflutningur Íslands er fremur fábreytilegur, fyrst og fremst sjávarútvegur, orka, ferðaþjónusta og reyndar sem betur fer sívaxandi stafrænir geirar. Einmitt þess vegna er skynsamlegt að vera í bandalagi þar sem lítil ríki geta varið sérhagsmuni sína innan stærri ramma – í stað þess að vera ein á móti öllum stóru tollablokkunum, í heimi þar sem reglubundið kerfi alþjóðaviðskipta (WTO) er veikt og veikist stöðugt. 6. Bankahrun, Icesave, makríll – og Covid Andstæðingar Evrópusambandsaðildar eru gjarnir á að búa til tilbúnar sviðsmyndir um hversu illa hefði getað farið fyrir okkur ef við hefðum verið innan Evrópusambandsins þegar ákveðnar krísur riðu yfir. Hjörtur heldur því til dæmis fram að banka- og gjaldmiðilshrunið 2008, Icesave og makríldeilan sýni að við séum betur sett utan ESB. Banka- og gjaldmiðilshrunið: Bankakerfi ESB stóð vissulega frammi fyrir grafalvarlegri krísu, rétt eins og við, árið 2008, en í kjölfarið var gripið til aðgerða til að draga úr áhættu og tryggja sameiginlegar varnir. Smáríki á evrusvæðinu njóta nú meiri verndar en áður. Ísland stóð hinsvegar algjörlega eitt í kjölfar banka- og gjaldmiðislhrunsins 2008. Gjaldmiðillinn okkar missti helming verðgildis síns á nokkrum vikum með tilheyrandi búsifjum fyrir venjulegt fólk, búsifjum sem mörg okkar eru enn að vinna sig út úr næstum 20 árum síðar. Íslenska ríkisstjórnin þurfti að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (sem stýrði efnahagsmálum þjóðarinnar í nokkur ár þar á eftir) og setja víðtæk fjármagnshöft til að verja landið allsherjar efnahags- og kaupmáttarhruni. Þá kom líka berlega í ljós að stóra ríkið sem við höfðum hallað okkur upp að frá stríðslokum og nánasti bandamaður okkar í kalda stríðinu - Bandaríkin - vildi nákvæmlega ekkert fyrir okkur gera, né við okkur kannast, þegar á hólminn var komið, enda herliðið þeirra farið og lítið uppúr því að hafa að púkka upp á þetta smáríki á hjara veraldar.Icesave: Fátt hreyfir blóðið í Evrópusambandsandstæðingum meira en Icesave málið og eru þeir sannfærðir um að það mál allt saman sé runnið undan rifjum Evrópusambandsins vonda, en ekki tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að íslenskur viðskiptabanki ákvað að safna inneignum í Bretlandi og Hollandi með vaxtakjörum sem gátu engan veginn staðist svo seint sem á vormánuðum 2008, til að reyna að bjarga lausafjárstöðu sinni fyrir horn þegar allt stefndi í allsherjar bankahrun fáum mánuðum síðar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins studdi reyndar málrekstur aðildarríkja sinna, Bretlands og Hollands, gegn Íslandi, enda er það verkefni Evrópusambandsins að standa með aðildarríkjum sínum í deilum við utanaðkomandi aðila. Ísland vann að lokum Icesave málið við Breta og Hollendinga fyrir EFTA-dómstólnum, eins og hvert mannsbarn sem fylgist með fréttum þekkir. Það er vissulega mikilvægt, en segir fremur söguna um hvað við erum djúpt fléttuð í evrópskt regluverk hvort sem er og þurfum að lúta því sem þar fer fram. Við skulum heldur ekki gleyma því að eignir Landsbankans stóðu undir öllum Icesave skuldunum þegar á hólminn var komið. Þessi affera öll sömun reyndist okkur því miður samt æði dýrkeypt, því sennilega hefur fátt annað haft meira um það að segja að aðildarviðræðunum við Evrópusambandið var hætt, með tveimur áratugum af glötuðum tækifærum utan Evrópusambandsins, án evru og með krónuna, sem heldur áfram að láta íslenskum skuldurum og húsnæðiskaupendum blæða. Makríldeilan: Þar stóð Ísland í hörðum samningum við ESB og Norðmenn. Hjörtur segir að þar höfum við ,,getað varist” í krafti fullveldisins. Hann gleymir þá því að ríki Evrópusambandsins eru líka fullvalda. Þau standa hinsvegar vörð um hagsmuni sína innan Evrópusambandsins áður en þau koma fram sem einn maður gagnvart þeim sem standa utan þess. Sem ESB-ríki hefðum við tæki til að verja hagsmuni okkar í Barentshafi og Norður-Atlantshafi innan frá og hefðum upp á eitthvað að bjóða sem öðrum Evrópusambandsríkjum þætti fengur í, t.d. stuðning í einhverjum öðrum málum innan sambandsins. Sem ,,fullvalda” ríki utan sambandsins höfum við í rauninni ekkert að bjóða þeim á þeim vettvangi. Covid-faraldurinn: Hjörtur nefnir kórónuveirufaraldurinn sem dæmi um að það hefði gagnast Bretlandi að geta brugðist hratt við í upphafi hans. Hann lætur vera að nefna allan vandræðaganginn og vitleysuna í kringum ríkisstjórn vinar hans og skoðanabróður Bórisar Johnson í tengslum við Covid afferuna alla. Það er skiljanlegt, enda var nú þar allt í lukkunnar velstandi - eða þannig. En það er rétt hjá Hirti að ESB var gagnrýnt fyrir seinagang í byrjun bólusetninga, eins og sennilega öll stjórnvöld jarðarinnar! En staðreyndin er sú að Evrópusambandið náði vopnum sínum tiltölulega hratt og setti á laggirnar sameiginleg bóluefnainnkaup og opnaði þann pott fyrir EES-ríkjunum, Íslandi og Noregi. Það er því erfitt að finna verra dæmi til að gagnrýna Evrópusambandið af Íslands hálfu, því þetta var lykilatriði fyrir okkur Íslendinga og bjargaði án efa mjög mörgum mannslífum hér á Fróni. Ísland naut þannig gríðarlegrar stærðarhagkvæmni Evrópusambandsins. Ég skil ekki hvernig er hægt að halda því fram að við hefðum verið betur sett ein og óháð í þeirri stöðu. Að við hefðum verið einhver ,,hraðbátur” að taka fram úr ,,olíuskipinu ESB”. Líklega hefðum við bara verið vélarvana fleki á reki í Norður Atlantshafinu ef Evrópusambandsríkin hefðu ekki ákveðið að skilgreina okkur sem eitt af þeim á þessum örlagaríka tímapunkti. Í öllum þessum áföllum sjáum við hið sama mynstrið: Ísland er þegar djúpt fléttað inn í samstarfsvíravirki Evrópusambandsins – en með takmörkuð, eða engin, áhrif á reglurnar sem ráða úrslitum þegar á reynir. 7. „Nútímalegur fríverslunarsamningur“ við ESB? Loks leggur Hjörtur til að við losum okkur undan EES samningnum og gerum „nútímalegan víðtækan fríverslunarsamning“ við ESB, líkt og við gerðum við Bretland. Vandinn við þá hugmynd er tvenns konar: Það yrði skref afturábak í markaðsaðgangi. Við værum enn regluþegar, ekki reglusetjendur. Skoðum skrefið afturábak fyrst: EES er dýpsti viðskiptasamningur sem Evrópusambandið hefur gert við ,,þriðja aðila” og er grundvöllur að þeim vexti og velgengni sem við höfum upplifað hér á Íslandi síðustu þrjátíu ár. Hann nær til þjónustu, fjármála, orkukerfa, stafræns innri markaðar og reglusetningar sem fríverslunarsamningar ná sjaldnast yfir. EES samningurinn var ekki gerður við Ísland, Liechtenstein og Noreg, enda hefðu þau ríki ein og sér aldrei fengið slíkan samning við Evrópusambandið. Hann var gerður við EFTA, anno 1989-1992, sem var á þeim tíma stærsta viðskiptablokk sem Evrópusambandið var í viðskiptum við. Blekið var ekki þornað á samningnum þegar stærstu EFTA ríkin gengu í Evrópusambandið, árið 1995. Eftir stóðu Ísland og Noregur með þennan pálma í höndunum og Liechtenstein bættist við stuttu síðar. Bretland hefur einmitt fengið að kynnast því að fríverslunarsamningur við Evrópusambandið er mun grynnri og flóknari í framkvæmd en aðild, með auknu skrifræði á landamærum og hindrunum í vöruflæði. Og ég hvet Hjört, næst þegar hann er á niðri á Alicante eða Tene, að gefa sig á tal við breska eldri borgara þar syðra, sem geta núna bara verið 180 daga á ári í húsunum sínum eftir að Bóris og félagar, glottandi með púrtvínsglas í hönd, eyðilögðu elliárin fyrir þeim með því að draga Bretland út úr Evrópusambandinu. En hvernig værum við áfram regluþegar? ESB myndi áfram setja reglurnar fyrir sinn markað – og við þyrftum að aðlaga okkur að þeim í reynd, ef við vildum selja þangað. Það hafa meira að segja Bretar, sem eru þó 170 sinnum fjölmennara ríki en Ísland, fengið að reyna.Munurinn væri líka sá að við hefðum hvorki EES-vettvanginn til að vinna innan né atkvæðisrétt innan ESB. Við yrðum sem sagt ekki „við sama borð“ – við værum einfaldlega lítill, en góður, viðskiptavinur sem þyrfti bara að samþykkja söluskilmála stærri aðilans. Svona eins og þegar við sem einstaklingar erum að kaupa eitthvað af Meta eða Apple og smellum á ,,já ég samþykki” til að geta klárað kaupin. 8. Um hvað snýst deilan í raun? Í grunninn erum við Hjörtur líklega sammála um tvennt: Að ákvörðun ESB um verndarráðstafanir gagnvart Íslandi og Noregi sé alvarlegt mál fyrir íslenskt efnahagslíf, þar sem það prinsípp sem við höfum gengið út frá síðustu 30 ár, að við værum á innri markaði ESB, er ekki eins gulltryggt og við héldum. Það rýrir trú á íslensku atvinnulífi og íslenskum fyrirtækjum alþjóðlega. Að litlar þjóðir þurfa að passa vel upp á fullveldi sitt og getu til að verja eigin hagsmuni. Það sem við erum ósammála um er hvernig litlar þjóðir gera það best í hinu nýja alþjóðaumhverfi 21. aldarinnar. Hjörtur treystir því að við séum sterkari ein og sér – utan tollabandalaga og pólitískra bandalaga – með fríverslunarsamninga við viðskiptablokkir og okkar eigin stefnu í öllu mögulegu og ómögulegu. Ég held að sú sýn sé ekki í takt við þá veröld sem er að myndast, þar sem stórveldi hækka tolla, endurskrifa reglur og nota efnahagsleg áhrif sín sem pólitískt vopn. Ég, sem sá fullveldissinni sem ég er, tel hinsvegar að Ísland verji fullveldi sitt best með því að: viðurkenna að við erum þegar djúpt fléttuð inn í evrópskt regluverk, við tökum sæti við borðið þar sem reglurnar eru samdar, gerumst hluti af bandalagi fullvalda Evrópuríkja, stórra og smárra, sem vinna saman að því að halda álfunni okkar opinni, lýðræðislegri og frjálsri. Það er ekki „að ganga í hjónaband við þann sem brýtur á manni“. Það er að krefjast raunverulegs jafnréttis í samskiptum – í stað þess að sitja áfram í biðstofunni meðan aðrir skrifa leikreglurnar. Lokaorð: Breyttur heimur Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er heimurinn breyttur frá því sem hann var bara í upphafi þessa áratugar. Árásarstríð Rússa í Úkraínu og endurkjör Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur kollvarpað þeirri heimsmynd sem hefur verið við lýði frá seinni heimsstyrjöld. Heimsmynd sem var sögulega einstaklega vinveitt smáríkjum. Við erum ekki lengur á frjálslyndis- og bóluárunum eftir endalok kalda stríðsins, sem var það ástand sem við Hjörtur komumst til vits og ára í. Við erum ekki heldur lengur á uppgangsárunum á síðasta áratug, þegar vinir og skoðanabræður Hjartar í breska íhaldsflokknum drógu Bretland út úr Evrópusambandinu með hótfyndni, blekkingum og hreinum lygum. Bretar sjálfir gera sér grein fyrir því og mikill meirihluti þeirra sér eftir því að hafa gengið úr sambandinu, samkvæmt öllum skoðanakönnunum þess efnis. Enda hefur Brexit stórskaðað breskt efnahagslíf og bitnað mjög alvarlega á hagsmunum breskra fyrirtækja og einstaklinga. Í Noregi er umræða um öryggismál farin að hafa áhrif á Evrópuumræðuna, nokkuð sem aldrei hefur verið í myndinni áður. Við sem opið, viðkvæmt hagkerfi, með í þokkabót engar eigin landvarnir, verðum að taka alvarlega þá stöðu sem er uppi í heiminum. Smáríki lifa af með tvennum hætti. Með því að halla sér upp að stórum nágranna, sem er sú leið sem við höfum valið hingað til, en við vorum undir verndarvæng Bandaríkjanna eftir að hafa verið hluti af Danaveldi um aldir, eða þá að vera aðilar að bandalagi þar sem gilda reglur um samskipti stórra og smárra ríkja. Þannig bandalag er Evrópusambandið. Það gætir hagsmuna þeirra ríkja sem eru innan þess. Það er einmitt sú staða sem við erum að vakna upp við í dag. Við erum ekki innan þess. Við erum fyrir utan. Kannski er kominn tími til að breyta því og klára aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið sem hófust fyrir 16 árum síðan? Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Evrópusambandið Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Minn góði vinur Hjörtur J. Guðmundsson er duglegur penni, fylginn sér og oftast málefnalegur í sínum skrifum, þó við séum sjaldan sammála í Evrópumálunum. Hann ritar í gær einskonar svargrein við grein sem ég birti á Vísi í fyrradag og tæklar umfjöllun mína um verndarráðstafanir Evrópusambandsins varðandi kísiljárn og þá niðurstöðu mína að Ísland ætti að endurnýja aðildarviðræður við ESB. Ég fagna umræðu um þessi mál og tek þeirri áskorun að eiga í samræðum við Hjört um efnisatriðin og skrifa því þessa grein. 1. „0,08% vægi“ – eða 0%? Hjörtur bendir á að gengi Íslandi í Evrópusambandið yrði vægi þess „0,08%“ í ráðherraráðinu og líkir því við 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Þessi myndlíking hljómar sláandi, en lýsir (sem betur fer) illa raunverulegri ákvarðanatöku í ESB. Í dag er vægi Íslands innan ESB nákvæmlega 0% – þrátt fyrir að allar þær reglur sem við tökum upp í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið séu mótaðar í Brussel. Við innleiðum reglurnar, en sitjum ekki við borðið þegar þær eru samdar. Í ráðherraráði ESB gildir svokölluð tvöföld meirihlutaregla (e. double majority): til að samþykkja mál þarf 55% ríkja, sem standa fyrir að minnsta kosti 65% íbúa ESB. Smáríki hafa vissulega ekki drjúg áhrif ein og sér – þau vinna í bandalögum. Norðurlönd og Eystrasaltsríki hafa t.d. ítrekað haft afgerandi áhrif á stefnu ESB í málefnum Rússlands og Úkraínu, orkuöryggis og stafrænnar þróunar. Hjörtur bendir réttilega á að áhrif þeirra ríkja sem studdu málstað Íslands og Noregs hafi ekki dugað til í þessu máli. Líkur eru til þess að Evrópusambandið hafi talið að hagsmunir þess hafi verið of miklir til að veita Íslandi og Noregi, löndum sem eru utan Evrópusambandsins sérlausnir í þessu máli, þrátt fyrir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gripu því til ákvæðis sem er í EES samningnum sérstaklega fyrir tilstuðlan okkar Íslendinga um að ákveðið neyðarástand geti kallað á það að veran á innri markaðnum sé ekki algild. En lítum á hugsanleg áhrif okkar ef við værum innan Evrópusambandsins. Þar værum við ekki bara „0,08%“ í einhverju reikningsdæmi, heldur: hefðum fulltrúa (íslenska ráðherra og starfsfólk þeirra) í ráðherraráðinu þar sem reglurnar eru mótaðar, fengjum okkar eigin þingmenn, kjörna í lýðræðislegum kosningum hér á Íslandi á Evrópuþingið, ættum íslenskan framkvæmdastjóra í framkvæmdastjórn ESB, forsætisráðherra Íslands ætti sæti, ásamt forseta Frakklands, kanslara Þýskalands og öðrum þjóðarleiðtogum í Evrópu, á reglulegum leiðtogafundum í Leiðtogaráði Evrópusambandsins þar sem stóru línurnar eru lagðar til framtíðar. að auki má bæta við að líkur má leiða að því að hundruð Íslendinga væru starfandi við stofnanir Evrópusambandsins í Brussel með þeim óbeinu áhrifum, aðgangi að ákvarðanatökuaðilum og hagsmunagæslu sem slíkt myndi tryggja. Spurningin er því einföld: Er hagsmunum Íslands betur borgið með 0% vægi og engum við borðið neinsstaðar eða einhverju vægi – þó það sé vægi smáríkis? 2. Verndartollarnir: Um hvað snýst málið í raun? Hjörtur er oft myndrænn í skrifum sínum og notar líkingu, sem hann hefur reyndar eftir ,,ágætum manni”, um að það sé óeðlilegt að ganga í hjónaband með einhverjum ,,sem hefur gerzt brotlegur í sambúð“. Við getum öll verið sammála því. En í þessu samhengi er spurningin ekki hvort ESB hafi hagað sér illa í sambúðinni við okkur – heldur hvers vegna EES-sambúðin veitir okkur ekki tryggari stöðu þegar á reynir? ESB er að beita verndarráðstöfunum sem ná til allra þriðju ríkja – þar á meðal EES-ríkjanna Íslands og Noregs. Þetta er nákvæmlega kjarni málsins: Í EES er allt vald á innri markaðnum hjá ESB, en pólitískt vald EES-ríkjanna þriggja er takmarkað þegar eitthvað bjátar á. Við erum háð góðum vilja annarra ríkja, því að önnur ríki tali máli okkar og mögulega eftiráskýringum fyrir dómstólum. Ef við tökum „sambúðarlíkinguna“ lengra, þá erum við í dag í sambúð þar sem annar aðilinn ræður fyrir húsinu, öllum reglum heimilisins og hugsar stundum upp nýjar reglur ásamt vinum sínum á pöbbnum án þess að þær séu bornar undir okkur. Og við getum gleymt því að vera með einhvern aðgang að heimilisbókhaldinu, bílnum eða bankareikningunum. Það er nú ekki sérlega heilbrigð sambúð. Þessi deila sýnir einungis fram á að EES-sambúðin er veikari en við héldum, en er á engan hátt rök gegn því að taka sæti við eldhúsborðið þar sem reglurnar eru mótaðar. 3. „Stóru ríkin ráða öllu“ – en hvað þýðir það fyrir Ísland? Það er rétt að stóru ríkin hafa mikið vægi innan Evrópusambandsins. En stóru ríkin hafa líka mikil áhrif á okkur núna – þegar við erum utan ESB og án áhrifa á starfsemi þess. Reglurnar sem ESB setur gilda fyrir 450 milljón manna markað sem íslenskt efnahagslíf er háð hvort sem við erum innan eða utan Evrópusambandsins. Í dag ræður ESB stórum hluta af þeim leikreglum sem íslensk fyrirtæki þurfa að fylgja. Við erum ekki hluti af samningaviðræðum um þær, heldur móttakendur niðurstöðunnar. Ég veit að ég er ítrekað að segja það sama, en það er aldrei of oft tíundað að betra er að sitja inni í fundarherberginu og reyna að hafa áhrif þar – jafnvel sem smáríki – en að standa úti á gangi og bíða og bíða eftir niðurstöðunum. 4. Mýtan um „tollamúrana“ og „gamaldags tollabandalag” Hjörtur lýsir ESB sem „gamaldags tollabandalagi“ sem byggist á tollamúrum. Það er nokkuð einfölduð mynd af mjög flóknu fyrirkomulagi. Auk þess að vera pólitískt bandalag sem stendur vörð um hagsmuni aðildarríkja sinna í viðsjárverðum heimi og í auknum mæli með augun á þjóðaröryggi aðildarríkja sinna er Evrópusambandið: innri markaður með frjálsu flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks, tollabandalag gagnvart þriðju ríkjum, en á sama tíma sá aðili í heiminum sem hefur stærsta net fríverslunar- og samstarfssamninga í heiminum. Það að vera innan þessa ramma þýðir ekki að „loka sig inni“ – heldur að semja sameiginlega með mörgum að öflugustu hagkerfum heims, með djúp og mikil söguleg tengsl um allan heim, um betri markaðsaðgang að öðrum heimshlutum. Í heimi þar sem Bandaríkin, ESB, Kína og Indland eru að endurskilgreina reglur alþjóðaviðskipta, er spurningin ekki hvort Ísland geti staðið eitt – heldur hvaða blokk við viljum tilheyra, og með hvaða áhrifum. Þetta val hefur þegar verið tekið fyrir okkur, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og með rúmlega 70% okkar vöruútflutnings inn á þann markað. Að halda því fram að Ísland verði frjálsara í viðskiptum við heiminn með því að ætla sér að gera einhliða fríverslunarsamninga um allan heim utan stórra tollablokka er einfaldlega ekki í takt við þá veröld sem er að myndast, þar sem stórveldi eru að hækka tolla, reisa múra og gera stóra blokkasamninga. Meira að segja EFTA, sem hefur verið að semja fyrir okkar hönd um fríverslun, er pínulítið peð í heimi risanna nýju. Við erum 400.000 manns hér á þessari eyju. Þar af eru kannski rétt tæplega tveir-þriðju fullorðið fólk með kaupmátt. Við erum ekki að bjóða öðrum ríkjum upp á neinn markað sem skiptir þau máli. Að sama skapi eigum við allt undir að geta selt okkar vörur inn á aðra markaði, því við flytjum meira og minna allt inn sem við neytum. Til að geta keypt þurfum við að geta selt og eins og staðan er í dag fara vel yfir 70% þess sem við seljum til ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, sem eru að stærstum hluta ríkustu ríki jarðarinnar og neytendur þar með mikinn kaupmátt og geta keypt dýrar íslenskar vörur og þjónustu. Með Evrópusambandsaðild myndum við öðlast fullt tollfrelsi inni á markaði Evrópusambandsins, bæði við kaup og sölu. 5. Tollastríðin Hjörtur segir að Ísland verði við inngöngu hluti af tollastríðum ESB. Raunveruleikinn er sá að Ísland er þegar hluti af þeim, vegna EES. Ákvörðun ESB um verndarráðstafanir sýnir að við getum orðið fyrir skakkaföllum þótt við séum „utan“ sambandsins. Og gleymum ekki hvernig Bandaríkin komu fram við okkur fyrr á þessu ári þegar þau tilkynntu okkur með tölvupósti að þau hefðu nú sett 15% toll á allar íslenskar vörur, sem tækju gildi strax.. Útflutningur Íslands er fremur fábreytilegur, fyrst og fremst sjávarútvegur, orka, ferðaþjónusta og reyndar sem betur fer sívaxandi stafrænir geirar. Einmitt þess vegna er skynsamlegt að vera í bandalagi þar sem lítil ríki geta varið sérhagsmuni sína innan stærri ramma – í stað þess að vera ein á móti öllum stóru tollablokkunum, í heimi þar sem reglubundið kerfi alþjóðaviðskipta (WTO) er veikt og veikist stöðugt. 6. Bankahrun, Icesave, makríll – og Covid Andstæðingar Evrópusambandsaðildar eru gjarnir á að búa til tilbúnar sviðsmyndir um hversu illa hefði getað farið fyrir okkur ef við hefðum verið innan Evrópusambandsins þegar ákveðnar krísur riðu yfir. Hjörtur heldur því til dæmis fram að banka- og gjaldmiðilshrunið 2008, Icesave og makríldeilan sýni að við séum betur sett utan ESB. Banka- og gjaldmiðilshrunið: Bankakerfi ESB stóð vissulega frammi fyrir grafalvarlegri krísu, rétt eins og við, árið 2008, en í kjölfarið var gripið til aðgerða til að draga úr áhættu og tryggja sameiginlegar varnir. Smáríki á evrusvæðinu njóta nú meiri verndar en áður. Ísland stóð hinsvegar algjörlega eitt í kjölfar banka- og gjaldmiðislhrunsins 2008. Gjaldmiðillinn okkar missti helming verðgildis síns á nokkrum vikum með tilheyrandi búsifjum fyrir venjulegt fólk, búsifjum sem mörg okkar eru enn að vinna sig út úr næstum 20 árum síðar. Íslenska ríkisstjórnin þurfti að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (sem stýrði efnahagsmálum þjóðarinnar í nokkur ár þar á eftir) og setja víðtæk fjármagnshöft til að verja landið allsherjar efnahags- og kaupmáttarhruni. Þá kom líka berlega í ljós að stóra ríkið sem við höfðum hallað okkur upp að frá stríðslokum og nánasti bandamaður okkar í kalda stríðinu - Bandaríkin - vildi nákvæmlega ekkert fyrir okkur gera, né við okkur kannast, þegar á hólminn var komið, enda herliðið þeirra farið og lítið uppúr því að hafa að púkka upp á þetta smáríki á hjara veraldar.Icesave: Fátt hreyfir blóðið í Evrópusambandsandstæðingum meira en Icesave málið og eru þeir sannfærðir um að það mál allt saman sé runnið undan rifjum Evrópusambandsins vonda, en ekki tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að íslenskur viðskiptabanki ákvað að safna inneignum í Bretlandi og Hollandi með vaxtakjörum sem gátu engan veginn staðist svo seint sem á vormánuðum 2008, til að reyna að bjarga lausafjárstöðu sinni fyrir horn þegar allt stefndi í allsherjar bankahrun fáum mánuðum síðar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins studdi reyndar málrekstur aðildarríkja sinna, Bretlands og Hollands, gegn Íslandi, enda er það verkefni Evrópusambandsins að standa með aðildarríkjum sínum í deilum við utanaðkomandi aðila. Ísland vann að lokum Icesave málið við Breta og Hollendinga fyrir EFTA-dómstólnum, eins og hvert mannsbarn sem fylgist með fréttum þekkir. Það er vissulega mikilvægt, en segir fremur söguna um hvað við erum djúpt fléttuð í evrópskt regluverk hvort sem er og þurfum að lúta því sem þar fer fram. Við skulum heldur ekki gleyma því að eignir Landsbankans stóðu undir öllum Icesave skuldunum þegar á hólminn var komið. Þessi affera öll sömun reyndist okkur því miður samt æði dýrkeypt, því sennilega hefur fátt annað haft meira um það að segja að aðildarviðræðunum við Evrópusambandið var hætt, með tveimur áratugum af glötuðum tækifærum utan Evrópusambandsins, án evru og með krónuna, sem heldur áfram að láta íslenskum skuldurum og húsnæðiskaupendum blæða. Makríldeilan: Þar stóð Ísland í hörðum samningum við ESB og Norðmenn. Hjörtur segir að þar höfum við ,,getað varist” í krafti fullveldisins. Hann gleymir þá því að ríki Evrópusambandsins eru líka fullvalda. Þau standa hinsvegar vörð um hagsmuni sína innan Evrópusambandsins áður en þau koma fram sem einn maður gagnvart þeim sem standa utan þess. Sem ESB-ríki hefðum við tæki til að verja hagsmuni okkar í Barentshafi og Norður-Atlantshafi innan frá og hefðum upp á eitthvað að bjóða sem öðrum Evrópusambandsríkjum þætti fengur í, t.d. stuðning í einhverjum öðrum málum innan sambandsins. Sem ,,fullvalda” ríki utan sambandsins höfum við í rauninni ekkert að bjóða þeim á þeim vettvangi. Covid-faraldurinn: Hjörtur nefnir kórónuveirufaraldurinn sem dæmi um að það hefði gagnast Bretlandi að geta brugðist hratt við í upphafi hans. Hann lætur vera að nefna allan vandræðaganginn og vitleysuna í kringum ríkisstjórn vinar hans og skoðanabróður Bórisar Johnson í tengslum við Covid afferuna alla. Það er skiljanlegt, enda var nú þar allt í lukkunnar velstandi - eða þannig. En það er rétt hjá Hirti að ESB var gagnrýnt fyrir seinagang í byrjun bólusetninga, eins og sennilega öll stjórnvöld jarðarinnar! En staðreyndin er sú að Evrópusambandið náði vopnum sínum tiltölulega hratt og setti á laggirnar sameiginleg bóluefnainnkaup og opnaði þann pott fyrir EES-ríkjunum, Íslandi og Noregi. Það er því erfitt að finna verra dæmi til að gagnrýna Evrópusambandið af Íslands hálfu, því þetta var lykilatriði fyrir okkur Íslendinga og bjargaði án efa mjög mörgum mannslífum hér á Fróni. Ísland naut þannig gríðarlegrar stærðarhagkvæmni Evrópusambandsins. Ég skil ekki hvernig er hægt að halda því fram að við hefðum verið betur sett ein og óháð í þeirri stöðu. Að við hefðum verið einhver ,,hraðbátur” að taka fram úr ,,olíuskipinu ESB”. Líklega hefðum við bara verið vélarvana fleki á reki í Norður Atlantshafinu ef Evrópusambandsríkin hefðu ekki ákveðið að skilgreina okkur sem eitt af þeim á þessum örlagaríka tímapunkti. Í öllum þessum áföllum sjáum við hið sama mynstrið: Ísland er þegar djúpt fléttað inn í samstarfsvíravirki Evrópusambandsins – en með takmörkuð, eða engin, áhrif á reglurnar sem ráða úrslitum þegar á reynir. 7. „Nútímalegur fríverslunarsamningur“ við ESB? Loks leggur Hjörtur til að við losum okkur undan EES samningnum og gerum „nútímalegan víðtækan fríverslunarsamning“ við ESB, líkt og við gerðum við Bretland. Vandinn við þá hugmynd er tvenns konar: Það yrði skref afturábak í markaðsaðgangi. Við værum enn regluþegar, ekki reglusetjendur. Skoðum skrefið afturábak fyrst: EES er dýpsti viðskiptasamningur sem Evrópusambandið hefur gert við ,,þriðja aðila” og er grundvöllur að þeim vexti og velgengni sem við höfum upplifað hér á Íslandi síðustu þrjátíu ár. Hann nær til þjónustu, fjármála, orkukerfa, stafræns innri markaðar og reglusetningar sem fríverslunarsamningar ná sjaldnast yfir. EES samningurinn var ekki gerður við Ísland, Liechtenstein og Noreg, enda hefðu þau ríki ein og sér aldrei fengið slíkan samning við Evrópusambandið. Hann var gerður við EFTA, anno 1989-1992, sem var á þeim tíma stærsta viðskiptablokk sem Evrópusambandið var í viðskiptum við. Blekið var ekki þornað á samningnum þegar stærstu EFTA ríkin gengu í Evrópusambandið, árið 1995. Eftir stóðu Ísland og Noregur með þennan pálma í höndunum og Liechtenstein bættist við stuttu síðar. Bretland hefur einmitt fengið að kynnast því að fríverslunarsamningur við Evrópusambandið er mun grynnri og flóknari í framkvæmd en aðild, með auknu skrifræði á landamærum og hindrunum í vöruflæði. Og ég hvet Hjört, næst þegar hann er á niðri á Alicante eða Tene, að gefa sig á tal við breska eldri borgara þar syðra, sem geta núna bara verið 180 daga á ári í húsunum sínum eftir að Bóris og félagar, glottandi með púrtvínsglas í hönd, eyðilögðu elliárin fyrir þeim með því að draga Bretland út úr Evrópusambandinu. En hvernig værum við áfram regluþegar? ESB myndi áfram setja reglurnar fyrir sinn markað – og við þyrftum að aðlaga okkur að þeim í reynd, ef við vildum selja þangað. Það hafa meira að segja Bretar, sem eru þó 170 sinnum fjölmennara ríki en Ísland, fengið að reyna.Munurinn væri líka sá að við hefðum hvorki EES-vettvanginn til að vinna innan né atkvæðisrétt innan ESB. Við yrðum sem sagt ekki „við sama borð“ – við værum einfaldlega lítill, en góður, viðskiptavinur sem þyrfti bara að samþykkja söluskilmála stærri aðilans. Svona eins og þegar við sem einstaklingar erum að kaupa eitthvað af Meta eða Apple og smellum á ,,já ég samþykki” til að geta klárað kaupin. 8. Um hvað snýst deilan í raun? Í grunninn erum við Hjörtur líklega sammála um tvennt: Að ákvörðun ESB um verndarráðstafanir gagnvart Íslandi og Noregi sé alvarlegt mál fyrir íslenskt efnahagslíf, þar sem það prinsípp sem við höfum gengið út frá síðustu 30 ár, að við værum á innri markaði ESB, er ekki eins gulltryggt og við héldum. Það rýrir trú á íslensku atvinnulífi og íslenskum fyrirtækjum alþjóðlega. Að litlar þjóðir þurfa að passa vel upp á fullveldi sitt og getu til að verja eigin hagsmuni. Það sem við erum ósammála um er hvernig litlar þjóðir gera það best í hinu nýja alþjóðaumhverfi 21. aldarinnar. Hjörtur treystir því að við séum sterkari ein og sér – utan tollabandalaga og pólitískra bandalaga – með fríverslunarsamninga við viðskiptablokkir og okkar eigin stefnu í öllu mögulegu og ómögulegu. Ég held að sú sýn sé ekki í takt við þá veröld sem er að myndast, þar sem stórveldi hækka tolla, endurskrifa reglur og nota efnahagsleg áhrif sín sem pólitískt vopn. Ég, sem sá fullveldissinni sem ég er, tel hinsvegar að Ísland verji fullveldi sitt best með því að: viðurkenna að við erum þegar djúpt fléttuð inn í evrópskt regluverk, við tökum sæti við borðið þar sem reglurnar eru samdar, gerumst hluti af bandalagi fullvalda Evrópuríkja, stórra og smárra, sem vinna saman að því að halda álfunni okkar opinni, lýðræðislegri og frjálsri. Það er ekki „að ganga í hjónaband við þann sem brýtur á manni“. Það er að krefjast raunverulegs jafnréttis í samskiptum – í stað þess að sitja áfram í biðstofunni meðan aðrir skrifa leikreglurnar. Lokaorð: Breyttur heimur Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er heimurinn breyttur frá því sem hann var bara í upphafi þessa áratugar. Árásarstríð Rússa í Úkraínu og endurkjör Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur kollvarpað þeirri heimsmynd sem hefur verið við lýði frá seinni heimsstyrjöld. Heimsmynd sem var sögulega einstaklega vinveitt smáríkjum. Við erum ekki lengur á frjálslyndis- og bóluárunum eftir endalok kalda stríðsins, sem var það ástand sem við Hjörtur komumst til vits og ára í. Við erum ekki heldur lengur á uppgangsárunum á síðasta áratug, þegar vinir og skoðanabræður Hjartar í breska íhaldsflokknum drógu Bretland út úr Evrópusambandinu með hótfyndni, blekkingum og hreinum lygum. Bretar sjálfir gera sér grein fyrir því og mikill meirihluti þeirra sér eftir því að hafa gengið úr sambandinu, samkvæmt öllum skoðanakönnunum þess efnis. Enda hefur Brexit stórskaðað breskt efnahagslíf og bitnað mjög alvarlega á hagsmunum breskra fyrirtækja og einstaklinga. Í Noregi er umræða um öryggismál farin að hafa áhrif á Evrópuumræðuna, nokkuð sem aldrei hefur verið í myndinni áður. Við sem opið, viðkvæmt hagkerfi, með í þokkabót engar eigin landvarnir, verðum að taka alvarlega þá stöðu sem er uppi í heiminum. Smáríki lifa af með tvennum hætti. Með því að halla sér upp að stórum nágranna, sem er sú leið sem við höfum valið hingað til, en við vorum undir verndarvæng Bandaríkjanna eftir að hafa verið hluti af Danaveldi um aldir, eða þá að vera aðilar að bandalagi þar sem gilda reglur um samskipti stórra og smárra ríkja. Þannig bandalag er Evrópusambandið. Það gætir hagsmuna þeirra ríkja sem eru innan þess. Það er einmitt sú staða sem við erum að vakna upp við í dag. Við erum ekki innan þess. Við erum fyrir utan. Kannski er kominn tími til að breyta því og klára aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið sem hófust fyrir 16 árum síðan? Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun