Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 19. nóvember 2025 10:16 Í ár eru liðin 107 ár frá því að Ísland varð fullvalda ríki, þann 1. desember 1918. Fullveldið hefur frá þeim degi verið kjarninn í íslenskri sjálfsmynd, en spurningin sem blasir við okkur í dag er sú sama og hún var 1918: Hvernig tryggjum við raunverulegt fullveldi í heimi þar sem öryggisógnir, efnahagslíf og tækni þekkja engin landamæri? Ísland er, og hefur alltaf verið, evrópskt land – landfræðilega, menningarlega og pólitískt. Þótt landið standi á jaðri álfunnar hefur það í aldaraðir verið hluti af norrænu samfélagi og siðmenningu. Tunga, menning, stjórnmálahugsun og lífshættir Íslendinga eru evrópsk. Á alþjóðavettvangi er Ísland jafnframt nátengt Evrópu, ekki síst í gegnum þátttöku í bandalögum og stofnunum sem urðu til í kjölfar seinni heimsstyrjaldar. Þessi tengsl eru ekki tilviljun – þau eru hluti af því samhengi sem Ísland tilheyrir og byggja á þeirri staðreynd að hagsmunir þjóðarinnar myndast og mótast fyrst og fremst í Evrópu. Fullveldi í smáu opnu hagkerfi Hnattvæðingin hefur gert aðgerðarleysi og einangrun dýrkeypta. Ísland er eitt opnasta hagkerfi heims, þar sem um 35% landsframleiðslunnar verða til í út- og innflutningi. Við flytjum inn nær allar vörur sem við notum og seljum að stærstum hluta sjávarafurðir, iðnvarning og þjónustu til ferðamanna. Þegar alþjóðleg áföll ríða yfir skila áhrifin sér hingað ótrúlega hratt. Við sáum það skýrt í fjármálahruninu 2008 og ekki síður í heimsfaraldrinum COVID-19. Í bæði skiptin reyndist litla íslenska hagkerfið berskjaldað – og staðan versnaði vegna sveiflukennds gjaldmiðils sem ýkir gengissveiflur og efnahagslega óvissu. Frá 1922 hefur íslenska krónan tapað 99,95% af verðgildi sínu; danska krónan, sem hún var jafngild á sínum tíma, kostar nú, árið 2025 rúmar tvö þúsund íslenskar krónur þegar tekið er tillit til myntbreytingarinnar 1981. Í slíkum aðstæðum verða spurningarnar sem tengjast fullveldinu knýjandi: Felst fullveldið í því að standa eitt gegn ógnum sem engin þjóð ræður við ein? Eða felst það í því að vera hluti af stærra bandalagi ríkja sem tryggir stöðugleika, frjáls viðskipti og öryggi? Þessari spurningu hafa í raun öll ríki Evrópu svarað játandi. 27 þeirra eru í Evrópusambandinu, þar á meðal nokkur af okkar nánustu bandalagsríkjum og þau sem ekki eru það, eru djúpt fléttuð inn í samstarfið, eins og við. Atburðir síðustu vikna, þar sem Evrópusambandið ákvað að láta verndarráðstafanir varðandi innflutning á kísilmálmi ná líka til Íslands og Noregs, sýnir að þó við séum djúpt fléttuð inn í Evrópusamstarfið, þá erum við ekki í Evrópusambandinu. Við höfum valið að standa fyrir utan. Okkur finnst það sárt þegar það rennur upp fyrir okkur og ríki sambandsins taka sig saman til að standa gegn utanaðkomandi ógn og við erum ekki höfð með. Merkilegast er að sjá að þeir kvarta hæst sem eru mest á móti aðild að Evrópusambandinu. En það er til einföld lausn á þessu og hún er að taka skrefið til fulls og ganga í Evrópusambandið. Ólga í alþjóðakerfinu – og áhrif hennar á Ísland Stjórnmálaþróun undanfarinna ára ber vott um að heimurinn er að verða enn minna fyrirsjáanlegur en áður. Lýðræðisríki hafa veikst, lýðhyggjusinnar ryðja sér til rúms og bandarísk stjórnmál hafa orðið óstöðugri og ófyrirsjáanlegri. Ríki sem áður virtust standa traustum fótum í lýðræðislegu fyrirkomulagi virðast hafa snúið við blaðinu, og í Rússlandi hefur alræðisstjórn þróast yfir í árásargjarnt herveldi. Hættan á tæknilegum og stafrænum árásum á mikilvæga innviði vex með hverju árinu. Rússland hefur beitt bæði netárásum og markvissri upplýsingaóreiðu í Evrópu og Bandaríkjunum, tólum sem smáríki eins og Ísland hefur takmarkað bolmagn til að verjast eitt og sér. Sama á við um flóttamannakrísur, loftslagsvá og vopnuð átök sem hafa áhrif langt út fyrir sín landamæri – þar á meðal til norðurslóða þar sem við Íslendingar viljum standa vörð um stöðu okkar og áhrif. Efling fullveldis með samvinnu – en ekki einangrun Í ljósi þessara áskorana blasir við sú staðreynd að fullveldi í dag er ekki hið sama og fullveldi 1918. Á 21. öldinni felst fullveldi ekki í því að vera einn, heldur í því að geta mótað eigin framtíð með því að hafa áhrif á þær reglur sem við innleiðum í gegnum hið alþjóðlega samstarf sem við erum þátttakendur í. Innganga Íslands í Evrópusambandið myndi ekki rýra fullveldi okkar – hún myndi efla það. Með henni fengjum við: Aukinn stöðugleika í gjaldmiðli og efnahag, með aðild að myntbandalagi þar sem hagkerfi okkar væri betur varið fyrir sveiflum. Bein áhrif á ákvarðanir sem nú gilda hjá okkur, þar sem Ísland myndi geta setið við borðið í stað þess að taka einfaldlega við reglum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Öflugri varnarsamvinnu og netöryggi, í samstarfi við ríki sem deila gildum okkar og hafa bolmagn til að bregðast við nýjum ógnum. Sterkari stöðu í norðurslóðamálum, þar sem ESB hefur orðið sífellt mikilvægari leikandi. Öruggari innflutning og viðskipti, sem skiptir sköpum fyrir lífsviðurværi þjóðarinnar. ESB er ekki fullkomið – ekkert alþjóðlegt samstarf er það – en það er vettvangur þar sem Ísland getur varið hagsmuni sína, haft áhrif og víkkað út raunverulegt fullveldi sitt. Framtíð fullveldisins – ekki ótti, heldur áhrif Við stöndum frammi fyrir mörgum spurningum: Munum við ná saman um raunhæfar aðgerðir í loftslagsmálum? Hvernig þróast stríðin sem geisa? Munu lýðhyggjumenn og öfgasjónarmið styrkjast? Og hvernig snertir þessi alþjóðlega þróun okkur – þjóð sem hingað til hefur upplifað sig sem „svo langt frá heimsins vígaslóð“? Svarið getur ekki verið að loka okkur af eða halda í gamaldags hugmynd um fullveldi sem raunheimurinn hefur löngu yfirgefið. Svarið felst í skynsamlegri samvinnu, stöðugleika og því að tryggja að Ísland hafi rödd og áhrif þar sem framtíð Evrópu – og þar með framtíð Íslands – er mótuð. Í Evrópusambandinu. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru liðin 107 ár frá því að Ísland varð fullvalda ríki, þann 1. desember 1918. Fullveldið hefur frá þeim degi verið kjarninn í íslenskri sjálfsmynd, en spurningin sem blasir við okkur í dag er sú sama og hún var 1918: Hvernig tryggjum við raunverulegt fullveldi í heimi þar sem öryggisógnir, efnahagslíf og tækni þekkja engin landamæri? Ísland er, og hefur alltaf verið, evrópskt land – landfræðilega, menningarlega og pólitískt. Þótt landið standi á jaðri álfunnar hefur það í aldaraðir verið hluti af norrænu samfélagi og siðmenningu. Tunga, menning, stjórnmálahugsun og lífshættir Íslendinga eru evrópsk. Á alþjóðavettvangi er Ísland jafnframt nátengt Evrópu, ekki síst í gegnum þátttöku í bandalögum og stofnunum sem urðu til í kjölfar seinni heimsstyrjaldar. Þessi tengsl eru ekki tilviljun – þau eru hluti af því samhengi sem Ísland tilheyrir og byggja á þeirri staðreynd að hagsmunir þjóðarinnar myndast og mótast fyrst og fremst í Evrópu. Fullveldi í smáu opnu hagkerfi Hnattvæðingin hefur gert aðgerðarleysi og einangrun dýrkeypta. Ísland er eitt opnasta hagkerfi heims, þar sem um 35% landsframleiðslunnar verða til í út- og innflutningi. Við flytjum inn nær allar vörur sem við notum og seljum að stærstum hluta sjávarafurðir, iðnvarning og þjónustu til ferðamanna. Þegar alþjóðleg áföll ríða yfir skila áhrifin sér hingað ótrúlega hratt. Við sáum það skýrt í fjármálahruninu 2008 og ekki síður í heimsfaraldrinum COVID-19. Í bæði skiptin reyndist litla íslenska hagkerfið berskjaldað – og staðan versnaði vegna sveiflukennds gjaldmiðils sem ýkir gengissveiflur og efnahagslega óvissu. Frá 1922 hefur íslenska krónan tapað 99,95% af verðgildi sínu; danska krónan, sem hún var jafngild á sínum tíma, kostar nú, árið 2025 rúmar tvö þúsund íslenskar krónur þegar tekið er tillit til myntbreytingarinnar 1981. Í slíkum aðstæðum verða spurningarnar sem tengjast fullveldinu knýjandi: Felst fullveldið í því að standa eitt gegn ógnum sem engin þjóð ræður við ein? Eða felst það í því að vera hluti af stærra bandalagi ríkja sem tryggir stöðugleika, frjáls viðskipti og öryggi? Þessari spurningu hafa í raun öll ríki Evrópu svarað játandi. 27 þeirra eru í Evrópusambandinu, þar á meðal nokkur af okkar nánustu bandalagsríkjum og þau sem ekki eru það, eru djúpt fléttuð inn í samstarfið, eins og við. Atburðir síðustu vikna, þar sem Evrópusambandið ákvað að láta verndarráðstafanir varðandi innflutning á kísilmálmi ná líka til Íslands og Noregs, sýnir að þó við séum djúpt fléttuð inn í Evrópusamstarfið, þá erum við ekki í Evrópusambandinu. Við höfum valið að standa fyrir utan. Okkur finnst það sárt þegar það rennur upp fyrir okkur og ríki sambandsins taka sig saman til að standa gegn utanaðkomandi ógn og við erum ekki höfð með. Merkilegast er að sjá að þeir kvarta hæst sem eru mest á móti aðild að Evrópusambandinu. En það er til einföld lausn á þessu og hún er að taka skrefið til fulls og ganga í Evrópusambandið. Ólga í alþjóðakerfinu – og áhrif hennar á Ísland Stjórnmálaþróun undanfarinna ára ber vott um að heimurinn er að verða enn minna fyrirsjáanlegur en áður. Lýðræðisríki hafa veikst, lýðhyggjusinnar ryðja sér til rúms og bandarísk stjórnmál hafa orðið óstöðugri og ófyrirsjáanlegri. Ríki sem áður virtust standa traustum fótum í lýðræðislegu fyrirkomulagi virðast hafa snúið við blaðinu, og í Rússlandi hefur alræðisstjórn þróast yfir í árásargjarnt herveldi. Hættan á tæknilegum og stafrænum árásum á mikilvæga innviði vex með hverju árinu. Rússland hefur beitt bæði netárásum og markvissri upplýsingaóreiðu í Evrópu og Bandaríkjunum, tólum sem smáríki eins og Ísland hefur takmarkað bolmagn til að verjast eitt og sér. Sama á við um flóttamannakrísur, loftslagsvá og vopnuð átök sem hafa áhrif langt út fyrir sín landamæri – þar á meðal til norðurslóða þar sem við Íslendingar viljum standa vörð um stöðu okkar og áhrif. Efling fullveldis með samvinnu – en ekki einangrun Í ljósi þessara áskorana blasir við sú staðreynd að fullveldi í dag er ekki hið sama og fullveldi 1918. Á 21. öldinni felst fullveldi ekki í því að vera einn, heldur í því að geta mótað eigin framtíð með því að hafa áhrif á þær reglur sem við innleiðum í gegnum hið alþjóðlega samstarf sem við erum þátttakendur í. Innganga Íslands í Evrópusambandið myndi ekki rýra fullveldi okkar – hún myndi efla það. Með henni fengjum við: Aukinn stöðugleika í gjaldmiðli og efnahag, með aðild að myntbandalagi þar sem hagkerfi okkar væri betur varið fyrir sveiflum. Bein áhrif á ákvarðanir sem nú gilda hjá okkur, þar sem Ísland myndi geta setið við borðið í stað þess að taka einfaldlega við reglum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Öflugri varnarsamvinnu og netöryggi, í samstarfi við ríki sem deila gildum okkar og hafa bolmagn til að bregðast við nýjum ógnum. Sterkari stöðu í norðurslóðamálum, þar sem ESB hefur orðið sífellt mikilvægari leikandi. Öruggari innflutning og viðskipti, sem skiptir sköpum fyrir lífsviðurværi þjóðarinnar. ESB er ekki fullkomið – ekkert alþjóðlegt samstarf er það – en það er vettvangur þar sem Ísland getur varið hagsmuni sína, haft áhrif og víkkað út raunverulegt fullveldi sitt. Framtíð fullveldisins – ekki ótti, heldur áhrif Við stöndum frammi fyrir mörgum spurningum: Munum við ná saman um raunhæfar aðgerðir í loftslagsmálum? Hvernig þróast stríðin sem geisa? Munu lýðhyggjumenn og öfgasjónarmið styrkjast? Og hvernig snertir þessi alþjóðlega þróun okkur – þjóð sem hingað til hefur upplifað sig sem „svo langt frá heimsins vígaslóð“? Svarið getur ekki verið að loka okkur af eða halda í gamaldags hugmynd um fullveldi sem raunheimurinn hefur löngu yfirgefið. Svarið felst í skynsamlegri samvinnu, stöðugleika og því að tryggja að Ísland hafi rödd og áhrif þar sem framtíð Evrópu – og þar með framtíð Íslands – er mótuð. Í Evrópusambandinu. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun