Veður

Veðurvaktin: Snjó­koman rétt að byrja og víða erfið færð

Lovísa Arnardóttir skrifar
Miklar tafir hafa verið á umferð um allt höfuðborgarsvæðið. Lögregla hefur varað við illa búnum bílum og biðlar til ökumanna að aka þeim ekki.
Miklar tafir hafa verið á umferð um allt höfuðborgarsvæðið. Lögregla hefur varað við illa búnum bílum og biðlar til ökumanna að aka þeim ekki. Vísir/Anton Brink

Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun þar til síðdegis í dag en þá taka við appelsínugular viðvaranir við Faxaflóa, á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Snjóað hefur frá því í gærkvöldi á suðvesturhorninu og er nokkurra sentímetra snjólag yfir öllu. 

Á höfuðborgarsvæðinu var snjómokstur víðast hvar hafinn klukkan fjögur í nótt og eru allar vélar úti í öllum sveitarfélögum. Víða voru umferðartafir í morgun en stofnbrautir hafa verið ruddar. Búast má þó við töfum frameftir degi og mæla viðbragðsaðilar með því að leggja snemma af stað og að fólk á vanbúnum bílum fari ekki út á bílunum. Veðurfræðingur segir að snjókoman eigi að aukast þegar líður á daginn. 


Hefur veðrið áhrif á þig? Hvernig? Sendu okkur ábendingu og myndir á ritstjorn@visir.is eða sem Fréttaskot hér.


Fréttastofa fylgist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×