Veður

Sjór geti gengið á land í Faxa­flóa á morgun

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hárri ölduhæð er spáð með vestanhvassviðri á morgun.
Hárri ölduhæð er spáð með vestanhvassviðri á morgun. Vísir/Anton Brink

Veðurstofa Íslands spáir hárri ölduhæð og talsverðum áhlaðanda í Faxaflóa á morgun. Gul viðvörun verður í gildi á höfuðborgarsvæðinu og suðurströndinni allri frá hádegi á morgun.

Á vef Veðurstofunnar er varað við áhlaðandanum og segir að þar sem einnig er stórstreymt geti sjór gengið á land og valdið staðbundnu tjóni.

Íbúar eru hvattir til að tryggja alla lausamuni utandyra til að forðast foktjón en gul viðvörun verður í gildi í Faxaflóa og á Suður- og Suðausturlandi frá hádegi á morgun og fram yfir hádegi á fimmtudaginn.

Á Suðurlandi og Suðausturlandi er spáð vestanstormi en hvassast í Mýrdal og Öræfum með vindhviðum að 30-35 m/s við fjöll. Akstursskilyrði eru varasöm fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×