Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar 21. október 2025 07:30 Ferðaþjónusta er ein öflugasta atvinnugrein heims og hefur víðtæk jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og menningu, hún skapar störf og hvetur til nýsköpunar. Fyrir mörg samfélög er ferðaþjónusta aðal tekjulindin sem heldur uppi lífsviðurværi fólks og hvetur til verndar náttúru og menningararfs. En ferðaþjónusta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á samfélög og umhverfi og við þurfum að líta í eigin rann og skoða hvaða spor við skiljum eftir er við ferðumst. Á síðustu árum hefur vaxandi áhersla verið lögð á svokallaða samfélagsmiðaða ferðaþjónustu, þar sem markmiðið er að tryggja að ferðalög nýtist ekki aðeins ferðamönnum heldur einnig heimamönnum og vistkerfum áfangastaðanna. Huga þarf að sjálfbærni, ekki bara í tengslum við umhverfi heldur einnig í tengslum við menningu. Hvað felst í samfélagsmiðaðri ferðaþjónustu? Samfélagsmiðað ferðaþjónusta (e. community-based tourism) byggir á því að heimamenn taki virkan þátt í skipulagningu, rekstri og þróun ferðaþjónustunnar á eigin forsendum. Þetta getur verið í formi gistingar á litlum gistiheimilum í eigu heimamanna, leiðsagnar um náttúru og menningu, sala handverks eða matarupplifanir. Markmiðið er að arðurinn af starfseminni renni beint til samfélagsins og styrki þannig efnahag, menningu og náttúruvernd. Með því að huga að því hvar peningurinn endar getum við haft ótrúleg áhrif á þau samfélög sem við heimsækjum og hvernig þeim vegnar. Hver er ávinningurinn fyrir samfélögin? Efnahagslegur stuðningur: Tekjur af ferðaþjónustu nýtast til að bæta lífskjör og skapa störf á staðnum. Menning: Gestir fá tækifæri til að kynnast menningu og hefðum heimamanna á þeirra eigin forsendum, sem getur jafnframt stuðlað að varðveislu hefðbundins handverks og menningararfleifðar. Sjálfbærni og náttúruvernd: Þegar samfélög byggja afkomu sína á sjálfbærri ferðaþjónustu eykst hvatning til að vernda náttúru og vistkerfi öllum til hagsbóta. Hvað getum við gert til að hafa áhrif? Við sem gestir getum haft mikil áhrif með vali okkar: Velja þjónustu sem rekin er af heimamönnum og nærsamfélaginu. Kaupa handverk og vörur sem framleiddar eru á staðnum og eru hluti af menningararfi svæðisins, í stað fjöldaframleiðslu. Sýna virðingu fyrir siðum og menningu samfélagsins sem við heimsækjum. Ganga úr skugga um að ferðaskrifstofur vinni í anda sjálfbærni og að samstarfsaðilar þeirra séu að vinna í takt við þessa sömu hugmyndafræði. Ferðalög sem skilja eftir sig jákvæð spor og upplifun Ferðalög geta verið meira en bara upplifun fyrir ferðamanninn sjálfan, þau geta verið umbreytandi afl, bæði fyrir gesti og heimamenn. Með því að huga að því að velja samfélagsmiðaða ferðaþjónustu má stuðla að jákvæðum breytingum og styrkja efnahag, menningu eða umhverfi áfangastaðarins. Fyrir vikið geta ferðalög orðið leið til að tengjast stöðum og fólki á merkingarbæran og ábyrgari máta, við tengjumst fólki sterkari böndum, upplifum menninguna á annan hátt og snúum heim með aðra og dýpri sýn á áfangastaðinn. Skapaðu jákvæð áhrif með þínum ferðalögum! Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta er ein öflugasta atvinnugrein heims og hefur víðtæk jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og menningu, hún skapar störf og hvetur til nýsköpunar. Fyrir mörg samfélög er ferðaþjónusta aðal tekjulindin sem heldur uppi lífsviðurværi fólks og hvetur til verndar náttúru og menningararfs. En ferðaþjónusta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á samfélög og umhverfi og við þurfum að líta í eigin rann og skoða hvaða spor við skiljum eftir er við ferðumst. Á síðustu árum hefur vaxandi áhersla verið lögð á svokallaða samfélagsmiðaða ferðaþjónustu, þar sem markmiðið er að tryggja að ferðalög nýtist ekki aðeins ferðamönnum heldur einnig heimamönnum og vistkerfum áfangastaðanna. Huga þarf að sjálfbærni, ekki bara í tengslum við umhverfi heldur einnig í tengslum við menningu. Hvað felst í samfélagsmiðaðri ferðaþjónustu? Samfélagsmiðað ferðaþjónusta (e. community-based tourism) byggir á því að heimamenn taki virkan þátt í skipulagningu, rekstri og þróun ferðaþjónustunnar á eigin forsendum. Þetta getur verið í formi gistingar á litlum gistiheimilum í eigu heimamanna, leiðsagnar um náttúru og menningu, sala handverks eða matarupplifanir. Markmiðið er að arðurinn af starfseminni renni beint til samfélagsins og styrki þannig efnahag, menningu og náttúruvernd. Með því að huga að því hvar peningurinn endar getum við haft ótrúleg áhrif á þau samfélög sem við heimsækjum og hvernig þeim vegnar. Hver er ávinningurinn fyrir samfélögin? Efnahagslegur stuðningur: Tekjur af ferðaþjónustu nýtast til að bæta lífskjör og skapa störf á staðnum. Menning: Gestir fá tækifæri til að kynnast menningu og hefðum heimamanna á þeirra eigin forsendum, sem getur jafnframt stuðlað að varðveislu hefðbundins handverks og menningararfleifðar. Sjálfbærni og náttúruvernd: Þegar samfélög byggja afkomu sína á sjálfbærri ferðaþjónustu eykst hvatning til að vernda náttúru og vistkerfi öllum til hagsbóta. Hvað getum við gert til að hafa áhrif? Við sem gestir getum haft mikil áhrif með vali okkar: Velja þjónustu sem rekin er af heimamönnum og nærsamfélaginu. Kaupa handverk og vörur sem framleiddar eru á staðnum og eru hluti af menningararfi svæðisins, í stað fjöldaframleiðslu. Sýna virðingu fyrir siðum og menningu samfélagsins sem við heimsækjum. Ganga úr skugga um að ferðaskrifstofur vinni í anda sjálfbærni og að samstarfsaðilar þeirra séu að vinna í takt við þessa sömu hugmyndafræði. Ferðalög sem skilja eftir sig jákvæð spor og upplifun Ferðalög geta verið meira en bara upplifun fyrir ferðamanninn sjálfan, þau geta verið umbreytandi afl, bæði fyrir gesti og heimamenn. Með því að huga að því að velja samfélagsmiðaða ferðaþjónustu má stuðla að jákvæðum breytingum og styrkja efnahag, menningu eða umhverfi áfangastaðarins. Fyrir vikið geta ferðalög orðið leið til að tengjast stöðum og fólki á merkingarbæran og ábyrgari máta, við tengjumst fólki sterkari böndum, upplifum menninguna á annan hátt og snúum heim með aðra og dýpri sýn á áfangastaðinn. Skapaðu jákvæð áhrif með þínum ferðalögum! Höfundur er verkefnastjóri.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun