Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar 21. október 2025 07:30 Ferðaþjónusta er ein öflugasta atvinnugrein heims og hefur víðtæk jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og menningu, hún skapar störf og hvetur til nýsköpunar. Fyrir mörg samfélög er ferðaþjónusta aðal tekjulindin sem heldur uppi lífsviðurværi fólks og hvetur til verndar náttúru og menningararfs. En ferðaþjónusta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á samfélög og umhverfi og við þurfum að líta í eigin rann og skoða hvaða spor við skiljum eftir er við ferðumst. Á síðustu árum hefur vaxandi áhersla verið lögð á svokallaða samfélagsmiðaða ferðaþjónustu, þar sem markmiðið er að tryggja að ferðalög nýtist ekki aðeins ferðamönnum heldur einnig heimamönnum og vistkerfum áfangastaðanna. Huga þarf að sjálfbærni, ekki bara í tengslum við umhverfi heldur einnig í tengslum við menningu. Hvað felst í samfélagsmiðaðri ferðaþjónustu? Samfélagsmiðað ferðaþjónusta (e. community-based tourism) byggir á því að heimamenn taki virkan þátt í skipulagningu, rekstri og þróun ferðaþjónustunnar á eigin forsendum. Þetta getur verið í formi gistingar á litlum gistiheimilum í eigu heimamanna, leiðsagnar um náttúru og menningu, sala handverks eða matarupplifanir. Markmiðið er að arðurinn af starfseminni renni beint til samfélagsins og styrki þannig efnahag, menningu og náttúruvernd. Með því að huga að því hvar peningurinn endar getum við haft ótrúleg áhrif á þau samfélög sem við heimsækjum og hvernig þeim vegnar. Hver er ávinningurinn fyrir samfélögin? Efnahagslegur stuðningur: Tekjur af ferðaþjónustu nýtast til að bæta lífskjör og skapa störf á staðnum. Menning: Gestir fá tækifæri til að kynnast menningu og hefðum heimamanna á þeirra eigin forsendum, sem getur jafnframt stuðlað að varðveislu hefðbundins handverks og menningararfleifðar. Sjálfbærni og náttúruvernd: Þegar samfélög byggja afkomu sína á sjálfbærri ferðaþjónustu eykst hvatning til að vernda náttúru og vistkerfi öllum til hagsbóta. Hvað getum við gert til að hafa áhrif? Við sem gestir getum haft mikil áhrif með vali okkar: Velja þjónustu sem rekin er af heimamönnum og nærsamfélaginu. Kaupa handverk og vörur sem framleiddar eru á staðnum og eru hluti af menningararfi svæðisins, í stað fjöldaframleiðslu. Sýna virðingu fyrir siðum og menningu samfélagsins sem við heimsækjum. Ganga úr skugga um að ferðaskrifstofur vinni í anda sjálfbærni og að samstarfsaðilar þeirra séu að vinna í takt við þessa sömu hugmyndafræði. Ferðalög sem skilja eftir sig jákvæð spor og upplifun Ferðalög geta verið meira en bara upplifun fyrir ferðamanninn sjálfan, þau geta verið umbreytandi afl, bæði fyrir gesti og heimamenn. Með því að huga að því að velja samfélagsmiðaða ferðaþjónustu má stuðla að jákvæðum breytingum og styrkja efnahag, menningu eða umhverfi áfangastaðarins. Fyrir vikið geta ferðalög orðið leið til að tengjast stöðum og fólki á merkingarbæran og ábyrgari máta, við tengjumst fólki sterkari böndum, upplifum menninguna á annan hátt og snúum heim með aðra og dýpri sýn á áfangastaðinn. Skapaðu jákvæð áhrif með þínum ferðalögum! Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta er ein öflugasta atvinnugrein heims og hefur víðtæk jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og menningu, hún skapar störf og hvetur til nýsköpunar. Fyrir mörg samfélög er ferðaþjónusta aðal tekjulindin sem heldur uppi lífsviðurværi fólks og hvetur til verndar náttúru og menningararfs. En ferðaþjónusta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á samfélög og umhverfi og við þurfum að líta í eigin rann og skoða hvaða spor við skiljum eftir er við ferðumst. Á síðustu árum hefur vaxandi áhersla verið lögð á svokallaða samfélagsmiðaða ferðaþjónustu, þar sem markmiðið er að tryggja að ferðalög nýtist ekki aðeins ferðamönnum heldur einnig heimamönnum og vistkerfum áfangastaðanna. Huga þarf að sjálfbærni, ekki bara í tengslum við umhverfi heldur einnig í tengslum við menningu. Hvað felst í samfélagsmiðaðri ferðaþjónustu? Samfélagsmiðað ferðaþjónusta (e. community-based tourism) byggir á því að heimamenn taki virkan þátt í skipulagningu, rekstri og þróun ferðaþjónustunnar á eigin forsendum. Þetta getur verið í formi gistingar á litlum gistiheimilum í eigu heimamanna, leiðsagnar um náttúru og menningu, sala handverks eða matarupplifanir. Markmiðið er að arðurinn af starfseminni renni beint til samfélagsins og styrki þannig efnahag, menningu og náttúruvernd. Með því að huga að því hvar peningurinn endar getum við haft ótrúleg áhrif á þau samfélög sem við heimsækjum og hvernig þeim vegnar. Hver er ávinningurinn fyrir samfélögin? Efnahagslegur stuðningur: Tekjur af ferðaþjónustu nýtast til að bæta lífskjör og skapa störf á staðnum. Menning: Gestir fá tækifæri til að kynnast menningu og hefðum heimamanna á þeirra eigin forsendum, sem getur jafnframt stuðlað að varðveislu hefðbundins handverks og menningararfleifðar. Sjálfbærni og náttúruvernd: Þegar samfélög byggja afkomu sína á sjálfbærri ferðaþjónustu eykst hvatning til að vernda náttúru og vistkerfi öllum til hagsbóta. Hvað getum við gert til að hafa áhrif? Við sem gestir getum haft mikil áhrif með vali okkar: Velja þjónustu sem rekin er af heimamönnum og nærsamfélaginu. Kaupa handverk og vörur sem framleiddar eru á staðnum og eru hluti af menningararfi svæðisins, í stað fjöldaframleiðslu. Sýna virðingu fyrir siðum og menningu samfélagsins sem við heimsækjum. Ganga úr skugga um að ferðaskrifstofur vinni í anda sjálfbærni og að samstarfsaðilar þeirra séu að vinna í takt við þessa sömu hugmyndafræði. Ferðalög sem skilja eftir sig jákvæð spor og upplifun Ferðalög geta verið meira en bara upplifun fyrir ferðamanninn sjálfan, þau geta verið umbreytandi afl, bæði fyrir gesti og heimamenn. Með því að huga að því að velja samfélagsmiðaða ferðaþjónustu má stuðla að jákvæðum breytingum og styrkja efnahag, menningu eða umhverfi áfangastaðarins. Fyrir vikið geta ferðalög orðið leið til að tengjast stöðum og fólki á merkingarbæran og ábyrgari máta, við tengjumst fólki sterkari böndum, upplifum menninguna á annan hátt og snúum heim með aðra og dýpri sýn á áfangastaðinn. Skapaðu jákvæð áhrif með þínum ferðalögum! Höfundur er verkefnastjóri.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun