Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Hjörvar Ólafsson skrifar 18. október 2025 21:08 Tarik Ibrahimagic skoraði sigurmark Víkgins í leiknum. Vísir/Pawel Víkingur bar sigur úr býtum, 2-1, þegar liðin áttust við í 26. og næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Það var Tarik Ibrahimagic sem tryggði Víkingi sigurinn og stigin þrjú með stórglæsilegu marki. Fyrri hálfleikurinn var hraður, vel spilaður og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu fínar stöður til þess að skapa færi og marktækifæri. Atli Þór Jónasson, sem leiddi framlínu Víkings í þessum leik, fékk tvö frábær færi í fyrri hálfleik. Í bæði skiptin var það Valdimar Þór Ingimundarson sem setti Atla Þór í gegn og í bæði skiptin varði Anton Ari Einarsson frábærlega frá framherjanum stóra og stæðilega. Kristinn Jónsson var með áætlunarferðir upp vinstri vænginn í þessum leik og skapaði nokkrum sinnum hættur með fyrirgjöfum sínum. Þá fengu Blikar fjölmörg horn og Höskuldur Gunnlaugsson náði í nokkur skipti að skapa usla með spyrnum sínum úr horninu. Það var svo Viktor Karl Einarsson sem náði forystunni fyrir Breiðablik í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Viktor Karl skapaði sér skotfæri við vítateigslínuna og skoraði með hnitmiðuðu skoti í nærhornið. Tempóið minnkaði aðeins í seinni hálfleik sem varð meiri refskák. Eftir eitt af fjölmörgum hornspyrnu Breiðabliks vann Víkingur boltann, Viktor Örlygur Andrason setti boltann í hlaupaleiðina fyrir Óskar Borgþórsson sem hljóp með boltann hálfan völlinn og kláraði færið af stakri prýði. Það var svo Tarik Ibrahimagic sem skoraði sigurmark Víkings með snyrtilegu skoti af rúmlega 20 metra færi sem snérist upp í samskeytin fjær um það bil stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þorleifur Úlfarsson kom svo inná sem varamaður tæplega hálftíma fyrir leikslok og hann kom inná af krafti. Þorleifur fékk tvö góð færi til þess að jafna metin en hann náði ekki að setja boltann í netmöskvana. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík
Víkingur bar sigur úr býtum, 2-1, þegar liðin áttust við í 26. og næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Það var Tarik Ibrahimagic sem tryggði Víkingi sigurinn og stigin þrjú með stórglæsilegu marki. Fyrri hálfleikurinn var hraður, vel spilaður og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu fínar stöður til þess að skapa færi og marktækifæri. Atli Þór Jónasson, sem leiddi framlínu Víkings í þessum leik, fékk tvö frábær færi í fyrri hálfleik. Í bæði skiptin var það Valdimar Þór Ingimundarson sem setti Atla Þór í gegn og í bæði skiptin varði Anton Ari Einarsson frábærlega frá framherjanum stóra og stæðilega. Kristinn Jónsson var með áætlunarferðir upp vinstri vænginn í þessum leik og skapaði nokkrum sinnum hættur með fyrirgjöfum sínum. Þá fengu Blikar fjölmörg horn og Höskuldur Gunnlaugsson náði í nokkur skipti að skapa usla með spyrnum sínum úr horninu. Það var svo Viktor Karl Einarsson sem náði forystunni fyrir Breiðablik í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Viktor Karl skapaði sér skotfæri við vítateigslínuna og skoraði með hnitmiðuðu skoti í nærhornið. Tempóið minnkaði aðeins í seinni hálfleik sem varð meiri refskák. Eftir eitt af fjölmörgum hornspyrnu Breiðabliks vann Víkingur boltann, Viktor Örlygur Andrason setti boltann í hlaupaleiðina fyrir Óskar Borgþórsson sem hljóp með boltann hálfan völlinn og kláraði færið af stakri prýði. Það var svo Tarik Ibrahimagic sem skoraði sigurmark Víkings með snyrtilegu skoti af rúmlega 20 metra færi sem snérist upp í samskeytin fjær um það bil stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þorleifur Úlfarsson kom svo inná sem varamaður tæplega hálftíma fyrir leikslok og hann kom inná af krafti. Þorleifur fékk tvö góð færi til þess að jafna metin en hann náði ekki að setja boltann í netmöskvana.
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn