Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2025 16:05 vísir/Ernir Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu dramatískan sigur á FH, 3-2, í lokaumferð Bestu deildar kvenna í dag. Heiða Ragney Viðarsdóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. FH byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft fyrstu tíu mínútu leiksins sem skilaði sér með marki á 12. mínútu. Thelma Lóa Hermannsdóttir kom þá í veg fyrir sendingu úr vörn Blika, gaf boltann á Mayu Lauren Hansen sem kláraði færið laglega. Blikar voru ekki lengi að svara fyrir sig en tveimur mínútum síðar skoraði Samantha Smith. Það var svo meira jafnræði milli liðana eftir mörkin. FH fengu töluvert hættulegri færi en mistókst að koma boltanum í netið. 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Síðari hálfleikur var nokkuð jafn hjá liðunum. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir á 70. mínútu eftir frábæra stungusendingu frá Andreu Rut Bjarnadóttur. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir jafnaði metinn fyrir FH á 80. mínútu eftir frábært skot fyrir utan teig. Íslandsmeistararnir voru ekki hættar og skoraði Heiða Ragney Viðarsdóttir sigurmark Blika á 89. mínútu og tryggði Blikum sigurinn í dag. Breiðablik fagna Íslandsmeistaratitlinum.Visir/Anton Brink Atvik leiksins Katrín Ásbjörnsdóttir var í byrjunarliði Blika en hún hefur ekki komið við sögu á tímabilinu. Katrín hefur lagt skóna á hilluna og gerðu Blikar heiðurskiptingu á fyrstu mínútu leiksins þegar henni var skipt útaf velli. Hún fékk standandi lófatak úr stúkunni og þetta var alvöru gæsahúðaaugnablik. Katrín Ásbjörnsdóttir fær standandi lófatak.visir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Margrét Brynja Kristinsdóttir voru öflugar á miðjunni fyrir FH. Thelma Lóa Hermannsdóttir átti góðan leik og átti stoðsendingarnar í mörkum FH. Birta Georgsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir komu inn á í síðari hálfleiknum og gerðu afskaplega vel í seinna marki Blika. Heiða Ragney Viðarsdóttir sem hefur verið frábær í deildinni fyrir Blika skoraði svo sigurmark Blika eftir hornspyrnu. Stemning og umgjörð Lífleg stemning á Kópavogsvelli og nokkuð vel mætt. Stuðningsmannasveit Blika mættu með trommur og fána og það var bara alvöru andrúmsloft í þessum leik. Dómarar Arnar Þór Stefánsson var á flautunni í dag, Antoníus Bjarki Halldórsson og Kristofer Bergmann voru honum til halds og trausts. Engin vafa atvik að mínu mati í dag. Leikurinn fékk að flæða ágætlega og ekkert út á dómgæsluna að setja í dag. Besta deild kvenna Breiðablik FH
Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu dramatískan sigur á FH, 3-2, í lokaumferð Bestu deildar kvenna í dag. Heiða Ragney Viðarsdóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. FH byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft fyrstu tíu mínútu leiksins sem skilaði sér með marki á 12. mínútu. Thelma Lóa Hermannsdóttir kom þá í veg fyrir sendingu úr vörn Blika, gaf boltann á Mayu Lauren Hansen sem kláraði færið laglega. Blikar voru ekki lengi að svara fyrir sig en tveimur mínútum síðar skoraði Samantha Smith. Það var svo meira jafnræði milli liðana eftir mörkin. FH fengu töluvert hættulegri færi en mistókst að koma boltanum í netið. 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Síðari hálfleikur var nokkuð jafn hjá liðunum. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir á 70. mínútu eftir frábæra stungusendingu frá Andreu Rut Bjarnadóttur. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir jafnaði metinn fyrir FH á 80. mínútu eftir frábært skot fyrir utan teig. Íslandsmeistararnir voru ekki hættar og skoraði Heiða Ragney Viðarsdóttir sigurmark Blika á 89. mínútu og tryggði Blikum sigurinn í dag. Breiðablik fagna Íslandsmeistaratitlinum.Visir/Anton Brink Atvik leiksins Katrín Ásbjörnsdóttir var í byrjunarliði Blika en hún hefur ekki komið við sögu á tímabilinu. Katrín hefur lagt skóna á hilluna og gerðu Blikar heiðurskiptingu á fyrstu mínútu leiksins þegar henni var skipt útaf velli. Hún fékk standandi lófatak úr stúkunni og þetta var alvöru gæsahúðaaugnablik. Katrín Ásbjörnsdóttir fær standandi lófatak.visir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Margrét Brynja Kristinsdóttir voru öflugar á miðjunni fyrir FH. Thelma Lóa Hermannsdóttir átti góðan leik og átti stoðsendingarnar í mörkum FH. Birta Georgsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir komu inn á í síðari hálfleiknum og gerðu afskaplega vel í seinna marki Blika. Heiða Ragney Viðarsdóttir sem hefur verið frábær í deildinni fyrir Blika skoraði svo sigurmark Blika eftir hornspyrnu. Stemning og umgjörð Lífleg stemning á Kópavogsvelli og nokkuð vel mætt. Stuðningsmannasveit Blika mættu með trommur og fána og það var bara alvöru andrúmsloft í þessum leik. Dómarar Arnar Þór Stefánsson var á flautunni í dag, Antoníus Bjarki Halldórsson og Kristofer Bergmann voru honum til halds og trausts. Engin vafa atvik að mínu mati í dag. Leikurinn fékk að flæða ágætlega og ekkert út á dómgæsluna að setja í dag.