Íslenski boltinn

Björg­vin Brimi í Víking

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Brimi Andrésson í Víkingstreyjunni.
Björgvin Brimi Andrésson í Víkingstreyjunni. víkingur

Íslandsmeistarar Víkings hafa samið við hinn sautján ára Björgvin Brima Andrésson. Hann kemur til liðsins frá Gróttu.

Björgvin er yngri bróðir Benónýs Breka, leikmanns Stockport County á Englandi, sem á markametið í efstu deild á Íslandi. Björgvin skrifaði undir fjögurra ára samning við Víking.

Björgvin er uppalinn hjá Gróttu en lék tvo leiki með KR í Bestu deildinni í fyrra. Á nýafstöðnu tímabili skoraði hann átta mörk í tuttugu leikjum fyrir Gróttu í 2. deildinni. Seltirningar enduðu í 2. sæti og endurheimtu sæti sitt í Lengjudeildinni.

Víkingur varð Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fimm árum og í áttunda sinn alls á sunnudaginn. Víkingar unnu þá FH-inga, 2-0, á heimavelli.

„Björgvin Brimi er spennandi leikmaður sem við höfum verið að fylgjast með. Hann er snöggur, teknískur og getur leyst fleiri en eina stöðu. Við hlökkum til að fylgast með honum í Víkingstreyjunni og þróa hann sem leikmann. Hann er með alla burði til að verða frábær leikmaður fyrir Víking,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, um nýjasta leikmann félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×