Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2025 18:00 Tómas Bent Magnússon vann Lengjudeildina með ÍBV, fór á toppinn með Val í Bestu deildinni og er núna á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Getty/Mark Scates Fyrir um ári síðan var Tómas Bent Magnússon lítið þekktur leikmaður í Lengjudeildinni í fótbolta. Síðan þá hefur hann farið í titilbaráttu í Bestu deildinni og þaðan í titilbaráttu í skosku úrvalsdeildinni. Tómas fór frá ÍBV til Vals síðasta vetur og varð að afar mikilvægum hlekk á miðju liðsins, og hann var svo seldur í byrjun ágúst til Hearts í Skotlandi. Hann er núna á toppnum í skosku úrvalsdeildinni og hefur Hearts ekki tapað leik á leiktíðinni – er tveimur stigum fyrir ofan Celtic eftir sjö umferðir. „Þetta er búið að vera skrýtið ár. Maður er búinn að vera í þremur liðum á einu ári. Fór í Val og í Evrópukeppni og er svo núna mættur hingað út, allt á innan við ári. Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið því þetta er allt búið að gerast á svo stuttum tíma,“ sagði Tómas í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Það eru tvö og hálft ár síðan maður var að spila á Týsvellinum heima og svo var maður á Ibrox um daginn fyrir framan 50.000 manns. Þetta er geðveikt og mjög skrýtið á sama tíma,“ sagði Tómas en hann lék síðasta korterið í 2-0 sigri Hearts gegn Rangers á Ibrox-leikvanginum fyrir mánuði síðan. Eftir að Tómas fór frá Val missti liðið af bæði bikarmeistaratitlinum og Íslandsmeistaratitlinum og hafa ýmsir sparkspekingar haft á orði að salan á Tómasi hafi reynst Val of dýrkeypt. Engin sérstök klásúla var í samningi hans við Val um að hann mætti fara en forráðamenn Vals sýndu því skilning að Tómas vildi nýta tækifærið sem gafst hjá Hearts. En er hann sammála því að brotthvarf hans hafi skipt sköpum fyrir Val? „Ég held að það sé nú ekki hægt að setja þetta á einhvern einn eða tvo. Það er frábær hópur á Hlíðarenda – allt frábærir leikmenn. Það er ekkert hægt að segja að þetta hafi verið vegna þess að Patrick eða Frederik meiddist, eða af því ég fór úr liðinu. Þetta er bara fótbolti og þetta riðlaðist svona,“ sagði Tómas eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla Valur Skoski boltinn ÍBV Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Tómas fór frá ÍBV til Vals síðasta vetur og varð að afar mikilvægum hlekk á miðju liðsins, og hann var svo seldur í byrjun ágúst til Hearts í Skotlandi. Hann er núna á toppnum í skosku úrvalsdeildinni og hefur Hearts ekki tapað leik á leiktíðinni – er tveimur stigum fyrir ofan Celtic eftir sjö umferðir. „Þetta er búið að vera skrýtið ár. Maður er búinn að vera í þremur liðum á einu ári. Fór í Val og í Evrópukeppni og er svo núna mættur hingað út, allt á innan við ári. Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið því þetta er allt búið að gerast á svo stuttum tíma,“ sagði Tómas í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Það eru tvö og hálft ár síðan maður var að spila á Týsvellinum heima og svo var maður á Ibrox um daginn fyrir framan 50.000 manns. Þetta er geðveikt og mjög skrýtið á sama tíma,“ sagði Tómas en hann lék síðasta korterið í 2-0 sigri Hearts gegn Rangers á Ibrox-leikvanginum fyrir mánuði síðan. Eftir að Tómas fór frá Val missti liðið af bæði bikarmeistaratitlinum og Íslandsmeistaratitlinum og hafa ýmsir sparkspekingar haft á orði að salan á Tómasi hafi reynst Val of dýrkeypt. Engin sérstök klásúla var í samningi hans við Val um að hann mætti fara en forráðamenn Vals sýndu því skilning að Tómas vildi nýta tækifærið sem gafst hjá Hearts. En er hann sammála því að brotthvarf hans hafi skipt sköpum fyrir Val? „Ég held að það sé nú ekki hægt að setja þetta á einhvern einn eða tvo. Það er frábær hópur á Hlíðarenda – allt frábærir leikmenn. Það er ekkert hægt að segja að þetta hafi verið vegna þess að Patrick eða Frederik meiddist, eða af því ég fór úr liðinu. Þetta er bara fótbolti og þetta riðlaðist svona,“ sagði Tómas eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla Valur Skoski boltinn ÍBV Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira