
Breiðablik

„Gerðum gott úr þessu“
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur.

Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru meistarar meistaranna eftir 3-1 sigur gegn bikarmeisturum KA á Kópavogsvelli. Blikar skoruðu öll sín mörk í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað bætt fleirum við í seinni hálfleik.

Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA
Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja knattspyrnuvorið á sömu nótum og þær luku síðasta sumri en liðið tryggði sér Lengjubikarinn í kvöld með 4-1 sigri á Þór/KA.

Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu
Breiðablik, ríkjandi Íslandsmeistari karla í fótbolta, er um þessar mundir í æfingaferð erlendis. Í myndbandi af æfingu liðsins má sjá Þorleif Úlfarsson, uppalinn Blika, sem hefur undanfarin ár spilað í Bandaríkjunum og Ungverjalandi.

Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika
Fylkir tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta eftir sigur á Njarðvík á heimavelli sínum.

Thomsen mættur aftur í íslenska boltann
Framherjinn Tobias Thomsen hefur ákveðið að snúa aftur í íslenska fótboltann og nú með Íslandsmeisturum Breiðabliks.

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Sammy Smith átti stóran hlut í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta síðasta sumar. Hún hafnaði fjölda tilboða frá Evrópu til að halda föstu fyrir í Kópavogi og kveðst elska Íslands, þrátt fyrir veðrið.

Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum
Breiðablik vann 2-0 sigur á Víkingi í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag en liðin mættust á Kópavogsvellinum. Mörkin komu bæði eftir hornspyrnur á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleiknum.

Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika
Beiðablik vann stórsigur á Völsungi þegar liðin mættust í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Blikar eru nú á toppi síns riðils eftir fjórar umferðir.

„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
„Þetta var komið í algjör leiðindi. Ég get alveg tekið það á mig að ég hefði getað gert þetta öðruvísi. Báðir aðilar hefðu getað gert þetta öðruvísi,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um brotthvarf sitt frá Val yfir til Víkings.

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
„Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu.

Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei
Freyr Alexandersson er sagður áhugasamur um að fá Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliða Breiðabliks, til Brann í Noregi. Blikar hafi hafnað tilboði Brann.

Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking
Gylfi Þór Sigurðsson er á leið til Víkings og hefur náð samkomulagi við félagið. Þetta herma heimildir Vísis.

Valur samþykkti tilboð í Gylfa
Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann liðsins, frá bæði Breiðabliki og Víkingi sem berjast um undirskrift hans.

Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum
Íslandsmeistarar Breiðabliks sýndu styrk sinn á Akureyri í dag þegar þeir rúlluðu yfir KA-menn, 5-0, í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta. Mörkin má nú sjá á Vísi.

Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna
Valur vann 4-1 sigur á Fylki í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld og Blikakonur unnu Stjörnuna 5-1 en Víkingskonur náðu að jafna í blálokin á móti FH.

Devine til Blika og má spila í kvöld
Kvennalið Blika hefur fundið markvörð í stað Telmu Ívarsdóttur sem samdi á dögunum við Rangers í Skotlandi. Nýi markvörðurinn var að klára farsælan feril í bandaríska háskólaboltanum.

Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks
Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks þegar liðin hófu leik í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Lokatölur í Fífunni í Kópavogi 1-3.

Heiðdís aftur í Kópavoginn
Heiðdís Lillýardóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks eftir að hafa spilað undanfarið erlendis í atvinnumennsku.

Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika
Breiðablikskonur byrjuðu vel í Lengjubikar kvenna í fótbolta en liðið vann 4-2 sigur á FH í fyrsta leik mótsins sem fór fram í Skessunni í Hafnarfirði í dag.

Vigdís Lilja seld til Anderlecht
Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa selt Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur til Anderlecht í Belgíu.

26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA
Nú þegar NBA leikmenn streyma að því virðist til landsins til að spila í Bónus deild karla í körfubolta hafa menn verið að velta því fyrir sér hver sé sá fyrsti.

Telma mætt til skosks stórveldis
Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust.

Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt
Þróttarar hafa fengið til sín efnilegan varnarmann úr Kópavogi fyrir átökin í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar.

Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks
Andri Rafn Yeoman hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu um eitt ár.

Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands
Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, er á leið til skoska knattspyrnufélagsins Rangers.

Berglind Björg í raðir Breiðabliks
Framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks.

„Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“
Alfreð Finnbogason gengur sáttur frá borði eftir farsælan knattspyrnuferil. Hann er ekki á heimleið strax, í það minnsta, en mun þó starfa fyrir uppeldisfélagið Breiðablik.

Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir
Gunnleifur Orri Gunnleifsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik um að spila með karlaliði félagsins í fótbolta.

Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann
Tveir leikmenn úr Bónus deildar karla í körfubolta voru í dag dæmdir í leikbann af Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands.