Íslenski boltinn

Jón Guðni að­stoðar Ólaf Inga

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jón Guðni var áður leikmaður Víkings.
Jón Guðni var áður leikmaður Víkings.

Jón Guðni Fjóluson mun aðstoða Ólaf Inga Skúlason við þjálfun karlaliðs Breiðabliks í fótbolta.

Jón Guðni lagði skóna á hilluna snemma á síðasta ári eftir langvarandi meiðsli. Þrátt fyrir mikla baráttu við meiðsli náði Jón samt sem áður að spila 37 leiki fyrir Víking.

Áður átti hann farsælan atvinnumannaferil í Belgíu, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi ásamt því að spila átján landsleiki fyrir Íslands hönd.

Fimm af þeim landsleikjum spilaði hann með aðalþjálfara Breiðabliks, Ólafi Inga Skúlasyni.

Frá því að hann lagði skóna á hilluna hefur Jón Guðni starfað við þjálfun yngri flokka en þetta verður hans fyrsta starf í meistaraflokksþjálfun.

Hann tekur við starfinu af Arnóri Sveini Aðalsteinssyni sem var aðstoðarþjálfari Halldórs Árnasonar á síðasta tímabili. 

„Við hlökkum til að sjá Jón Guðna vaxa og dafna í þjálfarahlutverkinu“ segir í tilkynningu Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×