Íslenski boltinn

Oliver hættur í fót­bolta vegna meiðsla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oliver Sigurjónsson fagnar góðum sigri með Blikum.
Oliver Sigurjónsson fagnar góðum sigri með Blikum.

Knattspyrnumaðurinn Oliver Sigurjónsson gaf það út í kvöld að knattspyrnuskórnir væru komnir upp á hillu.

„Nú er ég hættur í fótbolta vegna meiðsla. Sjúklega skemmtileg vegferð,“ skrifaði Oliver á samfélagsmiðla.

„Takk allir sem komu að mínum ferli og þá vil ég sérstaklega þakka konunni minni, mömmu og pabba. Ég er stoltur af sjálfum mér og mínum ferli. Hlakka til að halda áfram í fótbolta á öðruvísi hátt,“ skrifaði Oliver.

Hans síðasta tímabil var með Aftureldingu í Bestu deildinni í sumar þar sem hann lék sextán leiki á miðjunni.

Hann lék lengstum með Breiðabliki en reyndi fyrir sér í atvinnumennsku, fyrst mjög ungur með AGF í Danmörku og svo seinna með Bodö/Glimt í Noregi.

Hann kom aftur heim í Breiðablik og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Blikum áður en hann spilaði síðasta tímabil sitt í Mosfellsbænum.

Oliver lék tvo A-landsleiki fyrir Ísland og alls 52 leiki fyrir öll landsliðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×