Haaland skaut City á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erling Haaland kemur Manchester City yfir gegn Everton með hörkuskalla.
Erling Haaland kemur Manchester City yfir gegn Everton með hörkuskalla. getty/Carl Recine

Ekkert fær Erling Haaland stöðvað en hann skoraði bæði mörk Manchester City þegar liðið lagði Everton að velli, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Haaland er langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með ellefu mörk en hann hefur skorað í öllum leikjum City nema einum.

Norski framherjinn skoraði fyrra markið með skalla eftir fyrirgjöf frá Nico O'Reilly á 58. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti hann öðru marki með skoti úr vítateignum eftir sendingu Savinhos.

Með sigrinum tyllti City sér á topp deildarinnar með sextán stig en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð. Arsenal getur endurheimt toppsætið ef liðið fær stig gegn Fulham í leik sem hefst klukkan 16:30.

Everton er í 10. sæti deildarinnar með ellefu stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira