Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 16. október 2025 17:30 Síðustu vikur hafa tvö mál verið áberandi í umræðunni; skortur á úrræðum fyrir börn í vímuefnaneyslu og slæm staða í fangelsismálum. Í báðum málaflokkum er margumtöluð innviðaskuld átakanleg. Þarna birtast okkur mjög veikir hlekkir í keðjunni sem mótar velferðarkerfið okkar. En hvar byrjar þessi keðja? Erum við að standa okkur nógu vel þegar kemur að því að búa börnum og nýjum foreldrum til öruggt umhverfi? Síðan 2014 hafa Norðmenn verið að prófa sig áfram og rannsaka á sama tíma verkefnið Sammen pa vei. Fyrirmyndin er 40 ára alþjóðlegt verkefni sem heitir Nurse Family Partnership sem er til staðar í fjölda landa. Verkefnið er á vegum Barnaverndarstofu í Noregi og gengur út á að grípa tilvonandi mæður sem hafa upplifað áföll, alist upp við krefjandi aðstæður eða búa við veikt félagslegt umhverfi. Konum er boðið upp á stuðning á meðgöngu og á fyrstu árum barnsins, á viðkvæmasta mótunartíma hvers barns. Konurnar hafa aðgang að fagmanneskju sem þær geta leitað til án hindrana sem heimsækir líka móðurina aðra hvora viku. Viðkomandi hjálpar mæðrum að takast á við áskoranir sem þær standa frammi fyrir, hvort sem er að ná tökum á fjármálum, svara spurningum um uppeldi og leiðbeina um bestu aðferðir við umönnun barnanna og valdeflingu sem dæmi. Ég átti nýverið samtal við konu sem nýtti þessa þjónustu og gaf mér leyfi til að vitna í orð sín, með leyfi forseta: „Það var ómetanleg tilfinning að upplifa að maður væri séður af velferðarkerfinu á viðkvæmum tímamótum í lífinu. Stuðningurinn og eftirfylgnin sem ég fékk fyrstu tvö árin í lífi barnsins míns gaf mér styrkinn og sjálfstraustið sem ég þurfti til þess að koma í veg fyrir að barnið mitt erfði mín eigin áföll og áföll kynslóðanna á undan mér." Við þurfum ekki að finna upp hjólið, en við verðum að finna leiðir til að standa betur með foreldrum og búa börnum öruggt umhverfi. Mér finnst full ástæða til þess að skoða betur það sem hefur virkað í löndum sem við berum okkur saman við með það fyrir augum að styrkja velferðarkerfið okkar. Þess vegna ætla ég að fara aðeins betur ofan í saumana á þessu verkefni. Nánar um Family Nurse Partnership Eins og áður sagði er Family Nurse Partnership (FNP) stuðningsverkefni fyrir ungar mæður sem eru í viðkvæmri stöðu. Verkefnið nýtist bæði foreldrum og barni, en er unnið fyrst og fremst í gegnum móðurina. Maki móður tekur einnig virkan þátt sem styrkir framkvæmd verkefnisins og bætir árangur fyrir barnið eins og kemur fram í skýrslu Fatherhood Institute frá árinu 2022. Markmiðið er að styrkja foreldrahæfni, bæta heilsu og efla félagslega og efnahagslega stöðu fjölskyldunnar. FNP er leyfisbundið verkefni og þróað við háskólann í Colorado í Denver, Bandaríkjunum og er innleitt í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi, Skotlandi, Norður-Írlandi, Búlgaríu og Noregi. Á 40 ára líftíma verkefnisins hefur orðið til alþjóðlegt net fagfólks sem deilir reynslu milli landa, en verkefnið er rannsóknarbundið. Rannsóknir sýna að FNP stuðlar að verulegum umbótum fyrir mæður og börn þeirra bæði heilsufarslega og félagslega. Langtímarannsóknir sem gerðar voru í Bandaríkjunum og Kanada sýna að konur sem taka þátt í FNP eru líklegri til að ganga með börnin sín fulla meðgöngu og fæða börn í eðlilegri fæðingarþyngd. Þær eru líklegri til að halda áfram brjóstagjöf og nýta bólusetningar í samræmi við leiðbeiningar og ólíklegri til að reykja á meðgöngu eða hefja tóbaksnotkun á ný eftir fæðingu. Þátttakendur í verkefninu eru líklegri til að halda áfram námi eða verða aftur virk í atvinnuþátttöku. Verkefnið hefur jákvæð áhrif á sjálfstæði og framtíðarhorfur mæðranna, ekki aðeins á heilsu þeirra og barna heldur árangur í lífinu almennt. Langtímarannsóknir sýna að börn mæðra sem fengu stuðning í gegnum NFP eru með betri námsárangur og félagsfærni, minni hegðunarvandamál og eru ólíklegri til að verða skjólstæðingar lögreglu og dómskerfisins. Einnig hefur komið í ljós að mæðurnar sjálfar eru ólíklegri til að verða fyrir ofbeldi eða beita ofbeldi. Greiningar sýna að fyrir hvern dollara sem fjárfest er í FNP geta sparast þrír til sex dollarar til lengri tíma í heilbrigðis-, mennta- og réttarkerfi. Árangurinn byggir ekki aðeins á fræðslu, heldur á tengslum, trúnaði og samfelldri eftirfylgni. Mæðurnar fá einstaklingsmiðaða þjónustu frá einstaklingi sem þær treysta og hefur hlotið sérstaka þjálfun til að sinna verkefninu. FNP sýnir að snemmtæk íhlutun virkar þegar ungar mæður í viðkvæmri stöðu fá raunverulegan stuðning, trúnað og fræðslu frá fagfólki. Börn geta villst af leið vegna ýmissa ástæða og vandi þeirra á sér ekki alltaf rætur í uppeldi eða félagslegum aðstæðum, en í einhverjum tilfellum er það þó þannig. Allir foreldrar vilja gera sitt besta en það getur verið flókið að rjúfa vítahring áfalla fyrri kynslóða og koma í veg fyrir að þau flytjist áfram til nýrra kynslóða. Eins og rannsóknir á FNP sýna fram á þá geta utanaðkomandi langtímaaðstoð á þessum viðkvæma tímapunkti í lífi ungra kvenna gert gæfumun, bæði fyrir þær og ekki síður börnin. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fangelsismál Fíkn Fjölskyldumál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa tvö mál verið áberandi í umræðunni; skortur á úrræðum fyrir börn í vímuefnaneyslu og slæm staða í fangelsismálum. Í báðum málaflokkum er margumtöluð innviðaskuld átakanleg. Þarna birtast okkur mjög veikir hlekkir í keðjunni sem mótar velferðarkerfið okkar. En hvar byrjar þessi keðja? Erum við að standa okkur nógu vel þegar kemur að því að búa börnum og nýjum foreldrum til öruggt umhverfi? Síðan 2014 hafa Norðmenn verið að prófa sig áfram og rannsaka á sama tíma verkefnið Sammen pa vei. Fyrirmyndin er 40 ára alþjóðlegt verkefni sem heitir Nurse Family Partnership sem er til staðar í fjölda landa. Verkefnið er á vegum Barnaverndarstofu í Noregi og gengur út á að grípa tilvonandi mæður sem hafa upplifað áföll, alist upp við krefjandi aðstæður eða búa við veikt félagslegt umhverfi. Konum er boðið upp á stuðning á meðgöngu og á fyrstu árum barnsins, á viðkvæmasta mótunartíma hvers barns. Konurnar hafa aðgang að fagmanneskju sem þær geta leitað til án hindrana sem heimsækir líka móðurina aðra hvora viku. Viðkomandi hjálpar mæðrum að takast á við áskoranir sem þær standa frammi fyrir, hvort sem er að ná tökum á fjármálum, svara spurningum um uppeldi og leiðbeina um bestu aðferðir við umönnun barnanna og valdeflingu sem dæmi. Ég átti nýverið samtal við konu sem nýtti þessa þjónustu og gaf mér leyfi til að vitna í orð sín, með leyfi forseta: „Það var ómetanleg tilfinning að upplifa að maður væri séður af velferðarkerfinu á viðkvæmum tímamótum í lífinu. Stuðningurinn og eftirfylgnin sem ég fékk fyrstu tvö árin í lífi barnsins míns gaf mér styrkinn og sjálfstraustið sem ég þurfti til þess að koma í veg fyrir að barnið mitt erfði mín eigin áföll og áföll kynslóðanna á undan mér." Við þurfum ekki að finna upp hjólið, en við verðum að finna leiðir til að standa betur með foreldrum og búa börnum öruggt umhverfi. Mér finnst full ástæða til þess að skoða betur það sem hefur virkað í löndum sem við berum okkur saman við með það fyrir augum að styrkja velferðarkerfið okkar. Þess vegna ætla ég að fara aðeins betur ofan í saumana á þessu verkefni. Nánar um Family Nurse Partnership Eins og áður sagði er Family Nurse Partnership (FNP) stuðningsverkefni fyrir ungar mæður sem eru í viðkvæmri stöðu. Verkefnið nýtist bæði foreldrum og barni, en er unnið fyrst og fremst í gegnum móðurina. Maki móður tekur einnig virkan þátt sem styrkir framkvæmd verkefnisins og bætir árangur fyrir barnið eins og kemur fram í skýrslu Fatherhood Institute frá árinu 2022. Markmiðið er að styrkja foreldrahæfni, bæta heilsu og efla félagslega og efnahagslega stöðu fjölskyldunnar. FNP er leyfisbundið verkefni og þróað við háskólann í Colorado í Denver, Bandaríkjunum og er innleitt í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi, Skotlandi, Norður-Írlandi, Búlgaríu og Noregi. Á 40 ára líftíma verkefnisins hefur orðið til alþjóðlegt net fagfólks sem deilir reynslu milli landa, en verkefnið er rannsóknarbundið. Rannsóknir sýna að FNP stuðlar að verulegum umbótum fyrir mæður og börn þeirra bæði heilsufarslega og félagslega. Langtímarannsóknir sem gerðar voru í Bandaríkjunum og Kanada sýna að konur sem taka þátt í FNP eru líklegri til að ganga með börnin sín fulla meðgöngu og fæða börn í eðlilegri fæðingarþyngd. Þær eru líklegri til að halda áfram brjóstagjöf og nýta bólusetningar í samræmi við leiðbeiningar og ólíklegri til að reykja á meðgöngu eða hefja tóbaksnotkun á ný eftir fæðingu. Þátttakendur í verkefninu eru líklegri til að halda áfram námi eða verða aftur virk í atvinnuþátttöku. Verkefnið hefur jákvæð áhrif á sjálfstæði og framtíðarhorfur mæðranna, ekki aðeins á heilsu þeirra og barna heldur árangur í lífinu almennt. Langtímarannsóknir sýna að börn mæðra sem fengu stuðning í gegnum NFP eru með betri námsárangur og félagsfærni, minni hegðunarvandamál og eru ólíklegri til að verða skjólstæðingar lögreglu og dómskerfisins. Einnig hefur komið í ljós að mæðurnar sjálfar eru ólíklegri til að verða fyrir ofbeldi eða beita ofbeldi. Greiningar sýna að fyrir hvern dollara sem fjárfest er í FNP geta sparast þrír til sex dollarar til lengri tíma í heilbrigðis-, mennta- og réttarkerfi. Árangurinn byggir ekki aðeins á fræðslu, heldur á tengslum, trúnaði og samfelldri eftirfylgni. Mæðurnar fá einstaklingsmiðaða þjónustu frá einstaklingi sem þær treysta og hefur hlotið sérstaka þjálfun til að sinna verkefninu. FNP sýnir að snemmtæk íhlutun virkar þegar ungar mæður í viðkvæmri stöðu fá raunverulegan stuðning, trúnað og fræðslu frá fagfólki. Börn geta villst af leið vegna ýmissa ástæða og vandi þeirra á sér ekki alltaf rætur í uppeldi eða félagslegum aðstæðum, en í einhverjum tilfellum er það þó þannig. Allir foreldrar vilja gera sitt besta en það getur verið flókið að rjúfa vítahring áfalla fyrri kynslóða og koma í veg fyrir að þau flytjist áfram til nýrra kynslóða. Eins og rannsóknir á FNP sýna fram á þá geta utanaðkomandi langtímaaðstoð á þessum viðkvæma tímapunkti í lífi ungra kvenna gert gæfumun, bæði fyrir þær og ekki síður börnin. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar