Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. október 2025 09:31 Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni. Þannig hefur baráttufólk fyrir hagsmunum hreyfihamlaðs fólks bent á að skipulagsáætlanir nýrra hverfa í Reykjavík gangi freklega gegn grunnréttindum þeirra - fari jafnvel gegn lagaskyldum um aðgengi. Ítrekaðar kröfur, ábendingar og athugasemdir frá þeim hafa þó engar undirtektir fengið frá meirihlutanum í borginni. Ég tók málið því upp á Alþingi í formi fyrirspurnar til ráðherra málaflokks fatlaðs fólks, Ingu Sæland, en flokkur hennar fer auðvitað einnig með völd í Reykjavíkurborg. Meðal þess sem er augljóst brot á réttindum þessa hóps eru áform meirihlutans í Reykjavík um að útrýma bílastæðum og uppbygging einhvers konar miðlægra bílastæðahúsa í úthverfum. Framtíðarsýn sem gerir ekki ráð fyrir fjölskyldum með lítil börn. Fyrir eldra fólki. Fyrir fólki með fötlun. Sem á sér ákveðna samsvörun í skáldsögu Huxleys Veröld ný og góð. Það er auðvitað ótrúleg staða sem upp er komin, og mikið skref aftur á bak, þegar hreyfihamlað fólk þarf að lúslesa torskilin og oft á tíðum falin skipulagsgögn til að tryggja grundvallaraðgengi. Rétt sem við höfum tryggt kirfilega í lögum og reglugerðum. Jafnvel hefur verið fullyrt að með framferði sínu sé meirihlutinn í Reykjavík að færa aðgengismál 30 ár aftur í tímann. Ráðherrann er einörð baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun. Mér þótti því mikilvægt að kalla fram afstöðu hennar til þessara mála. Í svörum hennar í þinginu rakti hún í löngu máli gildandi lög og reglur um skipulagsmál, en gerði þó lítið úr aðkomu Flokks fólksins að stjórn Reykjavíkurborgar. Að lokum fékkst þó upp úr ráðherranum að flokkurinn myndi gera „allt sem í þeirra valdi stæði“ til að gæta að aðgengismálum hreyfihamlaðs fólks. Ég hefði gjarnan viljað heyra afdráttarlausari yfirlýsingar frá formanni Flokks fólksins, en fulltrúar flokksins gegna nú margvíslegum valdastöðum bæði hjá ríki og borg. Yfirlýsingar um að það myndi ekki gerast á þeirra vakt, í þeirra umboði, að hreyfihömluðu fólki yrði úthýst af stórum svæðum höfuðborgarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Skipulag Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni. Þannig hefur baráttufólk fyrir hagsmunum hreyfihamlaðs fólks bent á að skipulagsáætlanir nýrra hverfa í Reykjavík gangi freklega gegn grunnréttindum þeirra - fari jafnvel gegn lagaskyldum um aðgengi. Ítrekaðar kröfur, ábendingar og athugasemdir frá þeim hafa þó engar undirtektir fengið frá meirihlutanum í borginni. Ég tók málið því upp á Alþingi í formi fyrirspurnar til ráðherra málaflokks fatlaðs fólks, Ingu Sæland, en flokkur hennar fer auðvitað einnig með völd í Reykjavíkurborg. Meðal þess sem er augljóst brot á réttindum þessa hóps eru áform meirihlutans í Reykjavík um að útrýma bílastæðum og uppbygging einhvers konar miðlægra bílastæðahúsa í úthverfum. Framtíðarsýn sem gerir ekki ráð fyrir fjölskyldum með lítil börn. Fyrir eldra fólki. Fyrir fólki með fötlun. Sem á sér ákveðna samsvörun í skáldsögu Huxleys Veröld ný og góð. Það er auðvitað ótrúleg staða sem upp er komin, og mikið skref aftur á bak, þegar hreyfihamlað fólk þarf að lúslesa torskilin og oft á tíðum falin skipulagsgögn til að tryggja grundvallaraðgengi. Rétt sem við höfum tryggt kirfilega í lögum og reglugerðum. Jafnvel hefur verið fullyrt að með framferði sínu sé meirihlutinn í Reykjavík að færa aðgengismál 30 ár aftur í tímann. Ráðherrann er einörð baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun. Mér þótti því mikilvægt að kalla fram afstöðu hennar til þessara mála. Í svörum hennar í þinginu rakti hún í löngu máli gildandi lög og reglur um skipulagsmál, en gerði þó lítið úr aðkomu Flokks fólksins að stjórn Reykjavíkurborgar. Að lokum fékkst þó upp úr ráðherranum að flokkurinn myndi gera „allt sem í þeirra valdi stæði“ til að gæta að aðgengismálum hreyfihamlaðs fólks. Ég hefði gjarnan viljað heyra afdráttarlausari yfirlýsingar frá formanni Flokks fólksins, en fulltrúar flokksins gegna nú margvíslegum valdastöðum bæði hjá ríki og borg. Yfirlýsingar um að það myndi ekki gerast á þeirra vakt, í þeirra umboði, að hreyfihömluðu fólki yrði úthýst af stórum svæðum höfuðborgarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun