Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. október 2025 09:31 Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni. Þannig hefur baráttufólk fyrir hagsmunum hreyfihamlaðs fólks bent á að skipulagsáætlanir nýrra hverfa í Reykjavík gangi freklega gegn grunnréttindum þeirra - fari jafnvel gegn lagaskyldum um aðgengi. Ítrekaðar kröfur, ábendingar og athugasemdir frá þeim hafa þó engar undirtektir fengið frá meirihlutanum í borginni. Ég tók málið því upp á Alþingi í formi fyrirspurnar til ráðherra málaflokks fatlaðs fólks, Ingu Sæland, en flokkur hennar fer auðvitað einnig með völd í Reykjavíkurborg. Meðal þess sem er augljóst brot á réttindum þessa hóps eru áform meirihlutans í Reykjavík um að útrýma bílastæðum og uppbygging einhvers konar miðlægra bílastæðahúsa í úthverfum. Framtíðarsýn sem gerir ekki ráð fyrir fjölskyldum með lítil börn. Fyrir eldra fólki. Fyrir fólki með fötlun. Sem á sér ákveðna samsvörun í skáldsögu Huxleys Veröld ný og góð. Það er auðvitað ótrúleg staða sem upp er komin, og mikið skref aftur á bak, þegar hreyfihamlað fólk þarf að lúslesa torskilin og oft á tíðum falin skipulagsgögn til að tryggja grundvallaraðgengi. Rétt sem við höfum tryggt kirfilega í lögum og reglugerðum. Jafnvel hefur verið fullyrt að með framferði sínu sé meirihlutinn í Reykjavík að færa aðgengismál 30 ár aftur í tímann. Ráðherrann er einörð baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun. Mér þótti því mikilvægt að kalla fram afstöðu hennar til þessara mála. Í svörum hennar í þinginu rakti hún í löngu máli gildandi lög og reglur um skipulagsmál, en gerði þó lítið úr aðkomu Flokks fólksins að stjórn Reykjavíkurborgar. Að lokum fékkst þó upp úr ráðherranum að flokkurinn myndi gera „allt sem í þeirra valdi stæði“ til að gæta að aðgengismálum hreyfihamlaðs fólks. Ég hefði gjarnan viljað heyra afdráttarlausari yfirlýsingar frá formanni Flokks fólksins, en fulltrúar flokksins gegna nú margvíslegum valdastöðum bæði hjá ríki og borg. Yfirlýsingar um að það myndi ekki gerast á þeirra vakt, í þeirra umboði, að hreyfihömluðu fólki yrði úthýst af stórum svæðum höfuðborgarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Skipulag Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni. Þannig hefur baráttufólk fyrir hagsmunum hreyfihamlaðs fólks bent á að skipulagsáætlanir nýrra hverfa í Reykjavík gangi freklega gegn grunnréttindum þeirra - fari jafnvel gegn lagaskyldum um aðgengi. Ítrekaðar kröfur, ábendingar og athugasemdir frá þeim hafa þó engar undirtektir fengið frá meirihlutanum í borginni. Ég tók málið því upp á Alþingi í formi fyrirspurnar til ráðherra málaflokks fatlaðs fólks, Ingu Sæland, en flokkur hennar fer auðvitað einnig með völd í Reykjavíkurborg. Meðal þess sem er augljóst brot á réttindum þessa hóps eru áform meirihlutans í Reykjavík um að útrýma bílastæðum og uppbygging einhvers konar miðlægra bílastæðahúsa í úthverfum. Framtíðarsýn sem gerir ekki ráð fyrir fjölskyldum með lítil börn. Fyrir eldra fólki. Fyrir fólki með fötlun. Sem á sér ákveðna samsvörun í skáldsögu Huxleys Veröld ný og góð. Það er auðvitað ótrúleg staða sem upp er komin, og mikið skref aftur á bak, þegar hreyfihamlað fólk þarf að lúslesa torskilin og oft á tíðum falin skipulagsgögn til að tryggja grundvallaraðgengi. Rétt sem við höfum tryggt kirfilega í lögum og reglugerðum. Jafnvel hefur verið fullyrt að með framferði sínu sé meirihlutinn í Reykjavík að færa aðgengismál 30 ár aftur í tímann. Ráðherrann er einörð baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun. Mér þótti því mikilvægt að kalla fram afstöðu hennar til þessara mála. Í svörum hennar í þinginu rakti hún í löngu máli gildandi lög og reglur um skipulagsmál, en gerði þó lítið úr aðkomu Flokks fólksins að stjórn Reykjavíkurborgar. Að lokum fékkst þó upp úr ráðherranum að flokkurinn myndi gera „allt sem í þeirra valdi stæði“ til að gæta að aðgengismálum hreyfihamlaðs fólks. Ég hefði gjarnan viljað heyra afdráttarlausari yfirlýsingar frá formanni Flokks fólksins, en fulltrúar flokksins gegna nú margvíslegum valdastöðum bæði hjá ríki og borg. Yfirlýsingar um að það myndi ekki gerast á þeirra vakt, í þeirra umboði, að hreyfihömluðu fólki yrði úthýst af stórum svæðum höfuðborgarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar