Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar 9. október 2025 18:01 Það vakti athygli mína í sumar þegar Hafnarfjarðarbær birti tilkynningu á heimasíðu sinni um að samið hefði verið við fyrirtækið Í-mat ehf. um skólamáltíðir fyrir alla leik- og grunnskóla bæjarins og frístundaheimilin í bænum. Góðar fréttir enda mikilvægt að börnum sé boðið upp á hollan og góðan mat í skólum að kostnaðarlausu fyrir foreldra. En það sem vakti athygli mína var það sem ekki kom fram í tilkynningunni, þ.e. hvernig kom það til að samið var við þetta tiltekna fyrirtæki um þjónustuna og hvert væri innihald samningsins. Með krókaleiðum má komast að því að bæjaryfirvöld hafa í raun þagað þunnu hljóði yfir þeirri staðreynd að ekkert fyrirtæki virðist hafa séð hag sinn í að bjóða í verkið. Það vekur upp spurningar enda er um að ræða eitt stærsta þjónustuútboð ef ekki hreinlega það stærsta sem þriðja stærsta sveitarfélag landsins hefur ráðist í: Voru útboðsskilmálar óljósir eða óraunhæfir? Hvernig kom það til að samið var við lítið og reynslulaust fyrirtæki um svo stórt og viðmiðamikið verkefni, var það að frumkvæði bæjaryfirvalda eða eigenda fyrirtækisins? Var fleiri fyrirtækjum boðið til viðræðna? Lög um opinber innkaup eru skýr um gagnsæi við innkaup opinberra aðila. Í því ljósi er auðvitað ámælisvert fyrir Hafnarfjarðarbæ að kynna ekki betur svo stóran og kostnaðarsaman samning en gera má ráð fyrir að hann hlaupi á milljörðum ef ekki tugum milljarða króna á samningstímanum. Þá vekur furðu að ekkert skuli heyrast frá kjörnum fulltrúum um málið, hvorki fulltrúum meirihlutans né fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn. Um leið og samningsaðilum er óskað velgegni í samstarfinu er hér með kallað eftir því að bærinn upplýsi um aðdraganda þess að gengið var til samninga við umrætt fyrirtæki og kynni innihald samningsins fyrir bæjarbúum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Davíð Arnar Stefánsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína í sumar þegar Hafnarfjarðarbær birti tilkynningu á heimasíðu sinni um að samið hefði verið við fyrirtækið Í-mat ehf. um skólamáltíðir fyrir alla leik- og grunnskóla bæjarins og frístundaheimilin í bænum. Góðar fréttir enda mikilvægt að börnum sé boðið upp á hollan og góðan mat í skólum að kostnaðarlausu fyrir foreldra. En það sem vakti athygli mína var það sem ekki kom fram í tilkynningunni, þ.e. hvernig kom það til að samið var við þetta tiltekna fyrirtæki um þjónustuna og hvert væri innihald samningsins. Með krókaleiðum má komast að því að bæjaryfirvöld hafa í raun þagað þunnu hljóði yfir þeirri staðreynd að ekkert fyrirtæki virðist hafa séð hag sinn í að bjóða í verkið. Það vekur upp spurningar enda er um að ræða eitt stærsta þjónustuútboð ef ekki hreinlega það stærsta sem þriðja stærsta sveitarfélag landsins hefur ráðist í: Voru útboðsskilmálar óljósir eða óraunhæfir? Hvernig kom það til að samið var við lítið og reynslulaust fyrirtæki um svo stórt og viðmiðamikið verkefni, var það að frumkvæði bæjaryfirvalda eða eigenda fyrirtækisins? Var fleiri fyrirtækjum boðið til viðræðna? Lög um opinber innkaup eru skýr um gagnsæi við innkaup opinberra aðila. Í því ljósi er auðvitað ámælisvert fyrir Hafnarfjarðarbæ að kynna ekki betur svo stóran og kostnaðarsaman samning en gera má ráð fyrir að hann hlaupi á milljörðum ef ekki tugum milljarða króna á samningstímanum. Þá vekur furðu að ekkert skuli heyrast frá kjörnum fulltrúum um málið, hvorki fulltrúum meirihlutans né fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn. Um leið og samningsaðilum er óskað velgegni í samstarfinu er hér með kallað eftir því að bærinn upplýsi um aðdraganda þess að gengið var til samninga við umrætt fyrirtæki og kynni innihald samningsins fyrir bæjarbúum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun