Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar 3. október 2025 13:30 Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Sem kona á barneignaraldri get ég sagt ykur að svarið er ekki dularfull ráðgáta sem þarf að ígrunda vel. Reikningsdæmið fyrir ungt fólk sem vill eignast börn gengur einfaldlega ekki upp, nema það hafi verulegan fjárhagslegan stuðning eða mjög gott bakland. Börn eru tilgangur – ekki byrði Börn eru það dýrmætasta sem við eigum. Þau eru tilgangur lífsins og framtíð samfélagsins. En þegar horft er á kerfið í kringum foreldrahlutverkið blasir annað við: íþyngjandi fjárhagsstaða heimila, hávaxtastefna, biðlistar eftir leikskólaplássi og kostnaður við einkaaðstoð valda því að margir foreldrar sjá ekki hvernig þeir geti samræmt fjölskyldulíf og fjárhagslegt öryggi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla Leikskóla og dagmömmu kerfið var hornsteinn jafnréttisbyltingarinnar á Íslandi. Með tryggri leikskólavist að loknu fæðingarorlofi gátu mæður og feður tekið virkan þátt á vinnumarkaði án þess að fórna fjölskyldulífinu. Nú stendur stór hluti foreldra hins vegar frammi fyrir margra mánaða, jafnvel rúmlega árs bið þar til opinber úrræði eru til staðar. Afleiðingin er sú að foreldrar fresta barneignum. Þetta birtist skýrt í tölum: konur með meiri menntun og hærri tekjur eignast enn börn, því þær hafa ráð á því. Aðrir sitja eftir. Tillögur í Reykjavíkurborgar eru skref í ranga átt Í gær kynnti Reykjavíkurborg nýjar tillögur um breytt fyrirkomulag leikskólamála. Þær gætu allt eins heitið: „Aukum álag á barnafjölskyldur og minnkum jafnrétti kynjanna í stað þess að gera starf leikskólakennara aðlaðandi.“ Slíkar tillögur sýna að við erum að horfa á leikskóla sem kostnaðarmál sem þarf að þrengja að í stað þess að líta á þá sem fjárfestingu í börnum, fjölskyldum og framtíð samfélagsins. Þetta er ekki lausn, þetta er uppgjöf. Við þurfum að gera starf leikskólakennara aðlaðandi, finna undir það viðeigandi húsnæði og byggja upp öflugt leikskólakerfi. Að öðrum kosti erum við einfaldlega að velta kostnaðinum yfir á foreldra, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir jafnrétti og barneignir. Þetta er ekki náttúruleg þróun Það að fækkun fæðinga og seinkun á barneignum sé að verða staðreynd er ekki óútskýranlegt. Þetta er bein afleiðing af aðgerðaleysi í leikskólamálum. Aðgengi að leikskólum er ekki „lúxus“ heldur nauðsyn. Þetta er grunnforsenda jafnréttis, fjölskylduvæns samfélags og framtíðar barna okkar. Ákall til leiðtoga Ef leiðtogar okkar vilja raunverulega snúa þessari þróun við og tryggja jafnt tækifæri fyrir alla foreldra, þá verður að fjárfesta í fjölskyldumálum sem skyldi og fara að koma fram við leikskóla sem þá stoð sem þeir raunverulega eru, ekki þjónustu sem raun og veru engum ber lagaleg skylda til að sinna. Það er ekki nóg að tala um jafnrétti, fjölskylduvænt samfélag og mikilvægi barna. Verk þurfa að fylgja. Leikskólar eru hornsteinn samfélagsins og lykillinn að því að ungt fólk treysti sér til að eignast börn þegar það vill. Ekki aðeins þegar bankareikningurinn leyfir það. Höfundur er rekstrarstjóri og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Sem kona á barneignaraldri get ég sagt ykur að svarið er ekki dularfull ráðgáta sem þarf að ígrunda vel. Reikningsdæmið fyrir ungt fólk sem vill eignast börn gengur einfaldlega ekki upp, nema það hafi verulegan fjárhagslegan stuðning eða mjög gott bakland. Börn eru tilgangur – ekki byrði Börn eru það dýrmætasta sem við eigum. Þau eru tilgangur lífsins og framtíð samfélagsins. En þegar horft er á kerfið í kringum foreldrahlutverkið blasir annað við: íþyngjandi fjárhagsstaða heimila, hávaxtastefna, biðlistar eftir leikskólaplássi og kostnaður við einkaaðstoð valda því að margir foreldrar sjá ekki hvernig þeir geti samræmt fjölskyldulíf og fjárhagslegt öryggi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla Leikskóla og dagmömmu kerfið var hornsteinn jafnréttisbyltingarinnar á Íslandi. Með tryggri leikskólavist að loknu fæðingarorlofi gátu mæður og feður tekið virkan þátt á vinnumarkaði án þess að fórna fjölskyldulífinu. Nú stendur stór hluti foreldra hins vegar frammi fyrir margra mánaða, jafnvel rúmlega árs bið þar til opinber úrræði eru til staðar. Afleiðingin er sú að foreldrar fresta barneignum. Þetta birtist skýrt í tölum: konur með meiri menntun og hærri tekjur eignast enn börn, því þær hafa ráð á því. Aðrir sitja eftir. Tillögur í Reykjavíkurborgar eru skref í ranga átt Í gær kynnti Reykjavíkurborg nýjar tillögur um breytt fyrirkomulag leikskólamála. Þær gætu allt eins heitið: „Aukum álag á barnafjölskyldur og minnkum jafnrétti kynjanna í stað þess að gera starf leikskólakennara aðlaðandi.“ Slíkar tillögur sýna að við erum að horfa á leikskóla sem kostnaðarmál sem þarf að þrengja að í stað þess að líta á þá sem fjárfestingu í börnum, fjölskyldum og framtíð samfélagsins. Þetta er ekki lausn, þetta er uppgjöf. Við þurfum að gera starf leikskólakennara aðlaðandi, finna undir það viðeigandi húsnæði og byggja upp öflugt leikskólakerfi. Að öðrum kosti erum við einfaldlega að velta kostnaðinum yfir á foreldra, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir jafnrétti og barneignir. Þetta er ekki náttúruleg þróun Það að fækkun fæðinga og seinkun á barneignum sé að verða staðreynd er ekki óútskýranlegt. Þetta er bein afleiðing af aðgerðaleysi í leikskólamálum. Aðgengi að leikskólum er ekki „lúxus“ heldur nauðsyn. Þetta er grunnforsenda jafnréttis, fjölskylduvæns samfélags og framtíðar barna okkar. Ákall til leiðtoga Ef leiðtogar okkar vilja raunverulega snúa þessari þróun við og tryggja jafnt tækifæri fyrir alla foreldra, þá verður að fjárfesta í fjölskyldumálum sem skyldi og fara að koma fram við leikskóla sem þá stoð sem þeir raunverulega eru, ekki þjónustu sem raun og veru engum ber lagaleg skylda til að sinna. Það er ekki nóg að tala um jafnrétti, fjölskylduvænt samfélag og mikilvægi barna. Verk þurfa að fylgja. Leikskólar eru hornsteinn samfélagsins og lykillinn að því að ungt fólk treysti sér til að eignast börn þegar það vill. Ekki aðeins þegar bankareikningurinn leyfir það. Höfundur er rekstrarstjóri og móðir.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun