Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar 27. september 2025 11:32 Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Mynstrið er alltaf hið sama. Þegar Samfylkingin er við stjórn lofar Sjálfstæðisflokkurinn að laga fjármálin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn lofar Samfylkingin hinu sama. Þeir takast á með tómum orðum en niðurstaðan verður alltaf sú sama: hallarekstur, skuldaaukning og sífellt meira fé er varið í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu bæjarins að gera. Nú í vikunni birtust greinar frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar þar sem fjallað er um „bullandi hallarekstur“ bæjarsjóðs og „reddingar meirihlutans“. Sjálfstæðisflokkurinn svarar greinunum síðan um hæl og fullyrðir að staða bæjarsjóðs sé sterk. Þar með lýkur umræðunni, eins og alltaf. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp hver staðan var síðast þegar Samfylkingin stýrði bænum. Skuldahlutfall bæjarins fór þegar verst lét yfir 190 prósent og var Hafnarfjarðarbær í raun gjaldþrota. Þrátt fyrir þá staðreynd á nú að selja íbúum Hafnarfjarðarbæjar að Samfylkingin sé réttur aðili til að laga stöðu bæjarsjóðs. Það þarf meira en innantómar rökræður til að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Það þarf kjark til að spyrja af hverju Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin, með miklum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð og auknu álagi á grunninnviði bæjarins. Það þarf einhver að spyrja hvers vegna Hafnfirðingar, sem fáir hafa verið að óska eftir ofurstrætisvagni og fleiri hjólastígum, eigi að greiða háan reikning fyrir Borgarlínuna þrátt fyrir að þeir fái lítið til baka í úrbætur á stofnvegum sem raunverulega skipta máli fyrir bæjarbúa. Það þarf líka að spyrja hvers vegna fé bæjarins er varið í dýr hugmyndafræðileg verkefni sem bæta ekki líf íbúa Hafnarfjarðar með nokkrum hætti. Þessar spurningar, og fleiri, eru allt spurningar sem enginn þeirra flokka sem nú sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa viljað svara, nú eða taka nokkra umræðu um. Segja má að málin hafi þróast þannig að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í Hafnarfirði hafa runnið saman í eina hugmyndafræðilega blokk. Flokkarnir skiptast á að vera í meiri- og minnihluta en stefnan breytist lítið við skiptin og er niðurstaðan alltaf sú hin sama: auknar skuldir, dýr gæluverkefni og skortur á vilja til að takast á við erfið mál sem koma upp. Það er dálítið lýsandi fyrir stöðuna að í samtölum við Hafnfirðinga hefur komið í ljós að margir hverjir vita ekki einu sinni hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn séu í meirihluta. Miðflokkurinn í Hafnarfirði mun ekki taka þátt í þessu leikriti og hyggst fara inn í sveitastjórnarkosningarnar sem mótsvar við þessari umbúðapólitík samstarfsflokkanna fjögurra. Á meðan hinir flokkarnir deila um í hvaða lit eigi að mála forstofuna, vill Miðflokkurinn að húsið sé rifið og byggt uppá nýtt. Við viljum að útsvari Hafnfirðinga verði forgangsraðað þannig að þau fari í grunnþjónustu, hvort sem það eru málefni fjölskyldna í bæjarfélaginu, skóla- og leikskólamál eða þjónusta við eldri borgara. Á móti kemur viljum við skera niður öll óþarfa útgjöld og tryggja að útsvarsgreiðslur Hafnfirðinga séu ekki að fara í gæluverkefni sem samrýmast þeirri hugmyndafræði sem er í tísku hverju sinni. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Miðflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Mynstrið er alltaf hið sama. Þegar Samfylkingin er við stjórn lofar Sjálfstæðisflokkurinn að laga fjármálin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn lofar Samfylkingin hinu sama. Þeir takast á með tómum orðum en niðurstaðan verður alltaf sú sama: hallarekstur, skuldaaukning og sífellt meira fé er varið í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu bæjarins að gera. Nú í vikunni birtust greinar frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar þar sem fjallað er um „bullandi hallarekstur“ bæjarsjóðs og „reddingar meirihlutans“. Sjálfstæðisflokkurinn svarar greinunum síðan um hæl og fullyrðir að staða bæjarsjóðs sé sterk. Þar með lýkur umræðunni, eins og alltaf. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp hver staðan var síðast þegar Samfylkingin stýrði bænum. Skuldahlutfall bæjarins fór þegar verst lét yfir 190 prósent og var Hafnarfjarðarbær í raun gjaldþrota. Þrátt fyrir þá staðreynd á nú að selja íbúum Hafnarfjarðarbæjar að Samfylkingin sé réttur aðili til að laga stöðu bæjarsjóðs. Það þarf meira en innantómar rökræður til að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Það þarf kjark til að spyrja af hverju Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin, með miklum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð og auknu álagi á grunninnviði bæjarins. Það þarf einhver að spyrja hvers vegna Hafnfirðingar, sem fáir hafa verið að óska eftir ofurstrætisvagni og fleiri hjólastígum, eigi að greiða háan reikning fyrir Borgarlínuna þrátt fyrir að þeir fái lítið til baka í úrbætur á stofnvegum sem raunverulega skipta máli fyrir bæjarbúa. Það þarf líka að spyrja hvers vegna fé bæjarins er varið í dýr hugmyndafræðileg verkefni sem bæta ekki líf íbúa Hafnarfjarðar með nokkrum hætti. Þessar spurningar, og fleiri, eru allt spurningar sem enginn þeirra flokka sem nú sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa viljað svara, nú eða taka nokkra umræðu um. Segja má að málin hafi þróast þannig að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í Hafnarfirði hafa runnið saman í eina hugmyndafræðilega blokk. Flokkarnir skiptast á að vera í meiri- og minnihluta en stefnan breytist lítið við skiptin og er niðurstaðan alltaf sú hin sama: auknar skuldir, dýr gæluverkefni og skortur á vilja til að takast á við erfið mál sem koma upp. Það er dálítið lýsandi fyrir stöðuna að í samtölum við Hafnfirðinga hefur komið í ljós að margir hverjir vita ekki einu sinni hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn séu í meirihluta. Miðflokkurinn í Hafnarfirði mun ekki taka þátt í þessu leikriti og hyggst fara inn í sveitastjórnarkosningarnar sem mótsvar við þessari umbúðapólitík samstarfsflokkanna fjögurra. Á meðan hinir flokkarnir deila um í hvaða lit eigi að mála forstofuna, vill Miðflokkurinn að húsið sé rifið og byggt uppá nýtt. Við viljum að útsvari Hafnfirðinga verði forgangsraðað þannig að þau fari í grunnþjónustu, hvort sem það eru málefni fjölskyldna í bæjarfélaginu, skóla- og leikskólamál eða þjónusta við eldri borgara. Á móti kemur viljum við skera niður öll óþarfa útgjöld og tryggja að útsvarsgreiðslur Hafnfirðinga séu ekki að fara í gæluverkefni sem samrýmast þeirri hugmyndafræði sem er í tísku hverju sinni. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun