Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar 10. september 2025 07:33 Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tilkynnt með nýjum fjárlögum að þau hyggjast hækka hámark fæðingarorlofsgreiðslna úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur, en sá galli er á gjöf Njarðar að þetta gildir aðeins um foreldra þeirra barna sem fædd verða árið 2026 og síðar. Hvað með alla þá foreldra sem eru í fæðingarorlofi meirihluta eða jafnvel allt næsta ár vegna barna sem fædd eru árið 2025, eða jafnvel barna fædd árið 2024. Fæðingarorlofið má nýta fram að tveggja ára afmælisdegi barns, og eins og staðan er t.d. í Reykjavík eru margir foreldrar líklega í þeirri stöðu að teygja fæðingarorlofið eins og langt og þeir mögulega geta, þar til barnið kemst á leikskóla. Setjum dæmið aðeins öðruvísi upp, nú voru öryrkjar að fá hækkun á sínum bótum, hvernig myndum við bregðast við því ef aðeins þeir sem byrja á að fá örorkubótum á næsta ári myndu fá þessa hækkun? Eða bara þeir sem eiga afmæli milli janúar og júní? Ég efast að það myndi fá góðan hljómgrunn. Eðlilegt væri að allir foreldrar sætu við sama borð þegar kemur að fæðingarorlofsgreiðslum, uppfylli þeir sömu skilyrði. Eins og Jóhann Páll, ráðherra Samfylkingarinnar talaði um í ræðustól Alþingis árið 2024: „...tilgangur þessarar hækkunar sé að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna en það er deginum ljósara að þessum tilgangi verður síður náð ef aðeins sumir foreldrar njóta hækkunar en ekki allir sem eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum, enda breytir fæðingardagur barns engu um fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar sem eignast barn, hvort sínum megin við einhvern dag, búa við nákvæmlega sömu verðbólguna, launaþróunina, verðlag og vexti. Þannig er það nú bara“ Ef við grípum hér niður í ræðu Jóhanns á öðrum stað þá veltir hann því upp hvort þetta standi yfir höfuð stjórnarskrá: „...það megi líka skoða þessi ákvæði um gildistöku hækkana með tilliti til þess að í stjórnarskrá er mælt fyrir um bann við mismunun…Ég ætla ekkert að þykjast geta kveðið upp úr einhvern dóm um þetta og finnst hallærislegt svona almennt að vera mikið að veifa stjórnarskránni nema það sé ríkt tilefni til.” Samfylkingunni fannst ástæða til að veifa stjórnarskránni árið 2024 og núna þegar þess þau eru komin til valda þurfa þau að standa við stóru orðin, að hugsa um hag fjölskyldna og koma í veg fyrir að við höldum áfram að mismuna foreldrum ef svo óheppilega vill til að barnið þeirra sé fætt vitlausu megin við áramót, því greinilega skiptir litlu máli hvort foreldrar séu í fæðingarolrofi á þessum tíma eða ekki, það skiptir bara máli í kerfinu hvaða módel þú ert. Höfundur er þriggja barna móðir í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tilkynnt með nýjum fjárlögum að þau hyggjast hækka hámark fæðingarorlofsgreiðslna úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur, en sá galli er á gjöf Njarðar að þetta gildir aðeins um foreldra þeirra barna sem fædd verða árið 2026 og síðar. Hvað með alla þá foreldra sem eru í fæðingarorlofi meirihluta eða jafnvel allt næsta ár vegna barna sem fædd eru árið 2025, eða jafnvel barna fædd árið 2024. Fæðingarorlofið má nýta fram að tveggja ára afmælisdegi barns, og eins og staðan er t.d. í Reykjavík eru margir foreldrar líklega í þeirri stöðu að teygja fæðingarorlofið eins og langt og þeir mögulega geta, þar til barnið kemst á leikskóla. Setjum dæmið aðeins öðruvísi upp, nú voru öryrkjar að fá hækkun á sínum bótum, hvernig myndum við bregðast við því ef aðeins þeir sem byrja á að fá örorkubótum á næsta ári myndu fá þessa hækkun? Eða bara þeir sem eiga afmæli milli janúar og júní? Ég efast að það myndi fá góðan hljómgrunn. Eðlilegt væri að allir foreldrar sætu við sama borð þegar kemur að fæðingarorlofsgreiðslum, uppfylli þeir sömu skilyrði. Eins og Jóhann Páll, ráðherra Samfylkingarinnar talaði um í ræðustól Alþingis árið 2024: „...tilgangur þessarar hækkunar sé að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna en það er deginum ljósara að þessum tilgangi verður síður náð ef aðeins sumir foreldrar njóta hækkunar en ekki allir sem eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum, enda breytir fæðingardagur barns engu um fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar sem eignast barn, hvort sínum megin við einhvern dag, búa við nákvæmlega sömu verðbólguna, launaþróunina, verðlag og vexti. Þannig er það nú bara“ Ef við grípum hér niður í ræðu Jóhanns á öðrum stað þá veltir hann því upp hvort þetta standi yfir höfuð stjórnarskrá: „...það megi líka skoða þessi ákvæði um gildistöku hækkana með tilliti til þess að í stjórnarskrá er mælt fyrir um bann við mismunun…Ég ætla ekkert að þykjast geta kveðið upp úr einhvern dóm um þetta og finnst hallærislegt svona almennt að vera mikið að veifa stjórnarskránni nema það sé ríkt tilefni til.” Samfylkingunni fannst ástæða til að veifa stjórnarskránni árið 2024 og núna þegar þess þau eru komin til valda þurfa þau að standa við stóru orðin, að hugsa um hag fjölskyldna og koma í veg fyrir að við höldum áfram að mismuna foreldrum ef svo óheppilega vill til að barnið þeirra sé fætt vitlausu megin við áramót, því greinilega skiptir litlu máli hvort foreldrar séu í fæðingarolrofi á þessum tíma eða ekki, það skiptir bara máli í kerfinu hvaða módel þú ert. Höfundur er þriggja barna móðir í fæðingarorlofi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun