Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar 4. september 2025 10:03 Undanfarið hefur verið fjallað um nýtt samræmt mælitæki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS), ekki síst eftir að frumvarp um nýtt námsmat var samþykkt í sumar. Nafn mælitækisins er Matsferill sem er safn mælitækja fyrir skóla til að mæla og meta námsframvindu barna. Því ber að fagna að mælitækjum fyrir grunnskóla landsins sé fjölgað því að ekkert eitt mælitæki getur mælt alla þá þekkingu, hæfni og leikni sem nemendur búa yfir. Samræmd próf hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni og nú verður nýtt samræmt námsmat í íslensku og stærðfræði hluti af Matsferli MMS. Samræmt námsmat getur reynst sveitarfélögum mikilvægt til að bera sig saman og sjá hvernig námsárangur hefur þróast yfir langan tíma og til að meta ákveðnar framfarir. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir og muna að samræmt námsmat/samræmd próf mæla aðeins afmarkaða hæfni og eru því aðeins eitt mælitæki af mörgum. Með fjölbreyttu námsmati eru meiri líkur á að allir nemendur geti blómstrað, hvort sem það er í prófum, einstaklings- eða hópverkefnum, ritgerðum, verklegum æfingum, framsögum, o.fl. Námsmatið á að endurspegla fjölbreytta hæfni nemenda og það þurfum við að standa vörð um. Nemendur nota mismunandi aðferðir við að tileinka sér námsefni og fjölbreytt námsmat gefur betri heildarmynd af hverjum nemenda. Höldum líka til haga að fjölbreytt námsmat gerir nám áhugaverðara og jafnvel meira spennandi fyrir fleiri og ýtir undir sköpunargáfu nemenda sem mun nýtast í veröld sem breytist hratt. Nútíma störf krefjast fjölbreyttrar þekkingar, leikni og hæfni og því er eðlilegt að gera kröfu um að námsmat sé fjölbreytt og jafnvel síbreytilegt í takt við þarfirnar hverju sinni. Námsmat á ekki að vera íhaldssamt og bundið eingöngu við samræmd próf í fáum greinum. Nauðsynlegt er að til staðar sé námsefni sem styður vel við námsmatið og gefur kennurum tækifæri á að fara ólíkar leiðir í átt að fjölbreyttu námsmati. Mestu skiptir að námsmat sé gagnsætt og auðskiljanlegt og með góðri og uppbyggilegri endurgjöf. Þannig getur námsmatið hjálpað foreldrum að fylgjast með námi barna sinna, framförum og hvar aðstoðar er þörf. Áhugi foreldra er alltaf hvatning fyrir nemendur og í gegnum samtal út frá námsmatinu fá foreldrar betri innsýn í skólastarfið og það sem er efst á baugi hverju sinni. Stöndum saman um hagsmuni barnanna og hvetjum þau til dáða þannig að öll börn fái tækifæri til að blómstra í skólastarfinu á sínum forsendum. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Steinn Jóhannsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um nýtt samræmt mælitæki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS), ekki síst eftir að frumvarp um nýtt námsmat var samþykkt í sumar. Nafn mælitækisins er Matsferill sem er safn mælitækja fyrir skóla til að mæla og meta námsframvindu barna. Því ber að fagna að mælitækjum fyrir grunnskóla landsins sé fjölgað því að ekkert eitt mælitæki getur mælt alla þá þekkingu, hæfni og leikni sem nemendur búa yfir. Samræmd próf hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni og nú verður nýtt samræmt námsmat í íslensku og stærðfræði hluti af Matsferli MMS. Samræmt námsmat getur reynst sveitarfélögum mikilvægt til að bera sig saman og sjá hvernig námsárangur hefur þróast yfir langan tíma og til að meta ákveðnar framfarir. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir og muna að samræmt námsmat/samræmd próf mæla aðeins afmarkaða hæfni og eru því aðeins eitt mælitæki af mörgum. Með fjölbreyttu námsmati eru meiri líkur á að allir nemendur geti blómstrað, hvort sem það er í prófum, einstaklings- eða hópverkefnum, ritgerðum, verklegum æfingum, framsögum, o.fl. Námsmatið á að endurspegla fjölbreytta hæfni nemenda og það þurfum við að standa vörð um. Nemendur nota mismunandi aðferðir við að tileinka sér námsefni og fjölbreytt námsmat gefur betri heildarmynd af hverjum nemenda. Höldum líka til haga að fjölbreytt námsmat gerir nám áhugaverðara og jafnvel meira spennandi fyrir fleiri og ýtir undir sköpunargáfu nemenda sem mun nýtast í veröld sem breytist hratt. Nútíma störf krefjast fjölbreyttrar þekkingar, leikni og hæfni og því er eðlilegt að gera kröfu um að námsmat sé fjölbreytt og jafnvel síbreytilegt í takt við þarfirnar hverju sinni. Námsmat á ekki að vera íhaldssamt og bundið eingöngu við samræmd próf í fáum greinum. Nauðsynlegt er að til staðar sé námsefni sem styður vel við námsmatið og gefur kennurum tækifæri á að fara ólíkar leiðir í átt að fjölbreyttu námsmati. Mestu skiptir að námsmat sé gagnsætt og auðskiljanlegt og með góðri og uppbyggilegri endurgjöf. Þannig getur námsmatið hjálpað foreldrum að fylgjast með námi barna sinna, framförum og hvar aðstoðar er þörf. Áhugi foreldra er alltaf hvatning fyrir nemendur og í gegnum samtal út frá námsmatinu fá foreldrar betri innsýn í skólastarfið og það sem er efst á baugi hverju sinni. Stöndum saman um hagsmuni barnanna og hvetjum þau til dáða þannig að öll börn fái tækifæri til að blómstra í skólastarfinu á sínum forsendum. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun