Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar 2. september 2025 09:02 Árið 2025 stendur UN Women á Íslandifyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur með stolti þátt í þessu mikilvæga verkefni, enda er jafnrétti ein grundvallarstoð alls íþróttastarfs. Við höfum ástæðu til að vera stolt af því hversu langt við höfum náð. Í alþjóðlegum samanburði stendur Ísland vel þegar kemur að jafnrétti í íþróttastarfi en það er mikilvægt að halda áfram og gera betur. Sem stærsta fjöldahreyfing landsins hefur íþróttahreyfingin mörg tækifæri. Við höfum áhrif. Við mótum viðhorf. Við sköpum fyrirmyndir og saman getum við staðið gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.ÍSÍ og Jafnréttisstofa hafa á undangengnum árum átt í góðu samstarfi og nýverið var jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög uppfærð. Áætlunin er verkfæri sem á meðal annars að tryggja að starf okkar sé öruggt, virðingarfullt og aðgengilegt fyrir öll kyn og hópa samfélagsins.Það er þó mikilvægt að staldra við og horfa á staðreyndirnar á alþjóðavísu. Í handbók sem unnin var af UN Women og UNESCO haustið 2023 kemur meðal annars fram að: 21% atvinnukvenna í íþróttum urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn í gegnum íþróttastarf. Fatlaðar íþróttakonur eru þrefalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðar. Ofbeldi eykst samhliða stórum viðburðum – eins og heimsmeistaramótum. Fjöldi íþróttakvenna þorir ekki að tilkynna ofbeldi af ótta við refsingu eða afleiðingar fyrir feril sinn. Við berum sameiginlega ábyrgð á misrétti og íþróttahreyfingin öll getur breytt þróun til betri vegar. „March Forward“ marserum áfram er sameinuð hreyfing fyrir jafnrétti Heimsherferð UN Women á Íslandi, „March Forward for Gender Equality“, var hleypt af stokkunum í mars og hafa samfélög um heim allan sýnt samstöðu. Herferðin undirstrikar hversu mikilvægt það er að vinna öllum stundum að jafnrétti, að marsera alltaf fram veginn í þágu jafnréttis. Við í ÍSÍ ætlum að ganga fremst í flokki og biðjum við ykkur um að ganga með okkur. Við hvetjum öll innan hreyfingarinnar til að leggja sitt af mörkum og styðja þetta þarfa málefni; íþróttalið og hópa, iðkendur, þjálfara, aðstandendur og sjálfboðaliða, hreinlega allt samfélagið. Göngum saman táknrænt fyrir jafnrétti, hvert skref fram á við skiptir máli. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun marsera. Nú biðjum við ykkur að ganga fram á við með okkur! Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson ÍSÍ Jafnréttismál Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Árið 2025 stendur UN Women á Íslandifyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur með stolti þátt í þessu mikilvæga verkefni, enda er jafnrétti ein grundvallarstoð alls íþróttastarfs. Við höfum ástæðu til að vera stolt af því hversu langt við höfum náð. Í alþjóðlegum samanburði stendur Ísland vel þegar kemur að jafnrétti í íþróttastarfi en það er mikilvægt að halda áfram og gera betur. Sem stærsta fjöldahreyfing landsins hefur íþróttahreyfingin mörg tækifæri. Við höfum áhrif. Við mótum viðhorf. Við sköpum fyrirmyndir og saman getum við staðið gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.ÍSÍ og Jafnréttisstofa hafa á undangengnum árum átt í góðu samstarfi og nýverið var jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög uppfærð. Áætlunin er verkfæri sem á meðal annars að tryggja að starf okkar sé öruggt, virðingarfullt og aðgengilegt fyrir öll kyn og hópa samfélagsins.Það er þó mikilvægt að staldra við og horfa á staðreyndirnar á alþjóðavísu. Í handbók sem unnin var af UN Women og UNESCO haustið 2023 kemur meðal annars fram að: 21% atvinnukvenna í íþróttum urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn í gegnum íþróttastarf. Fatlaðar íþróttakonur eru þrefalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðar. Ofbeldi eykst samhliða stórum viðburðum – eins og heimsmeistaramótum. Fjöldi íþróttakvenna þorir ekki að tilkynna ofbeldi af ótta við refsingu eða afleiðingar fyrir feril sinn. Við berum sameiginlega ábyrgð á misrétti og íþróttahreyfingin öll getur breytt þróun til betri vegar. „March Forward“ marserum áfram er sameinuð hreyfing fyrir jafnrétti Heimsherferð UN Women á Íslandi, „March Forward for Gender Equality“, var hleypt af stokkunum í mars og hafa samfélög um heim allan sýnt samstöðu. Herferðin undirstrikar hversu mikilvægt það er að vinna öllum stundum að jafnrétti, að marsera alltaf fram veginn í þágu jafnréttis. Við í ÍSÍ ætlum að ganga fremst í flokki og biðjum við ykkur um að ganga með okkur. Við hvetjum öll innan hreyfingarinnar til að leggja sitt af mörkum og styðja þetta þarfa málefni; íþróttalið og hópa, iðkendur, þjálfara, aðstandendur og sjálfboðaliða, hreinlega allt samfélagið. Göngum saman táknrænt fyrir jafnrétti, hvert skref fram á við skiptir máli. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun marsera. Nú biðjum við ykkur að ganga fram á við með okkur! Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun