Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar 1. september 2025 09:32 Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, þykir gaman að vera í fjölmiðlum. Hann hefur þó ekki látið sjá sig þar síðan í mars, er hann boðaði að eldgos hæfist daginn eftir. Raunin varð sú að það hófst rétt um mánuði síðar, og skriplaði Magnús þar á skötu allillilega – rétt eins og nú, þegar hann kemur enn eina ferðina fram með fullyrðingar um Kötlujökul. Því miður fær hann með sér blaðurmanninn, eða blaðurkonuna, Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem vinnur allhroðalega vinnu sem blaðamaður, og það er RÚV til vansa að svona hroðvirkni sjáist. Það er ljóst að Sigrún hefur ekki leitað sér fullnægjandi upplýsinga um málið né leitað eftir svörum frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem flytja fólk í hellana í Kötlu. Hefði hún gert það, hefði greinin í besta falli orðið til vitrænnar umræðu – en getur ekki orðið það, því hún hefur ekki grunninn sem þarf til að spyrja réttu spurninganna né talar hún við réttu aðilana: þá sem vinna á svæðinu og vita um hvað ræðir. Mér var það spurn: hvað liggur fyrir Magnúsi Tuma með það að koma enn og aftur fram með fullyrðingar sem enginn hefur hlustað á né tekið undir? Enda virðist sem hann viti ekkert um hvað hann er að tala. Lykillinn liggur þó í fyrirsögninni, sem er endurtekning á áður sögðum orðum Magnúsar Tuma: „Óásættanlegt að farið sé með hópa í náttúrulega íshella á sumrin.“ Ef Magnús Tumi vissi eitthvað um íshellaferðir annað en hann hefur lesið úr bókum, þá ætti hann að vita að aðeins er einn manngerður íshellir á Íslandi sem menn fara í. Aðgengi að honum er til muna hættulegra en aðgengi að hellum í Kötlujökli.Það er hægt að komast að Kötlujökli að sumri á Yaris, sé maður laginn bílstjóri, en það dytti engum heilvita manni í hug að gera sér ferð á slíku farartæki upp á Langjökul. Til að komast í manngerðan helli á Langjökli þarf að ferðast um glerhálan, spegilsléttan ísinn, og það þarf að vita nákvæmlega slóðann og hvort eða hvernig sprunguhreyfingar hafa verið í jöklinum. Ef farið er aðeins út fyrir slóðann er hætta á að hverfa ofan í jökulinn og sjást ekki meir. Þessu er ekki til að jafna við aðgengi að Kötlujökli. Magnús Tumi ætti líka að vita að manngerði hellirinn er undir stöðugri vinnu, bæði hvað varðar stærð og öryggi vegna sprungumyndunar, þar sem jökullinn er á hreyfingu og bráðnar hratt. Það sætir því undrun hvers vegna Magnús Tumi kemur fram með þessa fullyrðingu. Eina skýringin sem ég finn er að hann sé í vinnu fyrir þá aðila sem þangað flytja ferðamenn og sjá ofsjónum yfir samkeppninni við náttúruhella í Kötlu. Nema hitt sé málið: að hann vilji komast í það starf að vera eftirlitsaðili fyrir öryggi íshella á Kötlusvæðinu. Í greininni er því gert skóna að það sé ekki gott að eftirlitið sé aðeins í höndum þeirra sem selja ferðir í hellana. Þetta er með öllu fráleitt og heimskulegt sjónarmið. Aðstæður í og við Kötlujökul eru síbreytilegar dag frá degi og engir eru betur færir um að meta þær en þeir leiðsögumenn og þau fyrirtæki sem flytja þangað farþega.Þeim, rétt eins og mér sem leiðsögumanni sem fer þangað reglulega, er umhugað um öryggi farþeganna og að fræða þá um hættur jökla sem og allar þær breytingar sem eiga sér stað vegna hlýnunar og bráðnunar jöklanna. Það er daglega unnið að öryggi varðandi aðgengi að íshellum: svæðið og hellarnir eru skannaðir daglega, og ef menn telja að svæðið sé ekki öruggt, þá hika menn ekki við að loka því til að tryggja öryggi – þrátt fyrir milljóna tap, rétt eins og nýleg dæmi sanna. Fullyrðing Magnúsar Tuma er því gersamlega óábyrg, og jafn óábyrg er vinna Sigrúnar Þuríðar sem skrifar án þess að kanna málið til hlítar.Hvaða tilgangi skrif beggja þjóna er mér vandséð, en ég get ekki annað en áætlað að tilgangur Magnúsar Tuma sé annarlegur. Ekki virðist hann tengjast umhyggju fyrir ferðamönnum, öryggi þeirra eða fagmennsku í ferðaþjónustu. Það er von mín að bæði hugsi sinn gang, vandi til frekari verka í framtíðinni og rasi ekki um ráð fram. Höfundur er ljósmyndari og leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Jöklar á Íslandi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, þykir gaman að vera í fjölmiðlum. Hann hefur þó ekki látið sjá sig þar síðan í mars, er hann boðaði að eldgos hæfist daginn eftir. Raunin varð sú að það hófst rétt um mánuði síðar, og skriplaði Magnús þar á skötu allillilega – rétt eins og nú, þegar hann kemur enn eina ferðina fram með fullyrðingar um Kötlujökul. Því miður fær hann með sér blaðurmanninn, eða blaðurkonuna, Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem vinnur allhroðalega vinnu sem blaðamaður, og það er RÚV til vansa að svona hroðvirkni sjáist. Það er ljóst að Sigrún hefur ekki leitað sér fullnægjandi upplýsinga um málið né leitað eftir svörum frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem flytja fólk í hellana í Kötlu. Hefði hún gert það, hefði greinin í besta falli orðið til vitrænnar umræðu – en getur ekki orðið það, því hún hefur ekki grunninn sem þarf til að spyrja réttu spurninganna né talar hún við réttu aðilana: þá sem vinna á svæðinu og vita um hvað ræðir. Mér var það spurn: hvað liggur fyrir Magnúsi Tuma með það að koma enn og aftur fram með fullyrðingar sem enginn hefur hlustað á né tekið undir? Enda virðist sem hann viti ekkert um hvað hann er að tala. Lykillinn liggur þó í fyrirsögninni, sem er endurtekning á áður sögðum orðum Magnúsar Tuma: „Óásættanlegt að farið sé með hópa í náttúrulega íshella á sumrin.“ Ef Magnús Tumi vissi eitthvað um íshellaferðir annað en hann hefur lesið úr bókum, þá ætti hann að vita að aðeins er einn manngerður íshellir á Íslandi sem menn fara í. Aðgengi að honum er til muna hættulegra en aðgengi að hellum í Kötlujökli.Það er hægt að komast að Kötlujökli að sumri á Yaris, sé maður laginn bílstjóri, en það dytti engum heilvita manni í hug að gera sér ferð á slíku farartæki upp á Langjökul. Til að komast í manngerðan helli á Langjökli þarf að ferðast um glerhálan, spegilsléttan ísinn, og það þarf að vita nákvæmlega slóðann og hvort eða hvernig sprunguhreyfingar hafa verið í jöklinum. Ef farið er aðeins út fyrir slóðann er hætta á að hverfa ofan í jökulinn og sjást ekki meir. Þessu er ekki til að jafna við aðgengi að Kötlujökli. Magnús Tumi ætti líka að vita að manngerði hellirinn er undir stöðugri vinnu, bæði hvað varðar stærð og öryggi vegna sprungumyndunar, þar sem jökullinn er á hreyfingu og bráðnar hratt. Það sætir því undrun hvers vegna Magnús Tumi kemur fram með þessa fullyrðingu. Eina skýringin sem ég finn er að hann sé í vinnu fyrir þá aðila sem þangað flytja ferðamenn og sjá ofsjónum yfir samkeppninni við náttúruhella í Kötlu. Nema hitt sé málið: að hann vilji komast í það starf að vera eftirlitsaðili fyrir öryggi íshella á Kötlusvæðinu. Í greininni er því gert skóna að það sé ekki gott að eftirlitið sé aðeins í höndum þeirra sem selja ferðir í hellana. Þetta er með öllu fráleitt og heimskulegt sjónarmið. Aðstæður í og við Kötlujökul eru síbreytilegar dag frá degi og engir eru betur færir um að meta þær en þeir leiðsögumenn og þau fyrirtæki sem flytja þangað farþega.Þeim, rétt eins og mér sem leiðsögumanni sem fer þangað reglulega, er umhugað um öryggi farþeganna og að fræða þá um hættur jökla sem og allar þær breytingar sem eiga sér stað vegna hlýnunar og bráðnunar jöklanna. Það er daglega unnið að öryggi varðandi aðgengi að íshellum: svæðið og hellarnir eru skannaðir daglega, og ef menn telja að svæðið sé ekki öruggt, þá hika menn ekki við að loka því til að tryggja öryggi – þrátt fyrir milljóna tap, rétt eins og nýleg dæmi sanna. Fullyrðing Magnúsar Tuma er því gersamlega óábyrg, og jafn óábyrg er vinna Sigrúnar Þuríðar sem skrifar án þess að kanna málið til hlítar.Hvaða tilgangi skrif beggja þjóna er mér vandséð, en ég get ekki annað en áætlað að tilgangur Magnúsar Tuma sé annarlegur. Ekki virðist hann tengjast umhyggju fyrir ferðamönnum, öryggi þeirra eða fagmennsku í ferðaþjónustu. Það er von mín að bæði hugsi sinn gang, vandi til frekari verka í framtíðinni og rasi ekki um ráð fram. Höfundur er ljósmyndari og leiðsögumaður
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun