Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar 26. ágúst 2025 22:04 Vitund um lesblindu hér á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til vegna starfs Félags lesblindra og meiri fræðslu innan skólakerfisins. Það er því óumdeilt að þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Nauðsynlegt er að vel sé hlúð að öllum nemendum og komið til móts við þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Læsi telst vera grundvallarfærni og mikilvægt að allir kennarar hafi einhvern grunn í lestrarfræðum og geti aðstoðað nemendur sem eiga erfitt með lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur ítrekað bent á að betur megi standa að greiningu í skólum. Það er einnig mat okkar að það þurfi að gera miklar breytingar á kennslu kennara og ekki síst undirbúningi þeirra enda hafa átt sér stað miklar breytingar sem kennarar verða að geta tekist á við. Það er áríðandi að aðstoða kennara við að átta sig á lesblindu og hlúa þá að þeim hópi enda verður ekki annað séð en að mikill vilji sé til þess meðal kennara og kennaranema. Þarna þarf að bæta í. Koma þarf greiningu að sem fyrst Greining á lesblindu fer oft fram í grunnskólum, annaðhvort í gegnum skólaþjónustu sveitarfélaga, skólasálfræðinga eða sérfræðinga á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Með snemmgreiningu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir námsörðugleika. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) árið 2023 kom fram að mikilvægt var að hafa framkvæmt greiningu áður en kom fram í 4. bekk og þeim nemendum farnaðist betur sem höfðu þá fengið greiningu. Lesblindir nemendur fá oft aðgang að sérkennslu, hljóðbókum, talgervlum, lengri tíma í prófum og öðrum tæknilausnum. Íslenska hljóðbókasafnið (HBS) veitir lesblindum ókeypis aðgang að hljóðbókum og námsefni á aðgengilegu formi. Skólar á Íslandi nota oft forrit til að þjálfa lestrarfærni hjá lesblindum nemendum. Snemmbúin íhlutun er mikilvæg Engum blöðum er um það að fletta að snemmbúin íhlutun getur breytt ferli barna með lesblindu. Það er miklu betra að grípa inn í á fyrri stigum en að bíða þangað til barninu raunverulega mistekst því að úrbætur á seinni stigum geta verið síður árangursríkar. Til dæmis kom fram í nýlegri rannsókn að árangurinn var næstum tvöfalt betri ef íhlutun var veitt í fyrsta og öðrum bekk en ef hún bíður fram í þriðja bekk, hvað þá ef hún er framkvæmd síðar. Við vitum núna heilmikið um það hvers vegna snemmbúin íhlutun virkar. Til að læra að lesa, en það er áunnin færni, verður að gefa heilanum tækifæri til að læra um tengslin milli þess hvernig orð líta út og hvernig þau hljóma. Til að gera það verða nemendur að hafa snemma aðgang að prentuðu efni og þróa með sér töluverða reynslu af prentuðu efni, sem gerir heilanum kleift að meðtaka þá þekkingu sem nauðsynleg er fyrir áreynslulausan lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja en það lætur nærri að einn af hverjum fimm nemendum glími við slíka örðugleika. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir stöðuna og skilja þannig hvað gera skal. Höfum það hugfast núna þegar skólastarf er að hefjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Vitund um lesblindu hér á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til vegna starfs Félags lesblindra og meiri fræðslu innan skólakerfisins. Það er því óumdeilt að þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Nauðsynlegt er að vel sé hlúð að öllum nemendum og komið til móts við þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Læsi telst vera grundvallarfærni og mikilvægt að allir kennarar hafi einhvern grunn í lestrarfræðum og geti aðstoðað nemendur sem eiga erfitt með lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur ítrekað bent á að betur megi standa að greiningu í skólum. Það er einnig mat okkar að það þurfi að gera miklar breytingar á kennslu kennara og ekki síst undirbúningi þeirra enda hafa átt sér stað miklar breytingar sem kennarar verða að geta tekist á við. Það er áríðandi að aðstoða kennara við að átta sig á lesblindu og hlúa þá að þeim hópi enda verður ekki annað séð en að mikill vilji sé til þess meðal kennara og kennaranema. Þarna þarf að bæta í. Koma þarf greiningu að sem fyrst Greining á lesblindu fer oft fram í grunnskólum, annaðhvort í gegnum skólaþjónustu sveitarfélaga, skólasálfræðinga eða sérfræðinga á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Með snemmgreiningu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir námsörðugleika. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) árið 2023 kom fram að mikilvægt var að hafa framkvæmt greiningu áður en kom fram í 4. bekk og þeim nemendum farnaðist betur sem höfðu þá fengið greiningu. Lesblindir nemendur fá oft aðgang að sérkennslu, hljóðbókum, talgervlum, lengri tíma í prófum og öðrum tæknilausnum. Íslenska hljóðbókasafnið (HBS) veitir lesblindum ókeypis aðgang að hljóðbókum og námsefni á aðgengilegu formi. Skólar á Íslandi nota oft forrit til að þjálfa lestrarfærni hjá lesblindum nemendum. Snemmbúin íhlutun er mikilvæg Engum blöðum er um það að fletta að snemmbúin íhlutun getur breytt ferli barna með lesblindu. Það er miklu betra að grípa inn í á fyrri stigum en að bíða þangað til barninu raunverulega mistekst því að úrbætur á seinni stigum geta verið síður árangursríkar. Til dæmis kom fram í nýlegri rannsókn að árangurinn var næstum tvöfalt betri ef íhlutun var veitt í fyrsta og öðrum bekk en ef hún bíður fram í þriðja bekk, hvað þá ef hún er framkvæmd síðar. Við vitum núna heilmikið um það hvers vegna snemmbúin íhlutun virkar. Til að læra að lesa, en það er áunnin færni, verður að gefa heilanum tækifæri til að læra um tengslin milli þess hvernig orð líta út og hvernig þau hljóma. Til að gera það verða nemendur að hafa snemma aðgang að prentuðu efni og þróa með sér töluverða reynslu af prentuðu efni, sem gerir heilanum kleift að meðtaka þá þekkingu sem nauðsynleg er fyrir áreynslulausan lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja en það lætur nærri að einn af hverjum fimm nemendum glími við slíka örðugleika. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir stöðuna og skilja þannig hvað gera skal. Höfum það hugfast núna þegar skólastarf er að hefjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun