Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar 26. ágúst 2025 22:04 Vitund um lesblindu hér á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til vegna starfs Félags lesblindra og meiri fræðslu innan skólakerfisins. Það er því óumdeilt að þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Nauðsynlegt er að vel sé hlúð að öllum nemendum og komið til móts við þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Læsi telst vera grundvallarfærni og mikilvægt að allir kennarar hafi einhvern grunn í lestrarfræðum og geti aðstoðað nemendur sem eiga erfitt með lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur ítrekað bent á að betur megi standa að greiningu í skólum. Það er einnig mat okkar að það þurfi að gera miklar breytingar á kennslu kennara og ekki síst undirbúningi þeirra enda hafa átt sér stað miklar breytingar sem kennarar verða að geta tekist á við. Það er áríðandi að aðstoða kennara við að átta sig á lesblindu og hlúa þá að þeim hópi enda verður ekki annað séð en að mikill vilji sé til þess meðal kennara og kennaranema. Þarna þarf að bæta í. Koma þarf greiningu að sem fyrst Greining á lesblindu fer oft fram í grunnskólum, annaðhvort í gegnum skólaþjónustu sveitarfélaga, skólasálfræðinga eða sérfræðinga á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Með snemmgreiningu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir námsörðugleika. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) árið 2023 kom fram að mikilvægt var að hafa framkvæmt greiningu áður en kom fram í 4. bekk og þeim nemendum farnaðist betur sem höfðu þá fengið greiningu. Lesblindir nemendur fá oft aðgang að sérkennslu, hljóðbókum, talgervlum, lengri tíma í prófum og öðrum tæknilausnum. Íslenska hljóðbókasafnið (HBS) veitir lesblindum ókeypis aðgang að hljóðbókum og námsefni á aðgengilegu formi. Skólar á Íslandi nota oft forrit til að þjálfa lestrarfærni hjá lesblindum nemendum. Snemmbúin íhlutun er mikilvæg Engum blöðum er um það að fletta að snemmbúin íhlutun getur breytt ferli barna með lesblindu. Það er miklu betra að grípa inn í á fyrri stigum en að bíða þangað til barninu raunverulega mistekst því að úrbætur á seinni stigum geta verið síður árangursríkar. Til dæmis kom fram í nýlegri rannsókn að árangurinn var næstum tvöfalt betri ef íhlutun var veitt í fyrsta og öðrum bekk en ef hún bíður fram í þriðja bekk, hvað þá ef hún er framkvæmd síðar. Við vitum núna heilmikið um það hvers vegna snemmbúin íhlutun virkar. Til að læra að lesa, en það er áunnin færni, verður að gefa heilanum tækifæri til að læra um tengslin milli þess hvernig orð líta út og hvernig þau hljóma. Til að gera það verða nemendur að hafa snemma aðgang að prentuðu efni og þróa með sér töluverða reynslu af prentuðu efni, sem gerir heilanum kleift að meðtaka þá þekkingu sem nauðsynleg er fyrir áreynslulausan lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja en það lætur nærri að einn af hverjum fimm nemendum glími við slíka örðugleika. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir stöðuna og skilja þannig hvað gera skal. Höfum það hugfast núna þegar skólastarf er að hefjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Vitund um lesblindu hér á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til vegna starfs Félags lesblindra og meiri fræðslu innan skólakerfisins. Það er því óumdeilt að þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Nauðsynlegt er að vel sé hlúð að öllum nemendum og komið til móts við þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Læsi telst vera grundvallarfærni og mikilvægt að allir kennarar hafi einhvern grunn í lestrarfræðum og geti aðstoðað nemendur sem eiga erfitt með lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur ítrekað bent á að betur megi standa að greiningu í skólum. Það er einnig mat okkar að það þurfi að gera miklar breytingar á kennslu kennara og ekki síst undirbúningi þeirra enda hafa átt sér stað miklar breytingar sem kennarar verða að geta tekist á við. Það er áríðandi að aðstoða kennara við að átta sig á lesblindu og hlúa þá að þeim hópi enda verður ekki annað séð en að mikill vilji sé til þess meðal kennara og kennaranema. Þarna þarf að bæta í. Koma þarf greiningu að sem fyrst Greining á lesblindu fer oft fram í grunnskólum, annaðhvort í gegnum skólaþjónustu sveitarfélaga, skólasálfræðinga eða sérfræðinga á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Með snemmgreiningu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir námsörðugleika. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) árið 2023 kom fram að mikilvægt var að hafa framkvæmt greiningu áður en kom fram í 4. bekk og þeim nemendum farnaðist betur sem höfðu þá fengið greiningu. Lesblindir nemendur fá oft aðgang að sérkennslu, hljóðbókum, talgervlum, lengri tíma í prófum og öðrum tæknilausnum. Íslenska hljóðbókasafnið (HBS) veitir lesblindum ókeypis aðgang að hljóðbókum og námsefni á aðgengilegu formi. Skólar á Íslandi nota oft forrit til að þjálfa lestrarfærni hjá lesblindum nemendum. Snemmbúin íhlutun er mikilvæg Engum blöðum er um það að fletta að snemmbúin íhlutun getur breytt ferli barna með lesblindu. Það er miklu betra að grípa inn í á fyrri stigum en að bíða þangað til barninu raunverulega mistekst því að úrbætur á seinni stigum geta verið síður árangursríkar. Til dæmis kom fram í nýlegri rannsókn að árangurinn var næstum tvöfalt betri ef íhlutun var veitt í fyrsta og öðrum bekk en ef hún bíður fram í þriðja bekk, hvað þá ef hún er framkvæmd síðar. Við vitum núna heilmikið um það hvers vegna snemmbúin íhlutun virkar. Til að læra að lesa, en það er áunnin færni, verður að gefa heilanum tækifæri til að læra um tengslin milli þess hvernig orð líta út og hvernig þau hljóma. Til að gera það verða nemendur að hafa snemma aðgang að prentuðu efni og þróa með sér töluverða reynslu af prentuðu efni, sem gerir heilanum kleift að meðtaka þá þekkingu sem nauðsynleg er fyrir áreynslulausan lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja en það lætur nærri að einn af hverjum fimm nemendum glími við slíka örðugleika. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir stöðuna og skilja þannig hvað gera skal. Höfum það hugfast núna þegar skólastarf er að hefjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun