Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 25. ágúst 2025 10:00 Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér. Mönnum þykir þetta kannski ekkert sérlega merkilegt, virkar þetta ekki alltaf svona? Ég hefði haldið það en af einhverri ástæðu á umsókn í Evrópusambandið að virka allt öðruvísi, eða svo er sagt. Nú eru 27 lönd í ESB og því ekkert leyndarmál hvers sé ætlast af þeim ríkjum sem ganga í sambandið, það er meira að segja listað upp á heimasíðunni þeirra. Þrátt fyrir þetta vilja Viðreisn og Samfylkingin alls ekki ræða hver inngönguskilyrðin séu. Þau vilja telja okkur trú um að við þurfum fyrst að sækja um og svo sé hægt að skoða skilyrðin. Af hverju ætli það sé? Ástæðan sem við heyrum er sú að allar þjóðir „semji“ um sína inngöngu. Staðreyndin er hins vegar sú að inngönguferlið snýst ekki um að semja um grundvallarreglur heldur um hraða aðlögunar. Einungis tvær þjóðir í Evrópusambandinu hafa fengið varanlegar undanþágur: Danmörk og Írland. Danir sluppu m.a. undan upptöku evrunnar og halda dönsku krónunni í gegnum fastgengistengingu en Írar fengu undanþágu frá Schengen-landamærakerfinu til að viðhalda nánum tengslum við Bretland. Enginn hefur fengið varanlegar undanþágur frá auðlindarákvæðum þrátt fyrir að Bretar og Írar hafi ítrekað reynt, Spánverjar og Portúgalir fengu tímabundnar undanþágur í aðlögunarferlinu en þurftu að lokum að fylgja sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB líkt og allir aðrir. Stór ástæða þess að margir studdu Brexit var einmitt vegna þess að Bretar vildu fá sjálfstjórn aftur á sjávarútveginum. Margir trúa því kannski ekki sem ég er að skrifa hér en ég beini þeim að lesa t.d. þessa Wikipedia-síðu um undanþágurnar. Við heyrum mikið hvernig það þurfi „treysta þjóðinni“ í þessu máli en traustið virðist ekki ná lengra en svo en að það megi alls ekki ræða innihald umsóknarinnar fyrr en EFTIR að kosið væri um að sækja um. Ef marka má heimasíðu ESB og skort á varanlegum undanþágum aðildaríkja þá er ekkert um að semja nema hvernig aðlögunarferlið á sér stað, líkt og Štefan Füle, fyrrum stækkunarstjóri ESB, lagði mikla áherslu á þegar Ísland sótti síðast um. Ég vil því senda út ákall til Evrópusinna: Sýnið okkur undanþágurnar. Ef það er svona auðvelt að semja sig frá auðlindarákvæðum ESB, þá hlýtur að vera hægt að benda á hvernig aðrar þjóðir hafa gert það? Og nei, því miður telst Danmörk ekki með, Grænland og Færeyjar eru ekki í Evrópusambandinu og því augljóst að þau stýri eigin fiskimiðum. Grænlendingar ákváðu að segja sig úr ESB m.a. vegna fiskimiðana sinna. Vinsamlegast sýnið okkur svart á hvítu varanlegar undanþágur ríkja að auðlindarákvæðum ESB. Því ef engar slíkar undanþágur finnast, þá er tími til kominn að hætta að blekkja þjóðina með falskri von. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér. Mönnum þykir þetta kannski ekkert sérlega merkilegt, virkar þetta ekki alltaf svona? Ég hefði haldið það en af einhverri ástæðu á umsókn í Evrópusambandið að virka allt öðruvísi, eða svo er sagt. Nú eru 27 lönd í ESB og því ekkert leyndarmál hvers sé ætlast af þeim ríkjum sem ganga í sambandið, það er meira að segja listað upp á heimasíðunni þeirra. Þrátt fyrir þetta vilja Viðreisn og Samfylkingin alls ekki ræða hver inngönguskilyrðin séu. Þau vilja telja okkur trú um að við þurfum fyrst að sækja um og svo sé hægt að skoða skilyrðin. Af hverju ætli það sé? Ástæðan sem við heyrum er sú að allar þjóðir „semji“ um sína inngöngu. Staðreyndin er hins vegar sú að inngönguferlið snýst ekki um að semja um grundvallarreglur heldur um hraða aðlögunar. Einungis tvær þjóðir í Evrópusambandinu hafa fengið varanlegar undanþágur: Danmörk og Írland. Danir sluppu m.a. undan upptöku evrunnar og halda dönsku krónunni í gegnum fastgengistengingu en Írar fengu undanþágu frá Schengen-landamærakerfinu til að viðhalda nánum tengslum við Bretland. Enginn hefur fengið varanlegar undanþágur frá auðlindarákvæðum þrátt fyrir að Bretar og Írar hafi ítrekað reynt, Spánverjar og Portúgalir fengu tímabundnar undanþágur í aðlögunarferlinu en þurftu að lokum að fylgja sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB líkt og allir aðrir. Stór ástæða þess að margir studdu Brexit var einmitt vegna þess að Bretar vildu fá sjálfstjórn aftur á sjávarútveginum. Margir trúa því kannski ekki sem ég er að skrifa hér en ég beini þeim að lesa t.d. þessa Wikipedia-síðu um undanþágurnar. Við heyrum mikið hvernig það þurfi „treysta þjóðinni“ í þessu máli en traustið virðist ekki ná lengra en svo en að það megi alls ekki ræða innihald umsóknarinnar fyrr en EFTIR að kosið væri um að sækja um. Ef marka má heimasíðu ESB og skort á varanlegum undanþágum aðildaríkja þá er ekkert um að semja nema hvernig aðlögunarferlið á sér stað, líkt og Štefan Füle, fyrrum stækkunarstjóri ESB, lagði mikla áherslu á þegar Ísland sótti síðast um. Ég vil því senda út ákall til Evrópusinna: Sýnið okkur undanþágurnar. Ef það er svona auðvelt að semja sig frá auðlindarákvæðum ESB, þá hlýtur að vera hægt að benda á hvernig aðrar þjóðir hafa gert það? Og nei, því miður telst Danmörk ekki með, Grænland og Færeyjar eru ekki í Evrópusambandinu og því augljóst að þau stýri eigin fiskimiðum. Grænlendingar ákváðu að segja sig úr ESB m.a. vegna fiskimiðana sinna. Vinsamlegast sýnið okkur svart á hvítu varanlegar undanþágur ríkja að auðlindarákvæðum ESB. Því ef engar slíkar undanþágur finnast, þá er tími til kominn að hætta að blekkja þjóðina með falskri von. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun