Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson og Njörður Sigurðsson skrifa 22. ágúst 2025 11:31 Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar fyrir kjörtímabilið 2022–2026 er lögð sérstök áhersla á að bæta stöðu barnafjölskyldna í Hveragerði. Mikilvægur liður í því markmiði snýr að því að lækka leikskólagjöld með því að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í allt að sex tíma á dag á sama tíma og öllum börnum 12 mánaða og eldri er tryggt leikskólapláss. 12 mánaða börnum tryggður leikskóli Með opnun nýs hluta Leikskólans Óskalands undir lok sumars hefur Hveragerðisbær loks náð því markmiði að tryggja öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólapláss. Þegar núverandi meirihluti tók við árið 2022 hafði um nokkurt skeið ekki tekist að standa við þessa stefnu bæjarins. Til að mæta þeirri stöðu var ákveðið í upphafi kjörtímabilsins að greiða foreldragreiðslur til þeirra fjölskyldna sem ekki fengu pláss fyrir börn sín við 12 mánaða aldur og fram að úthlutun leikskólapláss. Með þessum greiðslum var leitast við að vega upp kostnað sem foreldrar þurftu að bera vegna skorts á leikskólaplássum. Nú er ánægjulegt að segja frá því að öllum börnum í Hveragerði er tryggt leikskólapláss í samræmi við það markmið sem meirihlutinn setti sér í upphafi kjörtímabilsins. Gjaldfrjálsir tímar á leikskólum Á kjörtímabilinu hefur verið unnið markvisst að því að lækka leikskólagjöld með því að fjölga gjaldfrjálsum tímum á leikskólum Hveragerðisbæjar. Árið 2022 var boðinn einn slíkur tími, árið 2023 tveir, árið 2024 þrír og frá 1. september 2025 verða þeir orðnir fjórir. Markmiðið er að árið 2026 verði sex tímar gjaldfrjálsir á dag. Þessi aðferð hefur skilað því að leikskólagjöld fyrir átta tíma dvöl á dag hafa lækkað úr 29.256 krónum á mánuði árið 2022 í 16.800 krónur árið 2025, sem samsvarar 43% lækkun. Á kjörtímabilinu hafa leikskólagjöld i Hveragerði lækkað verulega og biðlistar eru nú auðir sem áður voru þéttsettnir. Það er Hveragerðisleiðin. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi Halldór Benjamín Hreinsson, bæjarfulltrúi Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Leikskólar Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Njörður Sigurðsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar fyrir kjörtímabilið 2022–2026 er lögð sérstök áhersla á að bæta stöðu barnafjölskyldna í Hveragerði. Mikilvægur liður í því markmiði snýr að því að lækka leikskólagjöld með því að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í allt að sex tíma á dag á sama tíma og öllum börnum 12 mánaða og eldri er tryggt leikskólapláss. 12 mánaða börnum tryggður leikskóli Með opnun nýs hluta Leikskólans Óskalands undir lok sumars hefur Hveragerðisbær loks náð því markmiði að tryggja öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólapláss. Þegar núverandi meirihluti tók við árið 2022 hafði um nokkurt skeið ekki tekist að standa við þessa stefnu bæjarins. Til að mæta þeirri stöðu var ákveðið í upphafi kjörtímabilsins að greiða foreldragreiðslur til þeirra fjölskyldna sem ekki fengu pláss fyrir börn sín við 12 mánaða aldur og fram að úthlutun leikskólapláss. Með þessum greiðslum var leitast við að vega upp kostnað sem foreldrar þurftu að bera vegna skorts á leikskólaplássum. Nú er ánægjulegt að segja frá því að öllum börnum í Hveragerði er tryggt leikskólapláss í samræmi við það markmið sem meirihlutinn setti sér í upphafi kjörtímabilsins. Gjaldfrjálsir tímar á leikskólum Á kjörtímabilinu hefur verið unnið markvisst að því að lækka leikskólagjöld með því að fjölga gjaldfrjálsum tímum á leikskólum Hveragerðisbæjar. Árið 2022 var boðinn einn slíkur tími, árið 2023 tveir, árið 2024 þrír og frá 1. september 2025 verða þeir orðnir fjórir. Markmiðið er að árið 2026 verði sex tímar gjaldfrjálsir á dag. Þessi aðferð hefur skilað því að leikskólagjöld fyrir átta tíma dvöl á dag hafa lækkað úr 29.256 krónum á mánuði árið 2022 í 16.800 krónur árið 2025, sem samsvarar 43% lækkun. Á kjörtímabilinu hafa leikskólagjöld i Hveragerði lækkað verulega og biðlistar eru nú auðir sem áður voru þéttsettnir. Það er Hveragerðisleiðin. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi Halldór Benjamín Hreinsson, bæjarfulltrúi Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun