Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson og Njörður Sigurðsson skrifa 22. ágúst 2025 11:31 Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar fyrir kjörtímabilið 2022–2026 er lögð sérstök áhersla á að bæta stöðu barnafjölskyldna í Hveragerði. Mikilvægur liður í því markmiði snýr að því að lækka leikskólagjöld með því að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í allt að sex tíma á dag á sama tíma og öllum börnum 12 mánaða og eldri er tryggt leikskólapláss. 12 mánaða börnum tryggður leikskóli Með opnun nýs hluta Leikskólans Óskalands undir lok sumars hefur Hveragerðisbær loks náð því markmiði að tryggja öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólapláss. Þegar núverandi meirihluti tók við árið 2022 hafði um nokkurt skeið ekki tekist að standa við þessa stefnu bæjarins. Til að mæta þeirri stöðu var ákveðið í upphafi kjörtímabilsins að greiða foreldragreiðslur til þeirra fjölskyldna sem ekki fengu pláss fyrir börn sín við 12 mánaða aldur og fram að úthlutun leikskólapláss. Með þessum greiðslum var leitast við að vega upp kostnað sem foreldrar þurftu að bera vegna skorts á leikskólaplássum. Nú er ánægjulegt að segja frá því að öllum börnum í Hveragerði er tryggt leikskólapláss í samræmi við það markmið sem meirihlutinn setti sér í upphafi kjörtímabilsins. Gjaldfrjálsir tímar á leikskólum Á kjörtímabilinu hefur verið unnið markvisst að því að lækka leikskólagjöld með því að fjölga gjaldfrjálsum tímum á leikskólum Hveragerðisbæjar. Árið 2022 var boðinn einn slíkur tími, árið 2023 tveir, árið 2024 þrír og frá 1. september 2025 verða þeir orðnir fjórir. Markmiðið er að árið 2026 verði sex tímar gjaldfrjálsir á dag. Þessi aðferð hefur skilað því að leikskólagjöld fyrir átta tíma dvöl á dag hafa lækkað úr 29.256 krónum á mánuði árið 2022 í 16.800 krónur árið 2025, sem samsvarar 43% lækkun. Á kjörtímabilinu hafa leikskólagjöld i Hveragerði lækkað verulega og biðlistar eru nú auðir sem áður voru þéttsettnir. Það er Hveragerðisleiðin. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi Halldór Benjamín Hreinsson, bæjarfulltrúi Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Leikskólar Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Njörður Sigurðsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar fyrir kjörtímabilið 2022–2026 er lögð sérstök áhersla á að bæta stöðu barnafjölskyldna í Hveragerði. Mikilvægur liður í því markmiði snýr að því að lækka leikskólagjöld með því að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í allt að sex tíma á dag á sama tíma og öllum börnum 12 mánaða og eldri er tryggt leikskólapláss. 12 mánaða börnum tryggður leikskóli Með opnun nýs hluta Leikskólans Óskalands undir lok sumars hefur Hveragerðisbær loks náð því markmiði að tryggja öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólapláss. Þegar núverandi meirihluti tók við árið 2022 hafði um nokkurt skeið ekki tekist að standa við þessa stefnu bæjarins. Til að mæta þeirri stöðu var ákveðið í upphafi kjörtímabilsins að greiða foreldragreiðslur til þeirra fjölskyldna sem ekki fengu pláss fyrir börn sín við 12 mánaða aldur og fram að úthlutun leikskólapláss. Með þessum greiðslum var leitast við að vega upp kostnað sem foreldrar þurftu að bera vegna skorts á leikskólaplássum. Nú er ánægjulegt að segja frá því að öllum börnum í Hveragerði er tryggt leikskólapláss í samræmi við það markmið sem meirihlutinn setti sér í upphafi kjörtímabilsins. Gjaldfrjálsir tímar á leikskólum Á kjörtímabilinu hefur verið unnið markvisst að því að lækka leikskólagjöld með því að fjölga gjaldfrjálsum tímum á leikskólum Hveragerðisbæjar. Árið 2022 var boðinn einn slíkur tími, árið 2023 tveir, árið 2024 þrír og frá 1. september 2025 verða þeir orðnir fjórir. Markmiðið er að árið 2026 verði sex tímar gjaldfrjálsir á dag. Þessi aðferð hefur skilað því að leikskólagjöld fyrir átta tíma dvöl á dag hafa lækkað úr 29.256 krónum á mánuði árið 2022 í 16.800 krónur árið 2025, sem samsvarar 43% lækkun. Á kjörtímabilinu hafa leikskólagjöld i Hveragerði lækkað verulega og biðlistar eru nú auðir sem áður voru þéttsettnir. Það er Hveragerðisleiðin. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi Halldór Benjamín Hreinsson, bæjarfulltrúi Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun