Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir, Sigríður Kristín Helgadóttir og Þorvaldur Víðisson skrifa 13. ágúst 2025 13:30 Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama. Skoðanirnar geta síðan verið skiptar, ég hef þessa skoðun, þú hefur hina skoðunina. Þetta er eitt af því sem grundvallar lýðræðislegt samfélag, fólk skiptist á skoðunum og allir eiga rödd. Þrátt fyrir hið grundvallandi tjáningarfrelsi skal það frelsi ekki leiða okkur í þær ógöngur að meiða annað fólk eða skemma hluti. Tjáningarfrelsinu eru því takmörk sett. Í Fossvogsprestakalli var regnbogafánanum flaggað í síðustu viku. Kristin kirkja hefur á öllum öldum haft það hlutverk að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist, hinn upprisna, frelsara heimsins. Leiðirnar sem kirkjan fer í þessu verkefni sínu eru óteljandi. Kirkjan sinnir til dæmis gríðarlega öflugu hjálparstarfi, innanlands og erlendis. Svo er það sístætt verkefni þjóna og starfsfólks kirkjunnar að skíra og fræða, hugga og styðja, biðja og blessa. Allt er það unnið á grundvelli þess fagnaðarerindis sem heilög ritning boðar. Að flagga regnbogafánanum við kirkjur landsins er ein af þessum óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hefur farið og tekur þannig sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu. Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum. Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta? Við prestarnir í Fossvogsprestakalli viljum bjóða þau öll velkomin til okkar, sem vilja tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja. Höfundar eru prestar í Fossvogsprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Reykjavík Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama. Skoðanirnar geta síðan verið skiptar, ég hef þessa skoðun, þú hefur hina skoðunina. Þetta er eitt af því sem grundvallar lýðræðislegt samfélag, fólk skiptist á skoðunum og allir eiga rödd. Þrátt fyrir hið grundvallandi tjáningarfrelsi skal það frelsi ekki leiða okkur í þær ógöngur að meiða annað fólk eða skemma hluti. Tjáningarfrelsinu eru því takmörk sett. Í Fossvogsprestakalli var regnbogafánanum flaggað í síðustu viku. Kristin kirkja hefur á öllum öldum haft það hlutverk að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist, hinn upprisna, frelsara heimsins. Leiðirnar sem kirkjan fer í þessu verkefni sínu eru óteljandi. Kirkjan sinnir til dæmis gríðarlega öflugu hjálparstarfi, innanlands og erlendis. Svo er það sístætt verkefni þjóna og starfsfólks kirkjunnar að skíra og fræða, hugga og styðja, biðja og blessa. Allt er það unnið á grundvelli þess fagnaðarerindis sem heilög ritning boðar. Að flagga regnbogafánanum við kirkjur landsins er ein af þessum óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hefur farið og tekur þannig sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu. Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum. Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta? Við prestarnir í Fossvogsprestakalli viljum bjóða þau öll velkomin til okkar, sem vilja tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja. Höfundar eru prestar í Fossvogsprestakalli.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun