Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar 29. júlí 2025 07:31 Þann 26.07. s.l. birtist hér á vefnum grein eftir Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, Ísrael – brostnir draumar og lygar, og hafi hún þökk fyrir gagngera grein, ekki síst þar sem málið snertir hana persónulega. Það er ljóst og er vitað, að sagan endurtekur sig í sífellu, burtséð frá allri upplýsingu og menntun mannsins. Gaza er lifandi mynd hins pólitíska og illvíga hrærigrauts. Þegar farið er ofaní saumana á sögu hinna stríðandi fylkinga kemur í ljós að þær eiga sér sameiginlegan forföður, Abraham með synina tvo, Ísak og Ísmael, þ.e. forfeður Hebrea/Ísraels og araba. Heimildir eru um þá m.a. í Fyrstu Mósebók, Gamla testamentinu. Um Ísmael er sagt: „Statt þú upp (Hagar), reistu sveininn á fætur og leiddu hann þér við hönd, því að ég mun gjöra hann að mikilli þjóð“(1 Mós. 21.18). Hvað Abraham sjálfan varðar, þá er málið eilítið annað: „Og eg mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera.........og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta“ (1 Mós. 12.2-3). Ennfremur nokkru síðar: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá Egyptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat......“ (1 Mós. 15.18- 19). Til viðbótar, þá er nafnið Ísrael af guðlegum toga þar sem Guð veitti það syni Ísaks, Jakobi, og nefndi hann Ísra-el. Sáttmálanum við Abraham í 15. kaflanum er verulega hampað af Ísrael og stuðningmönnum þess ríkis, í því að orðið „sæði“ er tekið sem í þágufalli fleitölu, þannig að tilgreint landssvæði er þannig gjöf Guðs til hinna sönnu afkomenda Abrahams gegnum Ísak, en ekki Ísmael. Hin kristna, vestræna menning lítur á fyrirheitið í 15. kafla Fyrstu Mósebókar sem fyrirheit til handa Ísrael. Það er hinsvegar vert að það athugist, að orðið „sæði“ er þarna í eintölu, ekki fleirtölu, og á í raun réttri við um Jesúm Krist og síðan alla þá sem veita honum viðtöku, sbr. skýra afstöðu Páls postula í Galatabréfinu 3.16. Ísrael hefur samkvæmmt ofangreindu talið sig eiga rétt á þessu landssvæði frá örófi alda. Þessu til viðbótar liggur til grundvallar túlkun hins almenna kristna heims og mögulega Ísraels einnig, að samkvæmt spádómsorði Daníelsbótkar, 8. og 9. kafla, þá hófst hinn eiginlegi tími Ísraels 2300 árum eftir að enduruppbygging múra Jerúsalemborgar hófst á dögum Nehemía spámanns árið 444 f. Kr., sem uppfylltist árið 1948, þannig að það ártal er engin tilviljun í sögu Ísraels. Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning upp til hópa? Það helgast að ætla má af því að litið er á Ísraelsríkið sem uppfyllingu fyrirheitisins gefið Abraham, og þar sem slíkt fyrirheit er beint frá Guði komið er til einskis að berjast gegn því. Með þessu móti hefur það frítt spil gegn íbúum Gaza og mun valta endanlega yfir land og þjóð að öllu óbreyttu. Hér er ekki einungis um pólitísk átök að ræða heldur ævagamalt og illvígt trúarbragðastríð, þar sem áhrifavaldar í veraldarpólitík kristinnar menningar eru seldir undir sömu hugmyndafræði og Ísrael, að ekki sé minnst á framtíðarsýnina í ljósi ætlaðra heimsslita, þriðja musterisins, skamms valdatíma andkrists og endanlegs ríkis Messíasar. Þjóðernishreinsunarstefna Ísraels á sér langa sögu. Haft var fyrir satt að alvaran hafi hafist fyrir alvöru í valdatíð A. Sharons. Dæmið var sett upp eftirfarandi. Ariel White - hvítur þvottur Ariel Color - litaður þvottur Ariel Sharon - þjóðernishreinsun. Þannig að það sé á hreinu: Ísrael í dag er ekki hinn fyrirheitni afkomandi Abrahams og þar með ekki útvalin þjóð Guðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Torfason Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Trúmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 26.07. s.l. birtist hér á vefnum grein eftir Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, Ísrael – brostnir draumar og lygar, og hafi hún þökk fyrir gagngera grein, ekki síst þar sem málið snertir hana persónulega. Það er ljóst og er vitað, að sagan endurtekur sig í sífellu, burtséð frá allri upplýsingu og menntun mannsins. Gaza er lifandi mynd hins pólitíska og illvíga hrærigrauts. Þegar farið er ofaní saumana á sögu hinna stríðandi fylkinga kemur í ljós að þær eiga sér sameiginlegan forföður, Abraham með synina tvo, Ísak og Ísmael, þ.e. forfeður Hebrea/Ísraels og araba. Heimildir eru um þá m.a. í Fyrstu Mósebók, Gamla testamentinu. Um Ísmael er sagt: „Statt þú upp (Hagar), reistu sveininn á fætur og leiddu hann þér við hönd, því að ég mun gjöra hann að mikilli þjóð“(1 Mós. 21.18). Hvað Abraham sjálfan varðar, þá er málið eilítið annað: „Og eg mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera.........og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta“ (1 Mós. 12.2-3). Ennfremur nokkru síðar: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá Egyptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat......“ (1 Mós. 15.18- 19). Til viðbótar, þá er nafnið Ísrael af guðlegum toga þar sem Guð veitti það syni Ísaks, Jakobi, og nefndi hann Ísra-el. Sáttmálanum við Abraham í 15. kaflanum er verulega hampað af Ísrael og stuðningmönnum þess ríkis, í því að orðið „sæði“ er tekið sem í þágufalli fleitölu, þannig að tilgreint landssvæði er þannig gjöf Guðs til hinna sönnu afkomenda Abrahams gegnum Ísak, en ekki Ísmael. Hin kristna, vestræna menning lítur á fyrirheitið í 15. kafla Fyrstu Mósebókar sem fyrirheit til handa Ísrael. Það er hinsvegar vert að það athugist, að orðið „sæði“ er þarna í eintölu, ekki fleirtölu, og á í raun réttri við um Jesúm Krist og síðan alla þá sem veita honum viðtöku, sbr. skýra afstöðu Páls postula í Galatabréfinu 3.16. Ísrael hefur samkvæmmt ofangreindu talið sig eiga rétt á þessu landssvæði frá örófi alda. Þessu til viðbótar liggur til grundvallar túlkun hins almenna kristna heims og mögulega Ísraels einnig, að samkvæmt spádómsorði Daníelsbótkar, 8. og 9. kafla, þá hófst hinn eiginlegi tími Ísraels 2300 árum eftir að enduruppbygging múra Jerúsalemborgar hófst á dögum Nehemía spámanns árið 444 f. Kr., sem uppfylltist árið 1948, þannig að það ártal er engin tilviljun í sögu Ísraels. Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning upp til hópa? Það helgast að ætla má af því að litið er á Ísraelsríkið sem uppfyllingu fyrirheitisins gefið Abraham, og þar sem slíkt fyrirheit er beint frá Guði komið er til einskis að berjast gegn því. Með þessu móti hefur það frítt spil gegn íbúum Gaza og mun valta endanlega yfir land og þjóð að öllu óbreyttu. Hér er ekki einungis um pólitísk átök að ræða heldur ævagamalt og illvígt trúarbragðastríð, þar sem áhrifavaldar í veraldarpólitík kristinnar menningar eru seldir undir sömu hugmyndafræði og Ísrael, að ekki sé minnst á framtíðarsýnina í ljósi ætlaðra heimsslita, þriðja musterisins, skamms valdatíma andkrists og endanlegs ríkis Messíasar. Þjóðernishreinsunarstefna Ísraels á sér langa sögu. Haft var fyrir satt að alvaran hafi hafist fyrir alvöru í valdatíð A. Sharons. Dæmið var sett upp eftirfarandi. Ariel White - hvítur þvottur Ariel Color - litaður þvottur Ariel Sharon - þjóðernishreinsun. Þannig að það sé á hreinu: Ísrael í dag er ekki hinn fyrirheitni afkomandi Abrahams og þar með ekki útvalin þjóð Guðs.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar