Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 23. júlí 2025 16:31 Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika. Það er hægt að byggja upp vel heppnaða þétta byggð, rétt eins og hægt er að klúðra uppbyggingu í dreifðri byggð. Þéttleiki í sjálfu sér segir lítið um gæði og lífsgæði – það er hönnunin, samhengið og framkvæmdin sem skipta máli. Dæmi um þetta er Kaupmannahöfn, borg sem er um 13 sinnum þéttari en Reykjavík og nýtur engu að síður gífurlegra vinsælda meðal Íslendinga sem ferðast þangað í massavís til að njóta menningar, mannlífs, þjónustu og borgarumhverfis sem virkar. Á sama tíma er Reykjavík dreifðasta höfuðborg Norðurlanda. Það er því vart hægt að halda því fram að gengið hafi verið of langt í þéttingu hér. Það sem skiptir máli er hvernig við tryggjum gæði í uppbyggingu, hvort sem hún er þétt eða dreifð. Umræðan um þéttingu byggðar hefur í auknum mæli orðið að pólitísku þrætuepli. Þeir sem lengi hafa staðið utan valdastóls í borginni hafa nýtt sér umræðuna til að skapa skautun. Þetta er hættuleg þróun sem hamlar því að við getum rætt skipulagsmál af yfirvegun með gæði og framtíðarsýn að leiðarljósi. Nú hefur Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og fyrrum borgarstjóri rasað fram á völlinn en það sem er grátbroslegt við það er að hann hafði takmarkaðan smekk fyrir áhuga mínum á gæðum og borgarhönnunarstefnu en setti mikinn þrýsting á hraða. Þegar hraði er eina viðfangsefnið í uppbyggingu falla gæðin í skuggann. Þá gengur uppbyggingin ekki alltaf eins vel og lagt var upp með. Vel heppnuð uppbygging snýst um gæði en ekki þéttleika. Í stað þess að festa sig í tvíhyggju um þétta eða dreifða byggð ættum við að einblína á borgarhönnun og gæði. Reykjavíkurborg vinnur nú að sinni fyrstu borgarhönnunarstefnu og undir minni forystu í umhverfis- skipulagsráði stefnum við að því að klára hana haustið 2025. Markmiðið er að skapa sameiginlegan ramma um hvernig við byggjum borg sem þjónar fólkinu sem í henni býr með hamingju, heilsu, sjálfbærni og mannlíf að leiðarljósi. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við byggja upp borg í anda Kaupmannahafnar þar sem við getum gengið, hjólað, notað almenningssamgöngur og notið menningar og mannlífs? Eða viljum við byggja í anda Orlando í Florida, með endalausum bílahverfum og þjónustukjörnum eins og Korputorgi? Þetta eru ekki aðeins hugmyndafræðilegir valkostir því þeir hafa raunveruleg áhrif á heilsu, hamingju, umhverfið og framtíðarkostnað einstaklinga og samfélagsins. Við eigum að gera betur en Sjálfstæðisflokkurinn sem sótti sína hugmyndafræði og sækir enn til Bandaríkjanna og lagði grunn að þeirri bílaborg sem Reykjavík er nú. Bestu dæmin um þetta eru Skeifan, Múlarnir, Korputorg og Spöngin sem hafa næst að því drepið hverfisverslanir sem áður þjónustuðu nærumhverfið. Við getum gert betur til að einfalda líf fólks, minnka skutlið, draga úr hraða samfélagsins, streitu og veseni. En það krefst þess að við höfum kjark til að horfast í augu við það sem betur má fara, læra af því sem hefur virkað vel og beina athyglinni að gæðunum og góðri borgarhönnun. Að þétta byggð er góð borgarþróun - en það er ekki sama hvernig það er gert. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Skipulag Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika. Það er hægt að byggja upp vel heppnaða þétta byggð, rétt eins og hægt er að klúðra uppbyggingu í dreifðri byggð. Þéttleiki í sjálfu sér segir lítið um gæði og lífsgæði – það er hönnunin, samhengið og framkvæmdin sem skipta máli. Dæmi um þetta er Kaupmannahöfn, borg sem er um 13 sinnum þéttari en Reykjavík og nýtur engu að síður gífurlegra vinsælda meðal Íslendinga sem ferðast þangað í massavís til að njóta menningar, mannlífs, þjónustu og borgarumhverfis sem virkar. Á sama tíma er Reykjavík dreifðasta höfuðborg Norðurlanda. Það er því vart hægt að halda því fram að gengið hafi verið of langt í þéttingu hér. Það sem skiptir máli er hvernig við tryggjum gæði í uppbyggingu, hvort sem hún er þétt eða dreifð. Umræðan um þéttingu byggðar hefur í auknum mæli orðið að pólitísku þrætuepli. Þeir sem lengi hafa staðið utan valdastóls í borginni hafa nýtt sér umræðuna til að skapa skautun. Þetta er hættuleg þróun sem hamlar því að við getum rætt skipulagsmál af yfirvegun með gæði og framtíðarsýn að leiðarljósi. Nú hefur Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og fyrrum borgarstjóri rasað fram á völlinn en það sem er grátbroslegt við það er að hann hafði takmarkaðan smekk fyrir áhuga mínum á gæðum og borgarhönnunarstefnu en setti mikinn þrýsting á hraða. Þegar hraði er eina viðfangsefnið í uppbyggingu falla gæðin í skuggann. Þá gengur uppbyggingin ekki alltaf eins vel og lagt var upp með. Vel heppnuð uppbygging snýst um gæði en ekki þéttleika. Í stað þess að festa sig í tvíhyggju um þétta eða dreifða byggð ættum við að einblína á borgarhönnun og gæði. Reykjavíkurborg vinnur nú að sinni fyrstu borgarhönnunarstefnu og undir minni forystu í umhverfis- skipulagsráði stefnum við að því að klára hana haustið 2025. Markmiðið er að skapa sameiginlegan ramma um hvernig við byggjum borg sem þjónar fólkinu sem í henni býr með hamingju, heilsu, sjálfbærni og mannlíf að leiðarljósi. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við byggja upp borg í anda Kaupmannahafnar þar sem við getum gengið, hjólað, notað almenningssamgöngur og notið menningar og mannlífs? Eða viljum við byggja í anda Orlando í Florida, með endalausum bílahverfum og þjónustukjörnum eins og Korputorgi? Þetta eru ekki aðeins hugmyndafræðilegir valkostir því þeir hafa raunveruleg áhrif á heilsu, hamingju, umhverfið og framtíðarkostnað einstaklinga og samfélagsins. Við eigum að gera betur en Sjálfstæðisflokkurinn sem sótti sína hugmyndafræði og sækir enn til Bandaríkjanna og lagði grunn að þeirri bílaborg sem Reykjavík er nú. Bestu dæmin um þetta eru Skeifan, Múlarnir, Korputorg og Spöngin sem hafa næst að því drepið hverfisverslanir sem áður þjónustuðu nærumhverfið. Við getum gert betur til að einfalda líf fólks, minnka skutlið, draga úr hraða samfélagsins, streitu og veseni. En það krefst þess að við höfum kjark til að horfast í augu við það sem betur má fara, læra af því sem hefur virkað vel og beina athyglinni að gæðunum og góðri borgarhönnun. Að þétta byggð er góð borgarþróun - en það er ekki sama hvernig það er gert. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun