Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar 21. júlí 2025 07:52 „Til að varðveita gildi hins siðmenntaða heims er nauðsynlegt að kveikja í bókasafni. Sprengja upp mosku. Brenna ólífutré til ösku. Að klæða sig í nærföt konu sem flúði og taka svo mynd af því. Að jafna háskóla við jörðu. Að taka herfangi skartgripi, listaverk, banka, mat. Að taka börn til fanga fyrir að tína upp grænmeti. Að skjóta börn fyrir að kasta grjóti. Að senda fanga í skrúðgöngu á nærfötunum. Að brjóta tennur úr manni og troða upp í hann klósettbursta. Að siga bardagahundum á mann með Down heilkenni og skilja hann svo eftir til að deyja. Annars gæti hinn ósiðmenntaði heimur sigrað.“ Þetta skrifar egypski rithöfundurinn Omar El Akkad í nýrri bók, One day, everyone will have always been against this (bls. 77). Titillinn er jafn nístandi kaldhæðinn og tilvitnuðu orðin sem setja í samhengi það sem er að gerast á Gaza. Netanjahú sagðist vera að verja siðmenninguna og að baki honum fylkja sér Vesturlönd: Bandaríkin halda Ísrael uppi, Bretland, Þýskaland og Evrópusambandið styðja aðgerðirnar heils hugar og Bretar og Þjóðverjar banna samstöðu með Palestínu. Hafi íslensku ráðherrarnir sem sportuðu út og suður með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ekki gert alvarlegar athugasemdir við stuðning hennar og Evrópusambandsins eru þær veimiltítur. Minna reyndar á fræga vísu Páls Vídalín um grimman sýslumann austanlands: Kúgaðu fé af kotungi, Svo kveini undan þér almúgi. Þú hefnir þess í héraði sem hallaðist á Alþingi. Þótt útgerðarmenn og þingmenn sem þá styðja séu kotungar í andlegum fremur en efnalegum skilningi og almúginn frekar ánægður með framgöngu ríkisstjórnarinnar innanlands þá liggur sannleikskornið í seinnipartinum. Konurnar sem kalla sig valkyrjur bera sig vel á heimavelli en kikna í hnjánum eins og veimiltítur gagnvart erlendu stórmenni og þora ekki að taka þau afgerandi skref sem nauðsynlegt er gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza. Þrátt fyrir arfaslakan fréttaflutning íslenskra fjölmiðla fer skelfingarástandið á Gaza ekki framhjá fólki. Rasískt aðskilnaðarríki stendur með mesta herveldi heims að þjóðarmorði, þjóðernishreinsun, morðum á konum, börnum, gamalmennum, fötluðu fólki, blaðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og sjúkraflutningafólki, árásum á bústaði fólks, skóla, háskóla, moskur, grafreiti, sögulega og menningarlega verðmæta staði, sjúkrahús og nú síðast kristna kirkju. Sú árás fékk reyndar vestræna leiðtoga, jafnvel Trump, til að rísa upp á allavega aðra afturlöppina og skamma Netanjanhú. Það er sama hvert litið er, ósvífin mannfyrirlitning Ísraelsmanna nær nýjum og nýjum lægðum, helsjúkt, rasískt hugarfar helstu leiðtoga þeirra er yfirgengilegt og þeir eru smátt og smátt að einangrast. Vesturlönd standa þó flest þétt á bak við þá, Bandaríkin, Bretland, Þýskaland og Evrópusambandið sér í lagi en flest önnur Evrópulönd flögra þar í kring í dapurlegu hugleysi. Fyrrgreind bók eftir Omar El Akkad er átakanlega sársaukafull. Hún lýsir á persónulegan hátt þeirri bitru reynslu að vera Arabi á Vesturlöndum, með allskyns staðalímyndir og rasíska hryðjuverkastimpla stöðugt yfir höfðinu, allt frá árásinni 11. september 2001. Hann hæðist kuldalega að tvískinnungnum sem blasir við, leiðtogar eru þegar farnir að segja að þeir hafi nú alltaf verið á móti þessu. El Akkad afhjúpar stöðugt skeytingarleysið sem er svo himinhrópandi: fæstir þora að fordæma þjóðarmorðið fullum fetum. Menningargeirinn og háskólasamfélagið eru síst betri en stjórnmálin. En að því kemur að við getum öll sagt að við höfum verið á móti þessu. Það er samt ekki víst að það dugi. Aðgerðaleysið og afstöðuleysið er fyrst og fremst merki um djúpstætt siðferðilegt og kannski enn frekar menningarlegt eða samfélagslegt hrun. Ef við getum ekki brugðist við þessu ástandi á mannsæmandi hátt, hvað er okkur þá sæmandi? Því verður að grípa til áþreifanlegra aðgerða nú þegar. Og hvers vegna? Vegna þess að framundan er ekkert nema dauði í manngerðri sjálfheldu. Nú er þjóðarmorðið svo langt gengið að fólk er byrjað að hrynja niður af hungri. Ísraelsmenn svelta Gazabúa í hel. Um leið hrekja þeir örbjarga og magnþrota fólk með rýmingarskipunum úr heilu borgunum og borgarhverfunum í yfirfylltar flóttamannabúðir þar sem útilokað er að hafast við. Á skrifandi stundu er ein slík skipun í gangi, þungvopnaðar hersveitir þjarma að bjargarlausu fólki um miðbik Gaza, fólki sem er orðið of máttfarið til að flýja. Það er engin leið til baka, engin leið til bjargar nema að stöðva þetta þjóðarmorð þegar í stað, opna landamærin og hleypa inn öllum tiltækum hjálpargögnum og hjálparstarfi. Við erum mörg sem horfum skelfingu lostin á þetta gerast,höfum fylgst með löngum aðdraganda hungurdauðans og reynt að vara við, mótmæla og hjálpa af veikum mætti. Við stöndum í daglegum samskiptum við fólk á Gaza, reynum að rétta hjálparhönd, safna fé, hughreysta og láta fólk vita að einhverjir láti sig þó skipta örlög þeirra. Við uppskerum bænir og þakklæti en skynjum átakanlega hratt vaxandi örvæntingu. Foreldrar horfa á sveltandi börn sín, hlusta á þau veinandi af hungri og svelta sig sjálf sé eitthvert smáræði til handa börnunum. Mörg þeirra sem við höfum verið í samskiptum við hafa soltið í þrjá daga og jafnvel lengur. Hjálparstarfið er sjálfsprottið og hefur þróast hratt. Nú er til almannaheillafélagið Vonarbrú, sem styður fólk á Gaza. Einnig er hægt að styrkja fólk á sérstökum söfnunarsíðum. Mörgum ofbýður ástandið og reyna að gera eitthvað. Drjúgur hluti almennings virðist hins vegar vera í einhvers konar afneitun, kannski svo ráðþrota gagnvart óhæfunni að hann líti undan í vanmætti sínum. En það getur ekki gengið, við getum ekki litið undan lengur. Það verður að þrýsta á stjórnvöld með öllu tiltækum ráðum. Starf Vonarbrúar er öflug yfirlýsing og krafa um aðgerðir. Félagið hefur opnað nýja leið til að hafa áhrif og ég skora á fólk að skoða það á Facebook og styrkja nauðstatt fólk á Gaza. Það getur (vald)eflt fólk til aðgerða. Félagið Ísland Palestína hefur starfað lengi, staðið fyrir hjálparstarfi og skipuleggur mótmæli. Þau næstu eru nú á þriðjudaginn 22. júlí fyrir framan utanríkisráðuneytið. Mótmæli og aðgerðir fara fram um allan heim til að þrýsta á duglaus stjórnvöld um að grípa til aðgerða. Stuðningur og öflug mótmæli, ásamt því að láta í sér heyra hvar sem færi gefst, er beinasta leið almennings til að hafa áhrif. Sinnuleysi heimsins er óskiljanlegt og allskyns samsæriskenningar eru á lofti um hreðjatök Ísraels á vestrænum leiðtogum. Gegndarlaus áróður þeirra áratugum saman hefur rammskekkt mynd almennings af ástandinu. Steingeld vanahugsun, hagsmunaþjónkun og samtryggingarhugarfar vestrænna stjórnmála hefur hins vegar valdið siðferðilegu skipbroti í aðgerðaleysi þeirra. Skeytingarleysið verður að rjúfa því okkar eigin framtíð er í húfi. Verði framferði Ísraels látið viðgangast lengur verður ekki hægt að útiloka að slíkt endurtaki sig. Allt hrópar á aðgerðir. Virðingarleysi Ísraels gagnvart öllum hugsanlegum alþjóðalögum og siðareglum krefst þess að til hörðustu áþreifanlegra aðgerða verði gripið. Vopnasölubanns, viðskiptabanns, flutningabanns, sniðgöngu á ísraelsk fyrirtæki, slita á stjórnmálasambandi eða að dregið verði verulega úr því. Styðja þarf kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir Alþjóða glæpadómstólnum vegna þjóðarmorðs og ganga til liðs við Haag-hópinn svokallaða, sem skipuleggur áþreifanlegar aðgerðir. Nokkur Evrópulönd tóku þátt í fundi hans á dögunum í Bogotá í Kólumbíu: Írland, Noregur, Portúgal, Spánn og Slóvenía. Fara þarf að öllum ráðum Francescu Albanese, sérstaks erindreka Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi á herteknum svæðum Palestínu. Nú er ekki lengur hægt að líta undan. Vesturlönd hafa lifað á eigin sjálfsupphafningu og yfirburðahyggju nýlenduveldanna gagnvart öðrum heimshlutum um aldir. Þjóðarmorðið á Gaza er skilgetið afkvæmi þeirrar hugsunar. Omar El Akkad lýsir einmitt hreinræktuðu skipbroti hennar sem birtist í eitraðri blöndu skeytingarleysis og yfirborðssamúðar. Hann spyr einfaldlega (bls. 151): „Hvernig lýkur maður setningunni: „Það er óheppilegt að tugir þúsunda barna séu dáin, en ...““ Já, hverju svarið þið, Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Inga Sæland? Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Til að varðveita gildi hins siðmenntaða heims er nauðsynlegt að kveikja í bókasafni. Sprengja upp mosku. Brenna ólífutré til ösku. Að klæða sig í nærföt konu sem flúði og taka svo mynd af því. Að jafna háskóla við jörðu. Að taka herfangi skartgripi, listaverk, banka, mat. Að taka börn til fanga fyrir að tína upp grænmeti. Að skjóta börn fyrir að kasta grjóti. Að senda fanga í skrúðgöngu á nærfötunum. Að brjóta tennur úr manni og troða upp í hann klósettbursta. Að siga bardagahundum á mann með Down heilkenni og skilja hann svo eftir til að deyja. Annars gæti hinn ósiðmenntaði heimur sigrað.“ Þetta skrifar egypski rithöfundurinn Omar El Akkad í nýrri bók, One day, everyone will have always been against this (bls. 77). Titillinn er jafn nístandi kaldhæðinn og tilvitnuðu orðin sem setja í samhengi það sem er að gerast á Gaza. Netanjahú sagðist vera að verja siðmenninguna og að baki honum fylkja sér Vesturlönd: Bandaríkin halda Ísrael uppi, Bretland, Þýskaland og Evrópusambandið styðja aðgerðirnar heils hugar og Bretar og Þjóðverjar banna samstöðu með Palestínu. Hafi íslensku ráðherrarnir sem sportuðu út og suður með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ekki gert alvarlegar athugasemdir við stuðning hennar og Evrópusambandsins eru þær veimiltítur. Minna reyndar á fræga vísu Páls Vídalín um grimman sýslumann austanlands: Kúgaðu fé af kotungi, Svo kveini undan þér almúgi. Þú hefnir þess í héraði sem hallaðist á Alþingi. Þótt útgerðarmenn og þingmenn sem þá styðja séu kotungar í andlegum fremur en efnalegum skilningi og almúginn frekar ánægður með framgöngu ríkisstjórnarinnar innanlands þá liggur sannleikskornið í seinnipartinum. Konurnar sem kalla sig valkyrjur bera sig vel á heimavelli en kikna í hnjánum eins og veimiltítur gagnvart erlendu stórmenni og þora ekki að taka þau afgerandi skref sem nauðsynlegt er gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza. Þrátt fyrir arfaslakan fréttaflutning íslenskra fjölmiðla fer skelfingarástandið á Gaza ekki framhjá fólki. Rasískt aðskilnaðarríki stendur með mesta herveldi heims að þjóðarmorði, þjóðernishreinsun, morðum á konum, börnum, gamalmennum, fötluðu fólki, blaðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og sjúkraflutningafólki, árásum á bústaði fólks, skóla, háskóla, moskur, grafreiti, sögulega og menningarlega verðmæta staði, sjúkrahús og nú síðast kristna kirkju. Sú árás fékk reyndar vestræna leiðtoga, jafnvel Trump, til að rísa upp á allavega aðra afturlöppina og skamma Netanjanhú. Það er sama hvert litið er, ósvífin mannfyrirlitning Ísraelsmanna nær nýjum og nýjum lægðum, helsjúkt, rasískt hugarfar helstu leiðtoga þeirra er yfirgengilegt og þeir eru smátt og smátt að einangrast. Vesturlönd standa þó flest þétt á bak við þá, Bandaríkin, Bretland, Þýskaland og Evrópusambandið sér í lagi en flest önnur Evrópulönd flögra þar í kring í dapurlegu hugleysi. Fyrrgreind bók eftir Omar El Akkad er átakanlega sársaukafull. Hún lýsir á persónulegan hátt þeirri bitru reynslu að vera Arabi á Vesturlöndum, með allskyns staðalímyndir og rasíska hryðjuverkastimpla stöðugt yfir höfðinu, allt frá árásinni 11. september 2001. Hann hæðist kuldalega að tvískinnungnum sem blasir við, leiðtogar eru þegar farnir að segja að þeir hafi nú alltaf verið á móti þessu. El Akkad afhjúpar stöðugt skeytingarleysið sem er svo himinhrópandi: fæstir þora að fordæma þjóðarmorðið fullum fetum. Menningargeirinn og háskólasamfélagið eru síst betri en stjórnmálin. En að því kemur að við getum öll sagt að við höfum verið á móti þessu. Það er samt ekki víst að það dugi. Aðgerðaleysið og afstöðuleysið er fyrst og fremst merki um djúpstætt siðferðilegt og kannski enn frekar menningarlegt eða samfélagslegt hrun. Ef við getum ekki brugðist við þessu ástandi á mannsæmandi hátt, hvað er okkur þá sæmandi? Því verður að grípa til áþreifanlegra aðgerða nú þegar. Og hvers vegna? Vegna þess að framundan er ekkert nema dauði í manngerðri sjálfheldu. Nú er þjóðarmorðið svo langt gengið að fólk er byrjað að hrynja niður af hungri. Ísraelsmenn svelta Gazabúa í hel. Um leið hrekja þeir örbjarga og magnþrota fólk með rýmingarskipunum úr heilu borgunum og borgarhverfunum í yfirfylltar flóttamannabúðir þar sem útilokað er að hafast við. Á skrifandi stundu er ein slík skipun í gangi, þungvopnaðar hersveitir þjarma að bjargarlausu fólki um miðbik Gaza, fólki sem er orðið of máttfarið til að flýja. Það er engin leið til baka, engin leið til bjargar nema að stöðva þetta þjóðarmorð þegar í stað, opna landamærin og hleypa inn öllum tiltækum hjálpargögnum og hjálparstarfi. Við erum mörg sem horfum skelfingu lostin á þetta gerast,höfum fylgst með löngum aðdraganda hungurdauðans og reynt að vara við, mótmæla og hjálpa af veikum mætti. Við stöndum í daglegum samskiptum við fólk á Gaza, reynum að rétta hjálparhönd, safna fé, hughreysta og láta fólk vita að einhverjir láti sig þó skipta örlög þeirra. Við uppskerum bænir og þakklæti en skynjum átakanlega hratt vaxandi örvæntingu. Foreldrar horfa á sveltandi börn sín, hlusta á þau veinandi af hungri og svelta sig sjálf sé eitthvert smáræði til handa börnunum. Mörg þeirra sem við höfum verið í samskiptum við hafa soltið í þrjá daga og jafnvel lengur. Hjálparstarfið er sjálfsprottið og hefur þróast hratt. Nú er til almannaheillafélagið Vonarbrú, sem styður fólk á Gaza. Einnig er hægt að styrkja fólk á sérstökum söfnunarsíðum. Mörgum ofbýður ástandið og reyna að gera eitthvað. Drjúgur hluti almennings virðist hins vegar vera í einhvers konar afneitun, kannski svo ráðþrota gagnvart óhæfunni að hann líti undan í vanmætti sínum. En það getur ekki gengið, við getum ekki litið undan lengur. Það verður að þrýsta á stjórnvöld með öllu tiltækum ráðum. Starf Vonarbrúar er öflug yfirlýsing og krafa um aðgerðir. Félagið hefur opnað nýja leið til að hafa áhrif og ég skora á fólk að skoða það á Facebook og styrkja nauðstatt fólk á Gaza. Það getur (vald)eflt fólk til aðgerða. Félagið Ísland Palestína hefur starfað lengi, staðið fyrir hjálparstarfi og skipuleggur mótmæli. Þau næstu eru nú á þriðjudaginn 22. júlí fyrir framan utanríkisráðuneytið. Mótmæli og aðgerðir fara fram um allan heim til að þrýsta á duglaus stjórnvöld um að grípa til aðgerða. Stuðningur og öflug mótmæli, ásamt því að láta í sér heyra hvar sem færi gefst, er beinasta leið almennings til að hafa áhrif. Sinnuleysi heimsins er óskiljanlegt og allskyns samsæriskenningar eru á lofti um hreðjatök Ísraels á vestrænum leiðtogum. Gegndarlaus áróður þeirra áratugum saman hefur rammskekkt mynd almennings af ástandinu. Steingeld vanahugsun, hagsmunaþjónkun og samtryggingarhugarfar vestrænna stjórnmála hefur hins vegar valdið siðferðilegu skipbroti í aðgerðaleysi þeirra. Skeytingarleysið verður að rjúfa því okkar eigin framtíð er í húfi. Verði framferði Ísraels látið viðgangast lengur verður ekki hægt að útiloka að slíkt endurtaki sig. Allt hrópar á aðgerðir. Virðingarleysi Ísraels gagnvart öllum hugsanlegum alþjóðalögum og siðareglum krefst þess að til hörðustu áþreifanlegra aðgerða verði gripið. Vopnasölubanns, viðskiptabanns, flutningabanns, sniðgöngu á ísraelsk fyrirtæki, slita á stjórnmálasambandi eða að dregið verði verulega úr því. Styðja þarf kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir Alþjóða glæpadómstólnum vegna þjóðarmorðs og ganga til liðs við Haag-hópinn svokallaða, sem skipuleggur áþreifanlegar aðgerðir. Nokkur Evrópulönd tóku þátt í fundi hans á dögunum í Bogotá í Kólumbíu: Írland, Noregur, Portúgal, Spánn og Slóvenía. Fara þarf að öllum ráðum Francescu Albanese, sérstaks erindreka Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi á herteknum svæðum Palestínu. Nú er ekki lengur hægt að líta undan. Vesturlönd hafa lifað á eigin sjálfsupphafningu og yfirburðahyggju nýlenduveldanna gagnvart öðrum heimshlutum um aldir. Þjóðarmorðið á Gaza er skilgetið afkvæmi þeirrar hugsunar. Omar El Akkad lýsir einmitt hreinræktuðu skipbroti hennar sem birtist í eitraðri blöndu skeytingarleysis og yfirborðssamúðar. Hann spyr einfaldlega (bls. 151): „Hvernig lýkur maður setningunni: „Það er óheppilegt að tugir þúsunda barna séu dáin, en ...““ Já, hverju svarið þið, Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Inga Sæland? Höfundur er bókmenntafræðingur.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun