Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 15. júlí 2025 08:01 Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur. Þrátt fyrir óbilgirni stjórnarandstöðunnar unnust margir stórir sigrar á vorþinginu. Ný lög um breytingar á útreikningi veiðigjalda fela í sér leiðréttingu sem þjóðin hefur kallað eftir í mörg ár og jafnvel áratugi. Samkvæmt þeim miðast auðlindarentan til þjóðarinnar nú við markaðsvirði afla en ekki verð sem útgerð og fiskvinnsla í eigu sama aðila ákveða sjálfir. Það er stór sigur. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn hefur sett hagsmuni þjóðarinnar framar sérhagsmunum varðandi nýtgingu auðlinda í eigu hennar. Það kom því ekki á óvart að ein sterkasta sérhagsmunablokk í landinu lagði allt undir til að koma í veg fyrir þessa leiðréttingu. Alþingi í gíslingu í mánuð Ríkisstjórn Flokks fólksins , Viðreisnar og Samfylkingar stóðst áhlaup og rándýra auglýsinga- og óhróðursherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og umboðsmanna þeirra samtaka á Alþingi. Stóðst linnulausar árásir þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknar sem víluðu ekki fyrir sér að hagræða sannleikanum og reyna að ljúga því að þjóðinni að með lögunum ætlaði ríkisstjórnin að þurrka upp hagnað útgerðarinnar. Ekkert er fjarri lagi. Það er fáheyrt að haldnar séu yfir þrjú þúsund ræður og andsvör í einu máli á Alþingi. Að 160 klukkustundir, fjórar starfsvikur, séu teknar undir eitt mál. Stjórnarandstaðan hótaði því bæði í ræðum og á fundum þar sem reynt var að semja um þinglok að hún myndi ekki hleypa neinu máli ríkisstjórnarinnar í gegn ef ekki yrði fallið frá veiðigjalda frumvarpinu. Málum sem varða hag allra Íslendinga og þess vegna var nauðsynlegt að stoppa málæðið með heimild í þingskaparlögum. Ríkisstjórnin er rétt að byrja Engin önnur Ríkisstjórn hefur áður vogað sér að fara fram gegn sérhagsmunum stórútgerðanna. Fyrri ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og nú síðast einnig Vinstri grænna hafa þvert á móti farið í einu og öllu eftir því sem stórútgerðin hefur krafist af þeim. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar gert slagorð Flokks fólksins að sínu: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Þau mál sem stóðu útaf nú á vorþingi bíða tilbúin til framlagningar á haustþingi sem hefst eftir aðeins átta vikur, ásamt fjölmörgum öðrum góðum málum sem hafa verið í undirbúningi í ráðuneytum. Ríkisstjórn er því rétt að byrja og hefur langt í frá gleymt strandveiðisjómönnum og þaðan af síður fötluðu fólki og eldri borgurum.Strax í þessari viku verður tryggt að bætt verði í aflaheimildir strandveiðisjómanna. Þá er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun sem samþykkt var á Alþingi á mánudag að greiðslur til fatlaðs fólks og ellilífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu. Frumvarp þar að lútandi verður síðan lagt fram strax í haust. Þingmenn stjórnarflokkanna fagna þeim sigurum sem náðust á þessu fyrsta þingi. Við höfum og munum standa saman öll sem einn og hlökkum til að mæta til þings á ný. Næg eru verkefnin. Höfundur er 1. þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur. Þrátt fyrir óbilgirni stjórnarandstöðunnar unnust margir stórir sigrar á vorþinginu. Ný lög um breytingar á útreikningi veiðigjalda fela í sér leiðréttingu sem þjóðin hefur kallað eftir í mörg ár og jafnvel áratugi. Samkvæmt þeim miðast auðlindarentan til þjóðarinnar nú við markaðsvirði afla en ekki verð sem útgerð og fiskvinnsla í eigu sama aðila ákveða sjálfir. Það er stór sigur. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn hefur sett hagsmuni þjóðarinnar framar sérhagsmunum varðandi nýtgingu auðlinda í eigu hennar. Það kom því ekki á óvart að ein sterkasta sérhagsmunablokk í landinu lagði allt undir til að koma í veg fyrir þessa leiðréttingu. Alþingi í gíslingu í mánuð Ríkisstjórn Flokks fólksins , Viðreisnar og Samfylkingar stóðst áhlaup og rándýra auglýsinga- og óhróðursherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og umboðsmanna þeirra samtaka á Alþingi. Stóðst linnulausar árásir þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknar sem víluðu ekki fyrir sér að hagræða sannleikanum og reyna að ljúga því að þjóðinni að með lögunum ætlaði ríkisstjórnin að þurrka upp hagnað útgerðarinnar. Ekkert er fjarri lagi. Það er fáheyrt að haldnar séu yfir þrjú þúsund ræður og andsvör í einu máli á Alþingi. Að 160 klukkustundir, fjórar starfsvikur, séu teknar undir eitt mál. Stjórnarandstaðan hótaði því bæði í ræðum og á fundum þar sem reynt var að semja um þinglok að hún myndi ekki hleypa neinu máli ríkisstjórnarinnar í gegn ef ekki yrði fallið frá veiðigjalda frumvarpinu. Málum sem varða hag allra Íslendinga og þess vegna var nauðsynlegt að stoppa málæðið með heimild í þingskaparlögum. Ríkisstjórnin er rétt að byrja Engin önnur Ríkisstjórn hefur áður vogað sér að fara fram gegn sérhagsmunum stórútgerðanna. Fyrri ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og nú síðast einnig Vinstri grænna hafa þvert á móti farið í einu og öllu eftir því sem stórútgerðin hefur krafist af þeim. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar gert slagorð Flokks fólksins að sínu: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Þau mál sem stóðu útaf nú á vorþingi bíða tilbúin til framlagningar á haustþingi sem hefst eftir aðeins átta vikur, ásamt fjölmörgum öðrum góðum málum sem hafa verið í undirbúningi í ráðuneytum. Ríkisstjórn er því rétt að byrja og hefur langt í frá gleymt strandveiðisjómönnum og þaðan af síður fötluðu fólki og eldri borgurum.Strax í þessari viku verður tryggt að bætt verði í aflaheimildir strandveiðisjómanna. Þá er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun sem samþykkt var á Alþingi á mánudag að greiðslur til fatlaðs fólks og ellilífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu. Frumvarp þar að lútandi verður síðan lagt fram strax í haust. Þingmenn stjórnarflokkanna fagna þeim sigurum sem náðust á þessu fyrsta þingi. Við höfum og munum standa saman öll sem einn og hlökkum til að mæta til þings á ný. Næg eru verkefnin. Höfundur er 1. þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun