Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar 10. júlí 2025 19:03 Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum. Í stað þess að horfast í augu við skort á þekkingu, reynslu og pólitískum vilja innan eigin raða, hafa stjórnarliðar gripið til þess ráðs að finna öflugri stjórnarandstöðu allt til foráttu. Nú í morgun tók svo steininn úr þegar ríkisstjórnin sakaði minnihluta þingsins um valdarán og gerræðislega tilburði, nú sé háð orrusta um Ísland og ríkisstjórnin ætli sér að verja lýðveldið gegn slíkum tilburðum. Að þessu tilefni er rétt að minna á þá óumdeildu staðreynd að það er ríkisstjórnin sem fer með óskorað dagskrárvald á Alþingi. Það er alfarið á hennar ábyrgð hvaða mál eru sett á dagskrá, hvenær og í hvaða forgangi þau eru afgreidd. Sum mál stóð aldrei til að klára Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á strandveiðum er dæmi um mál sem stjórnarliðar hafa nefnt í þessu samhengi þótt þinginu sé enn ólokið. Það mál kom ekki inn í þing fyrr en 28. maí, tveimur mánuðum eftir að lögbundnum fresti lauk og hálfum mánuði áður en áformað var að slíta þinginu samkvæmt starfsáætlun. Málið var ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd fyrr en 26. júní og önnur umræða um málið ekki sett á dagskrá fyrr en 8. júlí. Þessi almenni seinagangur er ekki stjórnarandstöðunni að kenna. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar undirstrika þá staðreynd. Engin raunveruleg samstaða er innan ríkisstjórnarflokkanna til þess að klára strandveiðimálið, a.m.k. að sinni. Hefði ráðherra ætlað sér að tryggja 48 daga strandveiðar, þá hefði málið verið lagt fram fyrr, farið hratt og vel í gegnum nefnd og verið sett á dagskrá þingsins mun fyrr. Allt stóð þetta ríkisstjórninni til boða, hafi raunverulegur vilji staðið til þess að klára málið. Slíkt hið sama gildir um öll hin stóru málin sem þeim er tíðrætt um að stjórnarandstaðan stoppi með málþófi sínu um veiðigjöld, þar á meðal samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og rammaáætlun, sem er reyndar forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Ef þessi mál hefðu í raun og veru verið forgangsmál ríkisstjórnarinnar hefðu þau verið lögð fram fyrr og tekin til umræðu í tæka tíð. Þingleg meðferð tekur tíma. Vönduð málsmeðferð tekur tíma. Þetta vita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar en aðhöfðust ekkert. Ábyrgðin er þeirra. Fjörutíu mál hlotið afgreiðslu þingsins Rétt að árétta að þrátt fyrir háværa umræðu stjórnarliða um málþóf, hafa um fjörutíu stjórnarmál þegar verið afgreidd á yfirstandandi þingi. Það staðfestir að ríkisstjórnin getur vel náð málum fram, ef vilji er fyrir hendi. Það er þeirra val að draga veigamikil og umdeild mál inn í þingsal á síðustu metrum þingvetrarins og ætlast til þess að þau séu svo afgreidd með hraði. Það liggur í augum uppi að mörg þessara mála voru vísvitandi lögð seint fram. Auðvelt hefði verið að tryggja framgang margra þessara mála sem nú er fyrirséð að munu ekki ná fram að ganga. Viljinn til þess þarf að vera til staðar og hann var það augljóslega ekki. Það er pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin þarf að lifa með og ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar. Þingræði byggir á þeirri grundvallarreglu að þeir sem fara með völdin bera ábyrgðina. Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks flólksins, að leggja þessi veigamiklu mál seint fram, böðla þeim í gegnum nefndir þingsins og setja þau ekki á dagskrá. Það er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ber ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi á Alþingi. Höfundur er ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum. Í stað þess að horfast í augu við skort á þekkingu, reynslu og pólitískum vilja innan eigin raða, hafa stjórnarliðar gripið til þess ráðs að finna öflugri stjórnarandstöðu allt til foráttu. Nú í morgun tók svo steininn úr þegar ríkisstjórnin sakaði minnihluta þingsins um valdarán og gerræðislega tilburði, nú sé háð orrusta um Ísland og ríkisstjórnin ætli sér að verja lýðveldið gegn slíkum tilburðum. Að þessu tilefni er rétt að minna á þá óumdeildu staðreynd að það er ríkisstjórnin sem fer með óskorað dagskrárvald á Alþingi. Það er alfarið á hennar ábyrgð hvaða mál eru sett á dagskrá, hvenær og í hvaða forgangi þau eru afgreidd. Sum mál stóð aldrei til að klára Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á strandveiðum er dæmi um mál sem stjórnarliðar hafa nefnt í þessu samhengi þótt þinginu sé enn ólokið. Það mál kom ekki inn í þing fyrr en 28. maí, tveimur mánuðum eftir að lögbundnum fresti lauk og hálfum mánuði áður en áformað var að slíta þinginu samkvæmt starfsáætlun. Málið var ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd fyrr en 26. júní og önnur umræða um málið ekki sett á dagskrá fyrr en 8. júlí. Þessi almenni seinagangur er ekki stjórnarandstöðunni að kenna. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar undirstrika þá staðreynd. Engin raunveruleg samstaða er innan ríkisstjórnarflokkanna til þess að klára strandveiðimálið, a.m.k. að sinni. Hefði ráðherra ætlað sér að tryggja 48 daga strandveiðar, þá hefði málið verið lagt fram fyrr, farið hratt og vel í gegnum nefnd og verið sett á dagskrá þingsins mun fyrr. Allt stóð þetta ríkisstjórninni til boða, hafi raunverulegur vilji staðið til þess að klára málið. Slíkt hið sama gildir um öll hin stóru málin sem þeim er tíðrætt um að stjórnarandstaðan stoppi með málþófi sínu um veiðigjöld, þar á meðal samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og rammaáætlun, sem er reyndar forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Ef þessi mál hefðu í raun og veru verið forgangsmál ríkisstjórnarinnar hefðu þau verið lögð fram fyrr og tekin til umræðu í tæka tíð. Þingleg meðferð tekur tíma. Vönduð málsmeðferð tekur tíma. Þetta vita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar en aðhöfðust ekkert. Ábyrgðin er þeirra. Fjörutíu mál hlotið afgreiðslu þingsins Rétt að árétta að þrátt fyrir háværa umræðu stjórnarliða um málþóf, hafa um fjörutíu stjórnarmál þegar verið afgreidd á yfirstandandi þingi. Það staðfestir að ríkisstjórnin getur vel náð málum fram, ef vilji er fyrir hendi. Það er þeirra val að draga veigamikil og umdeild mál inn í þingsal á síðustu metrum þingvetrarins og ætlast til þess að þau séu svo afgreidd með hraði. Það liggur í augum uppi að mörg þessara mála voru vísvitandi lögð seint fram. Auðvelt hefði verið að tryggja framgang margra þessara mála sem nú er fyrirséð að munu ekki ná fram að ganga. Viljinn til þess þarf að vera til staðar og hann var það augljóslega ekki. Það er pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin þarf að lifa með og ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar. Þingræði byggir á þeirri grundvallarreglu að þeir sem fara með völdin bera ábyrgðina. Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks flólksins, að leggja þessi veigamiklu mál seint fram, böðla þeim í gegnum nefndir þingsins og setja þau ekki á dagskrá. Það er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ber ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi á Alþingi. Höfundur er ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun