Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar 16. júlí 2025 09:02 Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum. Traustir innviðir sem nýtast allt árið skipta miklu máli Að fljúga frá öðrum flugvelli „einhvers staðar“ frá myndi auka kostnað nemenda töluvert og auka líkur á því að flugnemar færu erlendis. Eftir því sem réttindin aukast og námið þyngist, eins og t.d. með fjölhreyflaáritun og blindflugsáritun þá eru litlir flugvellir úti á landi ekki gerðir fyrir slíkt. Tveggja hreyfla flugvélar þurfa lengri flugbrautir, meira rými og blindaðflugsbúnað sem er aðeins að finna á áætlunarflugvöllum þar sem blindaðflug eru til að komast örugglega milli staða í takmörkuðu skyggni og skýjahæð. Þannig flug kallast blindflug. Þar er Reykjavíkurflugvöllur mjög mikilvægur fyrir allt flug í landinu sem varaflugvöllur fyrir hina áætlunarflugvellina. Þeir sem reka sjúkraflugið þurfa líka reglulega á nýjum flugmönnum að halda. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur fyrir gæði flugnáms á Íslandi.Matthías Arngrímsson Hagfræðin í fluginu Flugskólarnir eru mikilvægir fyrir þjóðarbúið og því er nauðsynlegt að þeir fái að þrífast við góðar aðstæður og fái þann stuðning frá ráðuneytum, Samgöngustofu og Isavia svo starfsemin vaxi og dafni. Höfum í huga að fyrir hverja einustu krónu sem íslenska ríkið setur í flugið og innviði sem snertir þann málaflokk þá skilar það sér með hárri ávöxtun gegnum skatttekjur í störfum og rekstri í fluggeiranum. Til frekari fróðleiks, Í skýrslu um Félagshagfræðilega greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands, sem Innanríkisráðuneytið gaf út árið 2014 kemur fram að flugvallarkerfið er í heild sinni þjóðhagslega arðbært. Í niðurstöðum kostnaðar-/ábatagreiningar var ábati af innanlandsflugvallakerfinu á landsbyggðinni metinn um 70,8 milljarðar króna miðað við arðsemistímann 2013-2053. Þjóðhagslegur ávinningur samfélagsins af útgjaldakrónu hins opinbera til flugvallanna og flugsins í heild er 1,48 kr, þ.e. þjóðhagsleg arðsemi fjárfestingarinnar í flugvallakerfinu og fluginu á landsbyggðinni umfram útgjöld er 48%. Ætti það að teljast mjög ábyrg ráðstöfun á almannafé. Flug skiptir verulegu máli fyrir hagvöxt og atvinnusköpun landsins og er mikilvæg stoð í hagkerfinu. Það má einnig minna á skýrslu Oxford Economics frá árinu 2012 um flugstarfsemi á Islandi. Þar kemur fram að flugrekstur hefur veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og stóð þá undir 6,6% af landsframleiðslu. Eftir mikinn vöxt síðustu ára má telja að framlagið sé nú að nálgast mun hærri prósentu miðað við sömu forsendur. Reiknað var með um 13% árið 2020. Í nálægum löndum liggur þetta hlutfall í kringum 2-3%. Til að tryggja flugnemum gott aðgengi að flugkennurum þarf líka að gera flugkennarnámið lánshæft, rétt eins og aðra kennaramenntun í landinu. Það tryggir nýliðun í stéttinni og hraðar „framleiðslu“ nýrra flugmanna. Flugkennararéttindi kosta 1,5 milljónir í dag. Enn ríkari ástæður til að efla flugkennslu í landinu og starfsemi grasrótarinnar. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Matthías Arngrímsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum. Traustir innviðir sem nýtast allt árið skipta miklu máli Að fljúga frá öðrum flugvelli „einhvers staðar“ frá myndi auka kostnað nemenda töluvert og auka líkur á því að flugnemar færu erlendis. Eftir því sem réttindin aukast og námið þyngist, eins og t.d. með fjölhreyflaáritun og blindflugsáritun þá eru litlir flugvellir úti á landi ekki gerðir fyrir slíkt. Tveggja hreyfla flugvélar þurfa lengri flugbrautir, meira rými og blindaðflugsbúnað sem er aðeins að finna á áætlunarflugvöllum þar sem blindaðflug eru til að komast örugglega milli staða í takmörkuðu skyggni og skýjahæð. Þannig flug kallast blindflug. Þar er Reykjavíkurflugvöllur mjög mikilvægur fyrir allt flug í landinu sem varaflugvöllur fyrir hina áætlunarflugvellina. Þeir sem reka sjúkraflugið þurfa líka reglulega á nýjum flugmönnum að halda. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur fyrir gæði flugnáms á Íslandi.Matthías Arngrímsson Hagfræðin í fluginu Flugskólarnir eru mikilvægir fyrir þjóðarbúið og því er nauðsynlegt að þeir fái að þrífast við góðar aðstæður og fái þann stuðning frá ráðuneytum, Samgöngustofu og Isavia svo starfsemin vaxi og dafni. Höfum í huga að fyrir hverja einustu krónu sem íslenska ríkið setur í flugið og innviði sem snertir þann málaflokk þá skilar það sér með hárri ávöxtun gegnum skatttekjur í störfum og rekstri í fluggeiranum. Til frekari fróðleiks, Í skýrslu um Félagshagfræðilega greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands, sem Innanríkisráðuneytið gaf út árið 2014 kemur fram að flugvallarkerfið er í heild sinni þjóðhagslega arðbært. Í niðurstöðum kostnaðar-/ábatagreiningar var ábati af innanlandsflugvallakerfinu á landsbyggðinni metinn um 70,8 milljarðar króna miðað við arðsemistímann 2013-2053. Þjóðhagslegur ávinningur samfélagsins af útgjaldakrónu hins opinbera til flugvallanna og flugsins í heild er 1,48 kr, þ.e. þjóðhagsleg arðsemi fjárfestingarinnar í flugvallakerfinu og fluginu á landsbyggðinni umfram útgjöld er 48%. Ætti það að teljast mjög ábyrg ráðstöfun á almannafé. Flug skiptir verulegu máli fyrir hagvöxt og atvinnusköpun landsins og er mikilvæg stoð í hagkerfinu. Það má einnig minna á skýrslu Oxford Economics frá árinu 2012 um flugstarfsemi á Islandi. Þar kemur fram að flugrekstur hefur veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og stóð þá undir 6,6% af landsframleiðslu. Eftir mikinn vöxt síðustu ára má telja að framlagið sé nú að nálgast mun hærri prósentu miðað við sömu forsendur. Reiknað var með um 13% árið 2020. Í nálægum löndum liggur þetta hlutfall í kringum 2-3%. Til að tryggja flugnemum gott aðgengi að flugkennurum þarf líka að gera flugkennarnámið lánshæft, rétt eins og aðra kennaramenntun í landinu. Það tryggir nýliðun í stéttinni og hraðar „framleiðslu“ nýrra flugmanna. Flugkennararéttindi kosta 1,5 milljónir í dag. Enn ríkari ástæður til að efla flugkennslu í landinu og starfsemi grasrótarinnar. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar