Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 16:01 Niðurstöður skýrslna og rannsókna á borð við PISA sýna að námsárangur íslenskra grunnskólabarna fer versnandi og að þau dragast æ meira aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum OECD-ríkjum. Þetta er þróun sem samfélagið verður að taka alvarlega – og bregðast við af ábyrgð. Foreldrar vilja börnum sínum allt það besta – það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í sömu andrá og heimilin fá fregnir af versnandi stöðu íslensks menntakerfis eru foreldrar gagnrýndir fyrir að vera krefjandi í samskiptum við kennara; að gera óraunhæfar kröfur, krefjast of mikils og vera jafnvel ókurteisir. Á sama tíma er einnig kvartað yfir skorti á eftirfylgni, þátttöku og skilningi foreldra á mælikvörðum menntakerfisins. Hér er ákveðin mótsögn sem þarf að leysa í gegnum opið samtal og gagnkvæma virðingu. Á undanförnum árum hefur umræðan um menntamál grunnskólanna verið að miklu leyti á forræði sérfræðinga og stjórnvalda. Foreldrum hefur verið vísað til hliðar með þeim rökum að þeir hafi lítið til málanna að leggja. En foreldrar og forráðamenn gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna – og þar með í menntun þeirra. Kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk innan skólanna gegna einnig mikilvægu hlutverki. Það er samvinna þessara hópa – byggð á trausti og virðingu – sem getur skapað besta námsumhverfið fyrir börnin. Foreldrar eru vel meðvitaðir um mikilvægi hæfra kennara sem skapa jákvætt námsumhverfi og tryggja að hver nemandi nái viðeigandi árangri. Foreldrar skilja einnig að til þess þurfa skólarnir stuðning – bæði innan skólans og heima fyrir. Þetta samstarf verður að byggjast á traustri samvinnu en ekki tortryggni. Foreldrar, líkt og dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), sjá að þau mælitæki sem eru nýtt í dag virka ekki og við því verði bregðast. Sjá nánar hér: Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats - Vísir SAMKÓP, félag foreldra grunnskólabarna í Kópavogi, ætlar að leggja sitt af mörkum við að efla foreldra enn frekar í jákvæðri og uppbyggilegri þátttöku í skólastarfi grunnskóla Kópavogs og lýsir yfir stuðningi við nauðsynlegar breytingar á mælikvörðum námsárangurs og hæfni nemenda. Félagið leggur áherslu á að skýr og skiljanleg viðmið verði sett svo koma megi í veg fyrir það sem dr. Schleicher kallar „blindflug“ skólakerfisins – þar sem bæði nemendur og kennarar stefna að óljósum markmiðum án skýrra mælistika. Höfundur er formaður SAMKÓP. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður skýrslna og rannsókna á borð við PISA sýna að námsárangur íslenskra grunnskólabarna fer versnandi og að þau dragast æ meira aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum OECD-ríkjum. Þetta er þróun sem samfélagið verður að taka alvarlega – og bregðast við af ábyrgð. Foreldrar vilja börnum sínum allt það besta – það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í sömu andrá og heimilin fá fregnir af versnandi stöðu íslensks menntakerfis eru foreldrar gagnrýndir fyrir að vera krefjandi í samskiptum við kennara; að gera óraunhæfar kröfur, krefjast of mikils og vera jafnvel ókurteisir. Á sama tíma er einnig kvartað yfir skorti á eftirfylgni, þátttöku og skilningi foreldra á mælikvörðum menntakerfisins. Hér er ákveðin mótsögn sem þarf að leysa í gegnum opið samtal og gagnkvæma virðingu. Á undanförnum árum hefur umræðan um menntamál grunnskólanna verið að miklu leyti á forræði sérfræðinga og stjórnvalda. Foreldrum hefur verið vísað til hliðar með þeim rökum að þeir hafi lítið til málanna að leggja. En foreldrar og forráðamenn gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna – og þar með í menntun þeirra. Kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk innan skólanna gegna einnig mikilvægu hlutverki. Það er samvinna þessara hópa – byggð á trausti og virðingu – sem getur skapað besta námsumhverfið fyrir börnin. Foreldrar eru vel meðvitaðir um mikilvægi hæfra kennara sem skapa jákvætt námsumhverfi og tryggja að hver nemandi nái viðeigandi árangri. Foreldrar skilja einnig að til þess þurfa skólarnir stuðning – bæði innan skólans og heima fyrir. Þetta samstarf verður að byggjast á traustri samvinnu en ekki tortryggni. Foreldrar, líkt og dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), sjá að þau mælitæki sem eru nýtt í dag virka ekki og við því verði bregðast. Sjá nánar hér: Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats - Vísir SAMKÓP, félag foreldra grunnskólabarna í Kópavogi, ætlar að leggja sitt af mörkum við að efla foreldra enn frekar í jákvæðri og uppbyggilegri þátttöku í skólastarfi grunnskóla Kópavogs og lýsir yfir stuðningi við nauðsynlegar breytingar á mælikvörðum námsárangurs og hæfni nemenda. Félagið leggur áherslu á að skýr og skiljanleg viðmið verði sett svo koma megi í veg fyrir það sem dr. Schleicher kallar „blindflug“ skólakerfisins – þar sem bæði nemendur og kennarar stefna að óljósum markmiðum án skýrra mælistika. Höfundur er formaður SAMKÓP.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar