Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar 5. júlí 2025 13:01 Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Í fljótu bragði virðist þetta jákvætt en sagan kennir okkur að efast um að hugur fylgi máli. Engin dæmi eru um að þingmaður úr þessum flokkum hafi mótmælt þegar veiðiheimildir voru fluttar úr byggðum eins og Grímsey, Stöðvarfirði, Raufarhöfn, Bakkafirði, Skagaströnd, Flateyri eða Hólmavík. - Þegar tæplega þrjátíu byggðarlög misstu meira og minna allar veiðiheimildir í nafni hagræðingar og hagnaðar þeirra sem réðu yfir þeim. Varðmenn kerfisins Kerfið sjálft hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá þingmönnum þessara flokka. Óskilyrtur réttur útgerða til sölu aflaheimilda frá byggðarlögum, til samþjöppunar á yfirráðunum. Þessir sömu þingmenn hafa alltaf gert lítið úr neikvæðum áhrifum á sjávarbyggðirnar. Framsókn lagði meira segja samvinnuhugsjónina á hilluna og tók upp nýfrjálshyggju í vörnum fyrir hagsmunum stórútgerðarinnar. Og nú hjalar framsóknarmaddaman þæg við brjóst stórlaxanna með minnsta fylgi í 108 ára sögu sinni. Og þingmennirnir sem nú þykjast bera hagsmuni bothættra byggða fyrir brjósti hafa allir lagt stein í götu aukinna strandveiða. Segja þær jafnvel ógna brothættum byggðum! Lítill ef nokkur stuðningur er frá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við áætlanir stjórnarflokkanna um að taka grásleppuna út úr kvótakerfinu þótt öll rök hnígi til þess að kvótasetningin sem tók gildi í fyrra hafi mjög neikvæð áhrif á byggðirnar. Einkum á viðkvæmustu sjávarbyggðir landsins. Neita að skoða sveigjanleika Margt bendir til að sveigjanleiki sé til aukinna botnfiskveiða m.a. sögulegar staðreyndir um afla. Stöðugt endurmat Hafró á eldri mælingum á þorskstofninum þannig að það skeikar um á annað hundrað þúsund tonnum á mælingu og endurati á sama stofni örfáum árum síðar Ef einhver meining væri á bak við áherslur stjórnarandstöðunnar væru þingmenn hennar að skoða allar mögulegar leiðir og sveigjanleika til að styrkja brothættu sjávarbyggðirnar. Meðal annars með því að gefa þeim kost á að nýta nálæg fiskimið með vistvænum veiðarfærum, en svo er alls ekki. Það væri áhugavert að gefa nokkrum sjávarbyggðum kost á að nýta nálæg fiskimið með t.d. nokkrum trillum þar sem heimilt væri að róa með takmarkaðan fjölda króka á línu og meta áhrifin á lífríkið en ekki hvað síst á þorpin sjálf. Fiskveiðistjórnunin á ekki aðeins að snúast um auðkýfinga heldur fólkið og byggðir landsins. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Í fljótu bragði virðist þetta jákvætt en sagan kennir okkur að efast um að hugur fylgi máli. Engin dæmi eru um að þingmaður úr þessum flokkum hafi mótmælt þegar veiðiheimildir voru fluttar úr byggðum eins og Grímsey, Stöðvarfirði, Raufarhöfn, Bakkafirði, Skagaströnd, Flateyri eða Hólmavík. - Þegar tæplega þrjátíu byggðarlög misstu meira og minna allar veiðiheimildir í nafni hagræðingar og hagnaðar þeirra sem réðu yfir þeim. Varðmenn kerfisins Kerfið sjálft hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá þingmönnum þessara flokka. Óskilyrtur réttur útgerða til sölu aflaheimilda frá byggðarlögum, til samþjöppunar á yfirráðunum. Þessir sömu þingmenn hafa alltaf gert lítið úr neikvæðum áhrifum á sjávarbyggðirnar. Framsókn lagði meira segja samvinnuhugsjónina á hilluna og tók upp nýfrjálshyggju í vörnum fyrir hagsmunum stórútgerðarinnar. Og nú hjalar framsóknarmaddaman þæg við brjóst stórlaxanna með minnsta fylgi í 108 ára sögu sinni. Og þingmennirnir sem nú þykjast bera hagsmuni bothættra byggða fyrir brjósti hafa allir lagt stein í götu aukinna strandveiða. Segja þær jafnvel ógna brothættum byggðum! Lítill ef nokkur stuðningur er frá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við áætlanir stjórnarflokkanna um að taka grásleppuna út úr kvótakerfinu þótt öll rök hnígi til þess að kvótasetningin sem tók gildi í fyrra hafi mjög neikvæð áhrif á byggðirnar. Einkum á viðkvæmustu sjávarbyggðir landsins. Neita að skoða sveigjanleika Margt bendir til að sveigjanleiki sé til aukinna botnfiskveiða m.a. sögulegar staðreyndir um afla. Stöðugt endurmat Hafró á eldri mælingum á þorskstofninum þannig að það skeikar um á annað hundrað þúsund tonnum á mælingu og endurati á sama stofni örfáum árum síðar Ef einhver meining væri á bak við áherslur stjórnarandstöðunnar væru þingmenn hennar að skoða allar mögulegar leiðir og sveigjanleika til að styrkja brothættu sjávarbyggðirnar. Meðal annars með því að gefa þeim kost á að nýta nálæg fiskimið með vistvænum veiðarfærum, en svo er alls ekki. Það væri áhugavert að gefa nokkrum sjávarbyggðum kost á að nýta nálæg fiskimið með t.d. nokkrum trillum þar sem heimilt væri að róa með takmarkaðan fjölda króka á línu og meta áhrifin á lífríkið en ekki hvað síst á þorpin sjálf. Fiskveiðistjórnunin á ekki aðeins að snúast um auðkýfinga heldur fólkið og byggðir landsins. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun