Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar 5. júlí 2025 13:01 Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Í fljótu bragði virðist þetta jákvætt en sagan kennir okkur að efast um að hugur fylgi máli. Engin dæmi eru um að þingmaður úr þessum flokkum hafi mótmælt þegar veiðiheimildir voru fluttar úr byggðum eins og Grímsey, Stöðvarfirði, Raufarhöfn, Bakkafirði, Skagaströnd, Flateyri eða Hólmavík. - Þegar tæplega þrjátíu byggðarlög misstu meira og minna allar veiðiheimildir í nafni hagræðingar og hagnaðar þeirra sem réðu yfir þeim. Varðmenn kerfisins Kerfið sjálft hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá þingmönnum þessara flokka. Óskilyrtur réttur útgerða til sölu aflaheimilda frá byggðarlögum, til samþjöppunar á yfirráðunum. Þessir sömu þingmenn hafa alltaf gert lítið úr neikvæðum áhrifum á sjávarbyggðirnar. Framsókn lagði meira segja samvinnuhugsjónina á hilluna og tók upp nýfrjálshyggju í vörnum fyrir hagsmunum stórútgerðarinnar. Og nú hjalar framsóknarmaddaman þæg við brjóst stórlaxanna með minnsta fylgi í 108 ára sögu sinni. Og þingmennirnir sem nú þykjast bera hagsmuni bothættra byggða fyrir brjósti hafa allir lagt stein í götu aukinna strandveiða. Segja þær jafnvel ógna brothættum byggðum! Lítill ef nokkur stuðningur er frá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við áætlanir stjórnarflokkanna um að taka grásleppuna út úr kvótakerfinu þótt öll rök hnígi til þess að kvótasetningin sem tók gildi í fyrra hafi mjög neikvæð áhrif á byggðirnar. Einkum á viðkvæmustu sjávarbyggðir landsins. Neita að skoða sveigjanleika Margt bendir til að sveigjanleiki sé til aukinna botnfiskveiða m.a. sögulegar staðreyndir um afla. Stöðugt endurmat Hafró á eldri mælingum á þorskstofninum þannig að það skeikar um á annað hundrað þúsund tonnum á mælingu og endurati á sama stofni örfáum árum síðar Ef einhver meining væri á bak við áherslur stjórnarandstöðunnar væru þingmenn hennar að skoða allar mögulegar leiðir og sveigjanleika til að styrkja brothættu sjávarbyggðirnar. Meðal annars með því að gefa þeim kost á að nýta nálæg fiskimið með vistvænum veiðarfærum, en svo er alls ekki. Það væri áhugavert að gefa nokkrum sjávarbyggðum kost á að nýta nálæg fiskimið með t.d. nokkrum trillum þar sem heimilt væri að róa með takmarkaðan fjölda króka á línu og meta áhrifin á lífríkið en ekki hvað síst á þorpin sjálf. Fiskveiðistjórnunin á ekki aðeins að snúast um auðkýfinga heldur fólkið og byggðir landsins. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Í fljótu bragði virðist þetta jákvætt en sagan kennir okkur að efast um að hugur fylgi máli. Engin dæmi eru um að þingmaður úr þessum flokkum hafi mótmælt þegar veiðiheimildir voru fluttar úr byggðum eins og Grímsey, Stöðvarfirði, Raufarhöfn, Bakkafirði, Skagaströnd, Flateyri eða Hólmavík. - Þegar tæplega þrjátíu byggðarlög misstu meira og minna allar veiðiheimildir í nafni hagræðingar og hagnaðar þeirra sem réðu yfir þeim. Varðmenn kerfisins Kerfið sjálft hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá þingmönnum þessara flokka. Óskilyrtur réttur útgerða til sölu aflaheimilda frá byggðarlögum, til samþjöppunar á yfirráðunum. Þessir sömu þingmenn hafa alltaf gert lítið úr neikvæðum áhrifum á sjávarbyggðirnar. Framsókn lagði meira segja samvinnuhugsjónina á hilluna og tók upp nýfrjálshyggju í vörnum fyrir hagsmunum stórútgerðarinnar. Og nú hjalar framsóknarmaddaman þæg við brjóst stórlaxanna með minnsta fylgi í 108 ára sögu sinni. Og þingmennirnir sem nú þykjast bera hagsmuni bothættra byggða fyrir brjósti hafa allir lagt stein í götu aukinna strandveiða. Segja þær jafnvel ógna brothættum byggðum! Lítill ef nokkur stuðningur er frá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við áætlanir stjórnarflokkanna um að taka grásleppuna út úr kvótakerfinu þótt öll rök hnígi til þess að kvótasetningin sem tók gildi í fyrra hafi mjög neikvæð áhrif á byggðirnar. Einkum á viðkvæmustu sjávarbyggðir landsins. Neita að skoða sveigjanleika Margt bendir til að sveigjanleiki sé til aukinna botnfiskveiða m.a. sögulegar staðreyndir um afla. Stöðugt endurmat Hafró á eldri mælingum á þorskstofninum þannig að það skeikar um á annað hundrað þúsund tonnum á mælingu og endurati á sama stofni örfáum árum síðar Ef einhver meining væri á bak við áherslur stjórnarandstöðunnar væru þingmenn hennar að skoða allar mögulegar leiðir og sveigjanleika til að styrkja brothættu sjávarbyggðirnar. Meðal annars með því að gefa þeim kost á að nýta nálæg fiskimið með vistvænum veiðarfærum, en svo er alls ekki. Það væri áhugavert að gefa nokkrum sjávarbyggðum kost á að nýta nálæg fiskimið með t.d. nokkrum trillum þar sem heimilt væri að róa með takmarkaðan fjölda króka á línu og meta áhrifin á lífríkið en ekki hvað síst á þorpin sjálf. Fiskveiðistjórnunin á ekki aðeins að snúast um auðkýfinga heldur fólkið og byggðir landsins. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar