Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar 5. júlí 2025 13:01 Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Í fljótu bragði virðist þetta jákvætt en sagan kennir okkur að efast um að hugur fylgi máli. Engin dæmi eru um að þingmaður úr þessum flokkum hafi mótmælt þegar veiðiheimildir voru fluttar úr byggðum eins og Grímsey, Stöðvarfirði, Raufarhöfn, Bakkafirði, Skagaströnd, Flateyri eða Hólmavík. - Þegar tæplega þrjátíu byggðarlög misstu meira og minna allar veiðiheimildir í nafni hagræðingar og hagnaðar þeirra sem réðu yfir þeim. Varðmenn kerfisins Kerfið sjálft hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá þingmönnum þessara flokka. Óskilyrtur réttur útgerða til sölu aflaheimilda frá byggðarlögum, til samþjöppunar á yfirráðunum. Þessir sömu þingmenn hafa alltaf gert lítið úr neikvæðum áhrifum á sjávarbyggðirnar. Framsókn lagði meira segja samvinnuhugsjónina á hilluna og tók upp nýfrjálshyggju í vörnum fyrir hagsmunum stórútgerðarinnar. Og nú hjalar framsóknarmaddaman þæg við brjóst stórlaxanna með minnsta fylgi í 108 ára sögu sinni. Og þingmennirnir sem nú þykjast bera hagsmuni bothættra byggða fyrir brjósti hafa allir lagt stein í götu aukinna strandveiða. Segja þær jafnvel ógna brothættum byggðum! Lítill ef nokkur stuðningur er frá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við áætlanir stjórnarflokkanna um að taka grásleppuna út úr kvótakerfinu þótt öll rök hnígi til þess að kvótasetningin sem tók gildi í fyrra hafi mjög neikvæð áhrif á byggðirnar. Einkum á viðkvæmustu sjávarbyggðir landsins. Neita að skoða sveigjanleika Margt bendir til að sveigjanleiki sé til aukinna botnfiskveiða m.a. sögulegar staðreyndir um afla. Stöðugt endurmat Hafró á eldri mælingum á þorskstofninum þannig að það skeikar um á annað hundrað þúsund tonnum á mælingu og endurati á sama stofni örfáum árum síðar Ef einhver meining væri á bak við áherslur stjórnarandstöðunnar væru þingmenn hennar að skoða allar mögulegar leiðir og sveigjanleika til að styrkja brothættu sjávarbyggðirnar. Meðal annars með því að gefa þeim kost á að nýta nálæg fiskimið með vistvænum veiðarfærum, en svo er alls ekki. Það væri áhugavert að gefa nokkrum sjávarbyggðum kost á að nýta nálæg fiskimið með t.d. nokkrum trillum þar sem heimilt væri að róa með takmarkaðan fjölda króka á línu og meta áhrifin á lífríkið en ekki hvað síst á þorpin sjálf. Fiskveiðistjórnunin á ekki aðeins að snúast um auðkýfinga heldur fólkið og byggðir landsins. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Í fljótu bragði virðist þetta jákvætt en sagan kennir okkur að efast um að hugur fylgi máli. Engin dæmi eru um að þingmaður úr þessum flokkum hafi mótmælt þegar veiðiheimildir voru fluttar úr byggðum eins og Grímsey, Stöðvarfirði, Raufarhöfn, Bakkafirði, Skagaströnd, Flateyri eða Hólmavík. - Þegar tæplega þrjátíu byggðarlög misstu meira og minna allar veiðiheimildir í nafni hagræðingar og hagnaðar þeirra sem réðu yfir þeim. Varðmenn kerfisins Kerfið sjálft hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá þingmönnum þessara flokka. Óskilyrtur réttur útgerða til sölu aflaheimilda frá byggðarlögum, til samþjöppunar á yfirráðunum. Þessir sömu þingmenn hafa alltaf gert lítið úr neikvæðum áhrifum á sjávarbyggðirnar. Framsókn lagði meira segja samvinnuhugsjónina á hilluna og tók upp nýfrjálshyggju í vörnum fyrir hagsmunum stórútgerðarinnar. Og nú hjalar framsóknarmaddaman þæg við brjóst stórlaxanna með minnsta fylgi í 108 ára sögu sinni. Og þingmennirnir sem nú þykjast bera hagsmuni bothættra byggða fyrir brjósti hafa allir lagt stein í götu aukinna strandveiða. Segja þær jafnvel ógna brothættum byggðum! Lítill ef nokkur stuðningur er frá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við áætlanir stjórnarflokkanna um að taka grásleppuna út úr kvótakerfinu þótt öll rök hnígi til þess að kvótasetningin sem tók gildi í fyrra hafi mjög neikvæð áhrif á byggðirnar. Einkum á viðkvæmustu sjávarbyggðir landsins. Neita að skoða sveigjanleika Margt bendir til að sveigjanleiki sé til aukinna botnfiskveiða m.a. sögulegar staðreyndir um afla. Stöðugt endurmat Hafró á eldri mælingum á þorskstofninum þannig að það skeikar um á annað hundrað þúsund tonnum á mælingu og endurati á sama stofni örfáum árum síðar Ef einhver meining væri á bak við áherslur stjórnarandstöðunnar væru þingmenn hennar að skoða allar mögulegar leiðir og sveigjanleika til að styrkja brothættu sjávarbyggðirnar. Meðal annars með því að gefa þeim kost á að nýta nálæg fiskimið með vistvænum veiðarfærum, en svo er alls ekki. Það væri áhugavert að gefa nokkrum sjávarbyggðum kost á að nýta nálæg fiskimið með t.d. nokkrum trillum þar sem heimilt væri að róa með takmarkaðan fjölda króka á línu og meta áhrifin á lífríkið en ekki hvað síst á þorpin sjálf. Fiskveiðistjórnunin á ekki aðeins að snúast um auðkýfinga heldur fólkið og byggðir landsins. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun