Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 4. desember 2025 07:16 Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna. Sem varaþingmaður hef ég í fyrsta sinn fengið tækifæri til að taka þátt í fjárlagagerðinni innan þingsins. Ég viðurkenni að áður hafði ég aldrei almennilega skilið hvernig þetta ferli virkar. En nú sé ég hversu mikilvægt það er, og hvernig nefndirnar eru í raun hjarta Alþingis þegar þarf að vanda til verka með almannafé. Ráðherrar leggja fram frumvörpin, en það eru þingnefndir sem fara yfir þau, kalla til hagsmunaaðila, meta umsagnir og koma með vel rökstuddar breytingartillögur. Nefndirnar sjá gjarnan hluti sem ekki sjást í fyrstu og færa umræðuna nær raunveruleikanum, nær þeim sem þjónustunnar njóta og þeim sem veita hana. Það hefur verið ómetanlegt að fá að sjá þetta starf innan frá. Mig langar sérstaklega að vekja athygli á nokkrum breytingum sem fjárlaganefnd lagði til í meðförum sínum og hvernig þær skipta máli fyrir ólíka samfélagshópa. 2 milljarðar í öryggisúrræði Við loksins tökum utan um málefni sem oft hafa verið í skugganum: öryggisúrræði fyrir einstaklinga sem bæði þurfa vernd og geta skapað hættu. Það hefur lengi verið ljóst að kerfið okkar hefur ekki brugðist nægilega vel við þessum málum hvorki fyrir einstaklingana sjálfa né samfélagið. Nú liggur fyrir skýr vilji stjórnvalda til að leita lausna sem bæði horfa á einstaklingana og tryggja öryggi almennings. 400 milljónir til sóknaráætlana Lagt er til tímabundið 400 milljóna framlag til sóknaráætlana landshluta. Þannig er lagt til að landshlutarnir sjálfir taki við hinum smærri beiðnum um styrki – í stað þess að fjárlaganefnd afgreiði þau. Þetta er skynsamlegt. Verkefni sem snúa að nærumhverfi eiga að vera metin í héraði, af þeim sem þekkja þörfina best. Þá er einnig mikilvægt að reglur ráðuneyta og stýrihóps sóknaráætlana útiloki ekki borgarsvæði frá styrkjum, líkt og dæmi eru um. 254 milljónir í íslenskukennslu fyrir útlendinga Þetta er tímabundið framlag sem mun nýtast bæði atvinnulífinu og samfélaginu í heild og í fullu samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar enda er fjárfesting í tungumálanámi fjárfesting í samfélagslegri samheldni. 1.057 milljónir í endurbætur á húsnæði Stuðla Það skiptir öllu máli að við klárum að endurbyggja Stuðla til að tryggja starfið þar, bæta aðstæður starfsfólks og koma betur til móts við þann hóp sem þangað kemur. 700 milljónir í endurhæfingarmál Nefndin leggur til 700 milljóna króna framlag til endurhæfingar. Fjármunir er ekki eyrnamerktir tilteknu félagi heldur settir í hendur ráðuneyta til að semja við þá aðila sem veita þjónustuna. Þar má nefna Ljósið, NLFÍ, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (æfingastöð SLF), Alzheimersamtökin, Parkinsonsamtökin, Reykjalund og fleiri. Þetta er mun ábyrgari nálgun en að nefndin úthluti fjármunum beint. Þjónusta á að byggja á faglegum samningum, ekki pólitískum geðþótta. Þannig tryggjum við bæði gæði og ábyrga nýtingu almannafjár. 120 milljónir til félagasamtaka Lagt er til tímabundið 120 milljóna framlag til Samtaka um kvennaathvarf, Einhverfusamtakanna, Landssamtakanna Þroskahjálpar og málefna þolendamiðstöðva. Þessi samtök vinna ómetanlegt starf oft undir miklu álagi og með takmörkuð fjárráð. Ég myndi vilja að við tækjum enn stærri skref í næstu fjárlögum í því að festa betur í sessi fjárframlög til félagasamtak til lengri tíma. En mikilvægt að þetta sé tryggt innan fjárlaga ársins 2026. Breytingar sem verða til góða Þetta er ekki tæmandi listi yfir breytingar á fjárlagafrumvarpinu, þar er margt fleira sem áhugavert er að kynna sér. Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt að kynnast þessari hlið fjárlagagerðar. Ég sé nú betur en áður hversu mikilvægt það er að hlusta á hagsmunaaðila, taka umsagnir alvarlega og vinna faglega úr þeim. Fjárlög eru ekki bara töflur og tölur, þau eru líka þjónusta og fólk. Fjárlaganefnd hefur skilað frábæru starfi og komið inn með mikilvægar breytingar sem munu verða til góða fyrir almenning í landinu. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Sjá meira
Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna. Sem varaþingmaður hef ég í fyrsta sinn fengið tækifæri til að taka þátt í fjárlagagerðinni innan þingsins. Ég viðurkenni að áður hafði ég aldrei almennilega skilið hvernig þetta ferli virkar. En nú sé ég hversu mikilvægt það er, og hvernig nefndirnar eru í raun hjarta Alþingis þegar þarf að vanda til verka með almannafé. Ráðherrar leggja fram frumvörpin, en það eru þingnefndir sem fara yfir þau, kalla til hagsmunaaðila, meta umsagnir og koma með vel rökstuddar breytingartillögur. Nefndirnar sjá gjarnan hluti sem ekki sjást í fyrstu og færa umræðuna nær raunveruleikanum, nær þeim sem þjónustunnar njóta og þeim sem veita hana. Það hefur verið ómetanlegt að fá að sjá þetta starf innan frá. Mig langar sérstaklega að vekja athygli á nokkrum breytingum sem fjárlaganefnd lagði til í meðförum sínum og hvernig þær skipta máli fyrir ólíka samfélagshópa. 2 milljarðar í öryggisúrræði Við loksins tökum utan um málefni sem oft hafa verið í skugganum: öryggisúrræði fyrir einstaklinga sem bæði þurfa vernd og geta skapað hættu. Það hefur lengi verið ljóst að kerfið okkar hefur ekki brugðist nægilega vel við þessum málum hvorki fyrir einstaklingana sjálfa né samfélagið. Nú liggur fyrir skýr vilji stjórnvalda til að leita lausna sem bæði horfa á einstaklingana og tryggja öryggi almennings. 400 milljónir til sóknaráætlana Lagt er til tímabundið 400 milljóna framlag til sóknaráætlana landshluta. Þannig er lagt til að landshlutarnir sjálfir taki við hinum smærri beiðnum um styrki – í stað þess að fjárlaganefnd afgreiði þau. Þetta er skynsamlegt. Verkefni sem snúa að nærumhverfi eiga að vera metin í héraði, af þeim sem þekkja þörfina best. Þá er einnig mikilvægt að reglur ráðuneyta og stýrihóps sóknaráætlana útiloki ekki borgarsvæði frá styrkjum, líkt og dæmi eru um. 254 milljónir í íslenskukennslu fyrir útlendinga Þetta er tímabundið framlag sem mun nýtast bæði atvinnulífinu og samfélaginu í heild og í fullu samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar enda er fjárfesting í tungumálanámi fjárfesting í samfélagslegri samheldni. 1.057 milljónir í endurbætur á húsnæði Stuðla Það skiptir öllu máli að við klárum að endurbyggja Stuðla til að tryggja starfið þar, bæta aðstæður starfsfólks og koma betur til móts við þann hóp sem þangað kemur. 700 milljónir í endurhæfingarmál Nefndin leggur til 700 milljóna króna framlag til endurhæfingar. Fjármunir er ekki eyrnamerktir tilteknu félagi heldur settir í hendur ráðuneyta til að semja við þá aðila sem veita þjónustuna. Þar má nefna Ljósið, NLFÍ, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (æfingastöð SLF), Alzheimersamtökin, Parkinsonsamtökin, Reykjalund og fleiri. Þetta er mun ábyrgari nálgun en að nefndin úthluti fjármunum beint. Þjónusta á að byggja á faglegum samningum, ekki pólitískum geðþótta. Þannig tryggjum við bæði gæði og ábyrga nýtingu almannafjár. 120 milljónir til félagasamtaka Lagt er til tímabundið 120 milljóna framlag til Samtaka um kvennaathvarf, Einhverfusamtakanna, Landssamtakanna Þroskahjálpar og málefna þolendamiðstöðva. Þessi samtök vinna ómetanlegt starf oft undir miklu álagi og með takmörkuð fjárráð. Ég myndi vilja að við tækjum enn stærri skref í næstu fjárlögum í því að festa betur í sessi fjárframlög til félagasamtak til lengri tíma. En mikilvægt að þetta sé tryggt innan fjárlaga ársins 2026. Breytingar sem verða til góða Þetta er ekki tæmandi listi yfir breytingar á fjárlagafrumvarpinu, þar er margt fleira sem áhugavert er að kynna sér. Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt að kynnast þessari hlið fjárlagagerðar. Ég sé nú betur en áður hversu mikilvægt það er að hlusta á hagsmunaaðila, taka umsagnir alvarlega og vinna faglega úr þeim. Fjárlög eru ekki bara töflur og tölur, þau eru líka þjónusta og fólk. Fjárlaganefnd hefur skilað frábæru starfi og komið inn með mikilvægar breytingar sem munu verða til góða fyrir almenning í landinu. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun