Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 07:30 Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra. Biðlistar héldu áfram að lengjast og um tíma biðu um 700 manns eftir plássi. Þetta er hrein og klár vanræksla sem hefur kostað aldraða og fjölskyldur þeirra ómælda þjáningu. Ný ríkisstjórn er staðráðin í að gera betur undir forystu Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og hefur snúið vörn í sókn með kraftmiklum aðgerðum. Framkvæmdaráform sem höfðu staðið í stað árum saman eru loksins komin á fullan skrið um land allt. Mikil uppbygging komin af stað Hjúkrunarheimili eru og munu rísa á fjölmörgum stöðum. Í Hveragerði eru framkvæmdir hafnar við byggingu 44 hjúkrunarrýma, en þar af eru 26 ný rými. Í gömlu höfuðstöðvum Icelandair við Nauthólsveg verður húsnæði endurhannað fyrir 87 rými og í Þursaholti á Akureyri mun rísa nýtt 100 rýma hjúkrunarheimili. Þá hefjast framkvæmdir brátt á Húsavík. Í Boðaþingi verður vonandi lokið við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í sumar með 64 rýmum og á Nesvöllum í Reykjanesbæ verða tekin í notkun 50 ný rými næsta haust ef að líkum lætur. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ með allt að 66 hjúkrunarrýmum samkvæmt samkomulagi sem félags- og húsnæðismálaráðherra og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í gær, þriðjudag. Fleiri verkefni eru í farvatninu sem munu líta dagsins ljós á næstunni. Þetta er raunverulegur árangur sem skiptir eldri borgara og fjölskyldur þeirra miklu máli. Þess utan léttir uppbygging hjúkrunarheimila á sjúkrahúsunum og sparar í raun útgjöld því mun dýrara er að vista fólk á sjúkrahúsum en á hjúkrunarheimilum. Þá er að sjálfsögðu mun heimilislegra fyrir fólk að búa á hjúkrunarheimilum en á spítala. Sýnilegur árangur á stuttum tíma Ríkisstjórnin hefur einfaldað kerfið. Nú sér ríkið alfarið um að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila en áður stóðu sveitarfélög undir 15 prósentum kostnaðarins. Undir forystu félags- og húsnæðismálaráðherra starfar nú stýrihópur um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem tryggir að höggvið verði á hnútinn í fjölmörgum verkefnum þannig að þau dragist ekki á langinn. Þetta flýtir fyrir framkvæmdum og gerir sveitarfélögum auðveldara að koma til móts við þarfir eldri íbúa sinna. Á næstu fjórum árum mun biðlistar loksins styttast og fleiri fá þá umönnun sem þau þurfa. Ríkisstjórnin hefur tekið af skarið og sýnt að hún tekur málefni eldri borgara alvarlega. Undir verkstjórn Valkyrjanna mun eldra fólk njóta þeirrar virðingar og þjónustu sem það verðskuldar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Björk Óskarsdóttir Alþingi Heilbrigðismál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldri borgarar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra. Biðlistar héldu áfram að lengjast og um tíma biðu um 700 manns eftir plássi. Þetta er hrein og klár vanræksla sem hefur kostað aldraða og fjölskyldur þeirra ómælda þjáningu. Ný ríkisstjórn er staðráðin í að gera betur undir forystu Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og hefur snúið vörn í sókn með kraftmiklum aðgerðum. Framkvæmdaráform sem höfðu staðið í stað árum saman eru loksins komin á fullan skrið um land allt. Mikil uppbygging komin af stað Hjúkrunarheimili eru og munu rísa á fjölmörgum stöðum. Í Hveragerði eru framkvæmdir hafnar við byggingu 44 hjúkrunarrýma, en þar af eru 26 ný rými. Í gömlu höfuðstöðvum Icelandair við Nauthólsveg verður húsnæði endurhannað fyrir 87 rými og í Þursaholti á Akureyri mun rísa nýtt 100 rýma hjúkrunarheimili. Þá hefjast framkvæmdir brátt á Húsavík. Í Boðaþingi verður vonandi lokið við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í sumar með 64 rýmum og á Nesvöllum í Reykjanesbæ verða tekin í notkun 50 ný rými næsta haust ef að líkum lætur. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ með allt að 66 hjúkrunarrýmum samkvæmt samkomulagi sem félags- og húsnæðismálaráðherra og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í gær, þriðjudag. Fleiri verkefni eru í farvatninu sem munu líta dagsins ljós á næstunni. Þetta er raunverulegur árangur sem skiptir eldri borgara og fjölskyldur þeirra miklu máli. Þess utan léttir uppbygging hjúkrunarheimila á sjúkrahúsunum og sparar í raun útgjöld því mun dýrara er að vista fólk á sjúkrahúsum en á hjúkrunarheimilum. Þá er að sjálfsögðu mun heimilislegra fyrir fólk að búa á hjúkrunarheimilum en á spítala. Sýnilegur árangur á stuttum tíma Ríkisstjórnin hefur einfaldað kerfið. Nú sér ríkið alfarið um að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila en áður stóðu sveitarfélög undir 15 prósentum kostnaðarins. Undir forystu félags- og húsnæðismálaráðherra starfar nú stýrihópur um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem tryggir að höggvið verði á hnútinn í fjölmörgum verkefnum þannig að þau dragist ekki á langinn. Þetta flýtir fyrir framkvæmdum og gerir sveitarfélögum auðveldara að koma til móts við þarfir eldri íbúa sinna. Á næstu fjórum árum mun biðlistar loksins styttast og fleiri fá þá umönnun sem þau þurfa. Ríkisstjórnin hefur tekið af skarið og sýnt að hún tekur málefni eldri borgara alvarlega. Undir verkstjórn Valkyrjanna mun eldra fólk njóta þeirrar virðingar og þjónustu sem það verðskuldar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar