Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. júlí 2025 14:01 Eftir að hafa setið í minnihluta í borgarstjórn í um sjö ár er það sérstök reynsla að upplifa málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld. Á morgun er hálfur mánuður frá því málþófið hófst en í dag eru horfur á að ellefti starfsdagurinn á þingi verði lagður undir síendurteknar ræður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa flutt um 1.400 ræður og andsvör yfir sjálfum sér í málþófinu. Ræður sem oft á tíðum fjalla alls ekki um efnisatriði frumvarpsins heldur um allt önnur mál. Til að mynda um Flokk fólksins og formann hans sem þessir sömu þingmenn virðast vægast sagt leggja mikla fæð á. Að masa sig í íslandsmet Það er engu líkara en stjórnarandstaðan hafi sett sér það vafasama markmið að masa sig inn í íslandsmet og telji það verða einhvers konar skrautfjöður í hennar hatt. Könnun Maskínu sem birt var á Vísi í dag sýnir að þjóðin er ekki sama sinnis. Enda tefur málþófið afgreiðslu fjölmargra framfaramála sem er skömm í hatt stjórnarandstöðunnar. Á dagskrá Alþingis í dag er til dæmis samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem færir öldruðum og öryrkjum miklar kjarabætur, frumvarp um menntasjóð námsmanna sem kveður á um námsstyrki og endurgreiðslur, frumvarp um stuðing við einkarekna fjölmiðla og svona mætti lengi telja. Ekkert þessara mála mun komast til umræðu ef fram heldur sem horfir í vörnum stjórnarandstöðunnar fyrir hagsmunum ríkustu útgerða landsins og eigenda þeirra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa haldið ró sinni í þessar 110-120 klukkustundir sem minnihlutinn hefur masað í um þrjár vinnuvikur í klukkustundum talið. Stjórnarliðar eru staðráðnir í að greidd verði að lokum atkvæði um það mikilvæga réttlætismál sem veiðigjaldafrumvarpið er. Að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir einkarétt sinn á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Þjóðinni misboðið Málþófsflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsókn virðast engar áhyggjur hafa af þeirri sóun á dýrmætum tíma þingsins og starfsfólks þess sem málþófið felur í sér, burt séð frá kostnaðinum. Nú þegar hefur skrifstofa Alþingis gert ráðstafanir til að kalla inn afleysingarfólk til að leysa af starfsmenn sem höfðu eins og fjölmargir Íslendingar skipulagt sumarleyfi sín í júlí. Það er líka ljóst á umræðunni á samfélagsmiðlum og annars staðar í þjóðfélaginu að meirihluta almennings blöskrar þessi framkoma þingmanna stjórnarandstöðunnar. Ef gripið er til sálfræðinnar þá virðast stjórnarandstaðan algerlega sambandslaus við meirihluta þjóðarinnar, sem er ekkert annað en firring. Það er eins og þeim standi á sama á meðan þau grafa sína eigin pólitísku gröf. En allt tekur enda að lokum, líka innihaldslaust málþóf. Á þessari stundu er hins vegar ekki ljóst hvort minnihlutinn á Alþingi lýkur máli sínum í þessum mánuði eða þeim næsta, eða áður en nýtt þing kemur saman í haust. Það kemur í ljós. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa setið í minnihluta í borgarstjórn í um sjö ár er það sérstök reynsla að upplifa málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld. Á morgun er hálfur mánuður frá því málþófið hófst en í dag eru horfur á að ellefti starfsdagurinn á þingi verði lagður undir síendurteknar ræður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa flutt um 1.400 ræður og andsvör yfir sjálfum sér í málþófinu. Ræður sem oft á tíðum fjalla alls ekki um efnisatriði frumvarpsins heldur um allt önnur mál. Til að mynda um Flokk fólksins og formann hans sem þessir sömu þingmenn virðast vægast sagt leggja mikla fæð á. Að masa sig í íslandsmet Það er engu líkara en stjórnarandstaðan hafi sett sér það vafasama markmið að masa sig inn í íslandsmet og telji það verða einhvers konar skrautfjöður í hennar hatt. Könnun Maskínu sem birt var á Vísi í dag sýnir að þjóðin er ekki sama sinnis. Enda tefur málþófið afgreiðslu fjölmargra framfaramála sem er skömm í hatt stjórnarandstöðunnar. Á dagskrá Alþingis í dag er til dæmis samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem færir öldruðum og öryrkjum miklar kjarabætur, frumvarp um menntasjóð námsmanna sem kveður á um námsstyrki og endurgreiðslur, frumvarp um stuðing við einkarekna fjölmiðla og svona mætti lengi telja. Ekkert þessara mála mun komast til umræðu ef fram heldur sem horfir í vörnum stjórnarandstöðunnar fyrir hagsmunum ríkustu útgerða landsins og eigenda þeirra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa haldið ró sinni í þessar 110-120 klukkustundir sem minnihlutinn hefur masað í um þrjár vinnuvikur í klukkustundum talið. Stjórnarliðar eru staðráðnir í að greidd verði að lokum atkvæði um það mikilvæga réttlætismál sem veiðigjaldafrumvarpið er. Að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir einkarétt sinn á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Þjóðinni misboðið Málþófsflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsókn virðast engar áhyggjur hafa af þeirri sóun á dýrmætum tíma þingsins og starfsfólks þess sem málþófið felur í sér, burt séð frá kostnaðinum. Nú þegar hefur skrifstofa Alþingis gert ráðstafanir til að kalla inn afleysingarfólk til að leysa af starfsmenn sem höfðu eins og fjölmargir Íslendingar skipulagt sumarleyfi sín í júlí. Það er líka ljóst á umræðunni á samfélagsmiðlum og annars staðar í þjóðfélaginu að meirihluta almennings blöskrar þessi framkoma þingmanna stjórnarandstöðunnar. Ef gripið er til sálfræðinnar þá virðast stjórnarandstaðan algerlega sambandslaus við meirihluta þjóðarinnar, sem er ekkert annað en firring. Það er eins og þeim standi á sama á meðan þau grafa sína eigin pólitísku gröf. En allt tekur enda að lokum, líka innihaldslaust málþóf. Á þessari stundu er hins vegar ekki ljóst hvort minnihlutinn á Alþingi lýkur máli sínum í þessum mánuði eða þeim næsta, eða áður en nýtt þing kemur saman í haust. Það kemur í ljós. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun