Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. júlí 2025 14:01 Eftir að hafa setið í minnihluta í borgarstjórn í um sjö ár er það sérstök reynsla að upplifa málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld. Á morgun er hálfur mánuður frá því málþófið hófst en í dag eru horfur á að ellefti starfsdagurinn á þingi verði lagður undir síendurteknar ræður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa flutt um 1.400 ræður og andsvör yfir sjálfum sér í málþófinu. Ræður sem oft á tíðum fjalla alls ekki um efnisatriði frumvarpsins heldur um allt önnur mál. Til að mynda um Flokk fólksins og formann hans sem þessir sömu þingmenn virðast vægast sagt leggja mikla fæð á. Að masa sig í íslandsmet Það er engu líkara en stjórnarandstaðan hafi sett sér það vafasama markmið að masa sig inn í íslandsmet og telji það verða einhvers konar skrautfjöður í hennar hatt. Könnun Maskínu sem birt var á Vísi í dag sýnir að þjóðin er ekki sama sinnis. Enda tefur málþófið afgreiðslu fjölmargra framfaramála sem er skömm í hatt stjórnarandstöðunnar. Á dagskrá Alþingis í dag er til dæmis samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem færir öldruðum og öryrkjum miklar kjarabætur, frumvarp um menntasjóð námsmanna sem kveður á um námsstyrki og endurgreiðslur, frumvarp um stuðing við einkarekna fjölmiðla og svona mætti lengi telja. Ekkert þessara mála mun komast til umræðu ef fram heldur sem horfir í vörnum stjórnarandstöðunnar fyrir hagsmunum ríkustu útgerða landsins og eigenda þeirra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa haldið ró sinni í þessar 110-120 klukkustundir sem minnihlutinn hefur masað í um þrjár vinnuvikur í klukkustundum talið. Stjórnarliðar eru staðráðnir í að greidd verði að lokum atkvæði um það mikilvæga réttlætismál sem veiðigjaldafrumvarpið er. Að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir einkarétt sinn á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Þjóðinni misboðið Málþófsflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsókn virðast engar áhyggjur hafa af þeirri sóun á dýrmætum tíma þingsins og starfsfólks þess sem málþófið felur í sér, burt séð frá kostnaðinum. Nú þegar hefur skrifstofa Alþingis gert ráðstafanir til að kalla inn afleysingarfólk til að leysa af starfsmenn sem höfðu eins og fjölmargir Íslendingar skipulagt sumarleyfi sín í júlí. Það er líka ljóst á umræðunni á samfélagsmiðlum og annars staðar í þjóðfélaginu að meirihluta almennings blöskrar þessi framkoma þingmanna stjórnarandstöðunnar. Ef gripið er til sálfræðinnar þá virðast stjórnarandstaðan algerlega sambandslaus við meirihluta þjóðarinnar, sem er ekkert annað en firring. Það er eins og þeim standi á sama á meðan þau grafa sína eigin pólitísku gröf. En allt tekur enda að lokum, líka innihaldslaust málþóf. Á þessari stundu er hins vegar ekki ljóst hvort minnihlutinn á Alþingi lýkur máli sínum í þessum mánuði eða þeim næsta, eða áður en nýtt þing kemur saman í haust. Það kemur í ljós. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa setið í minnihluta í borgarstjórn í um sjö ár er það sérstök reynsla að upplifa málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld. Á morgun er hálfur mánuður frá því málþófið hófst en í dag eru horfur á að ellefti starfsdagurinn á þingi verði lagður undir síendurteknar ræður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa flutt um 1.400 ræður og andsvör yfir sjálfum sér í málþófinu. Ræður sem oft á tíðum fjalla alls ekki um efnisatriði frumvarpsins heldur um allt önnur mál. Til að mynda um Flokk fólksins og formann hans sem þessir sömu þingmenn virðast vægast sagt leggja mikla fæð á. Að masa sig í íslandsmet Það er engu líkara en stjórnarandstaðan hafi sett sér það vafasama markmið að masa sig inn í íslandsmet og telji það verða einhvers konar skrautfjöður í hennar hatt. Könnun Maskínu sem birt var á Vísi í dag sýnir að þjóðin er ekki sama sinnis. Enda tefur málþófið afgreiðslu fjölmargra framfaramála sem er skömm í hatt stjórnarandstöðunnar. Á dagskrá Alþingis í dag er til dæmis samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem færir öldruðum og öryrkjum miklar kjarabætur, frumvarp um menntasjóð námsmanna sem kveður á um námsstyrki og endurgreiðslur, frumvarp um stuðing við einkarekna fjölmiðla og svona mætti lengi telja. Ekkert þessara mála mun komast til umræðu ef fram heldur sem horfir í vörnum stjórnarandstöðunnar fyrir hagsmunum ríkustu útgerða landsins og eigenda þeirra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa haldið ró sinni í þessar 110-120 klukkustundir sem minnihlutinn hefur masað í um þrjár vinnuvikur í klukkustundum talið. Stjórnarliðar eru staðráðnir í að greidd verði að lokum atkvæði um það mikilvæga réttlætismál sem veiðigjaldafrumvarpið er. Að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir einkarétt sinn á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Þjóðinni misboðið Málþófsflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsókn virðast engar áhyggjur hafa af þeirri sóun á dýrmætum tíma þingsins og starfsfólks þess sem málþófið felur í sér, burt séð frá kostnaðinum. Nú þegar hefur skrifstofa Alþingis gert ráðstafanir til að kalla inn afleysingarfólk til að leysa af starfsmenn sem höfðu eins og fjölmargir Íslendingar skipulagt sumarleyfi sín í júlí. Það er líka ljóst á umræðunni á samfélagsmiðlum og annars staðar í þjóðfélaginu að meirihluta almennings blöskrar þessi framkoma þingmanna stjórnarandstöðunnar. Ef gripið er til sálfræðinnar þá virðast stjórnarandstaðan algerlega sambandslaus við meirihluta þjóðarinnar, sem er ekkert annað en firring. Það er eins og þeim standi á sama á meðan þau grafa sína eigin pólitísku gröf. En allt tekur enda að lokum, líka innihaldslaust málþóf. Á þessari stundu er hins vegar ekki ljóst hvort minnihlutinn á Alþingi lýkur máli sínum í þessum mánuði eða þeim næsta, eða áður en nýtt þing kemur saman í haust. Það kemur í ljós. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun