Þegar hið óhugsanlega gerist Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 24. júní 2025 07:02 Tryggingar endurspegla lífið og er ætlað að grípa okkur þegar óvæntir atburðir gerast og valda okkur tjóni. Þær þurfa að vera í sífelldri endurskoðun í takt við tímann hverju sinni, lifnaðarhætti fólks og viðhorf. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi og einnig hefur verið skarð í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutrygging Sjóvár er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er hugsuð til að veita foreldrum meiri hugarró á þessu einstaka tímabili í lífi þeirra og stuðning ef þörf krefur. Með nærgætni að leiðarljósi Um leið og ljóst er að sumt verður aldrei bætt þá geta tryggingar mögulega veitt fólki rými og svigrúm á erfiðum stundum. Meðgöngutrygging er viðleitni til að auka öryggistilfinningu á meðgöngu, við fæðingu og fyrstu daga barnsins. Tryggingin er leið til að styðja við fjárhagslegt öryggi fjölskyldna og var þróuð í samstarfi við Einstök börn og Gleym mér ei styrktarfélag sem þekkja vel hvar skórinn kreppir þegar eitthvað kemur upp á þessum viðkvæma tíma í lífi foreldra og barna. Gerð var þarfagreining og leitað ráðgjafar varðandi fagþekkingu á kvensjúkdómum og fæðingum hjá sérfræðingum innan heilbrigðiskerfisins við undirbúning og horft til þess að þróa tryggingu sem væri sérsniðin fyrir umrætt tímabil og kæmi fljótt og vel til framkvæmda ef á þyrfti að halda. Í raun er ekki eingöngu um tryggingu að ræða heldur skref í rétta átt að sanngjarnara samfélagi þar sem hugað er að kvenheilsu og viðurkennd eru víðtæk áhrif áfalla á geðheilsu og velferð. Áhersla er á mikilvægi þess að fólk fái svigrúm til að vinna úr áföllum og að mögulegt sé að gefa rými til að aðlagast nýjum aðstæðum. Brúum bilin Í gegnum tíðina hefur verið skarð í stuðningskerfi fyrir verðandi mæður því ekki hefur verið mögulegt að tryggja sig sérstaklega fyrir því sem upp getur komið í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Vissulega geta allar konur tryggt sig með öðrum hætti, svo sem með Líf- og sjúkdómatryggingu, en sérstök trygging sem tekur mið af þessu tímabili í lífi margra kvenna hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi áður. Bótunum er ætlað að brúa ákveðið bil, svo sem tekjutap eða sálfræðikostnað og er tryggingin að norrænni fyrirmynd. Einnig hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutryggingin nær yfir meðfædd heilkenni og alvarlega sjúkdóma sem greinast á fyrsta ári barnsins. Eftir það getur Barnatrygging tekið við. Þá er barnið með samfellda og öfluga vernd frá 17. viku í móðurkviði fram til 20 ára aldurs, en Barnatrygging er frá eins mánaða til 20 ára aldurs. Þetta hefur ekki verið mögulegt fram til þessa. Að norrænni fyrirmynd Í Svíþjóð hafa meðgöngutryggingar verið seldar frá árinu 1990 og 85% kvenna kaupa meðgöngutryggingu þar í landi. Fyrir 5-6 árum var farið að bjóða upp á meðgöngutryggingar í Danmörku og Noregi og hafa tryggingarnar fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun í Danmörku. Ekki hefur verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi fram til þessa og hefur því verið gat í tryggingum þegar kemur að kvenheilsu. Auk þess hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Nú er loks möguleiki fyrir konur á Íslandi að tryggja sig og barnið sem þær ganga með á þessu mikilvæga tímabili. Mergur málsins Með nýrri Meðgöngutryggingu leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að sanngjarnara samfélagi. Þetta er skref sem opnar vonandi umræðu um kvenheilsu og heilsu kvenna á meðgöngu, erfiðar fæðingar, andvana fæðingar, meðfædda sjúkdóma og hvaða áhrif áföll af þessum toga geta haft á líf foreldra og barna. Það er í raun sanngirnismál að konur geti tryggt sig á þessum mikilvæga og umbreytandi tíma í lífi sínu sem sannarlega hefur áhrif á heilsu þeirra og velferð fjölskyldunnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Tryggingar endurspegla lífið og er ætlað að grípa okkur þegar óvæntir atburðir gerast og valda okkur tjóni. Þær þurfa að vera í sífelldri endurskoðun í takt við tímann hverju sinni, lifnaðarhætti fólks og viðhorf. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi og einnig hefur verið skarð í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutrygging Sjóvár er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er hugsuð til að veita foreldrum meiri hugarró á þessu einstaka tímabili í lífi þeirra og stuðning ef þörf krefur. Með nærgætni að leiðarljósi Um leið og ljóst er að sumt verður aldrei bætt þá geta tryggingar mögulega veitt fólki rými og svigrúm á erfiðum stundum. Meðgöngutrygging er viðleitni til að auka öryggistilfinningu á meðgöngu, við fæðingu og fyrstu daga barnsins. Tryggingin er leið til að styðja við fjárhagslegt öryggi fjölskyldna og var þróuð í samstarfi við Einstök börn og Gleym mér ei styrktarfélag sem þekkja vel hvar skórinn kreppir þegar eitthvað kemur upp á þessum viðkvæma tíma í lífi foreldra og barna. Gerð var þarfagreining og leitað ráðgjafar varðandi fagþekkingu á kvensjúkdómum og fæðingum hjá sérfræðingum innan heilbrigðiskerfisins við undirbúning og horft til þess að þróa tryggingu sem væri sérsniðin fyrir umrætt tímabil og kæmi fljótt og vel til framkvæmda ef á þyrfti að halda. Í raun er ekki eingöngu um tryggingu að ræða heldur skref í rétta átt að sanngjarnara samfélagi þar sem hugað er að kvenheilsu og viðurkennd eru víðtæk áhrif áfalla á geðheilsu og velferð. Áhersla er á mikilvægi þess að fólk fái svigrúm til að vinna úr áföllum og að mögulegt sé að gefa rými til að aðlagast nýjum aðstæðum. Brúum bilin Í gegnum tíðina hefur verið skarð í stuðningskerfi fyrir verðandi mæður því ekki hefur verið mögulegt að tryggja sig sérstaklega fyrir því sem upp getur komið í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Vissulega geta allar konur tryggt sig með öðrum hætti, svo sem með Líf- og sjúkdómatryggingu, en sérstök trygging sem tekur mið af þessu tímabili í lífi margra kvenna hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi áður. Bótunum er ætlað að brúa ákveðið bil, svo sem tekjutap eða sálfræðikostnað og er tryggingin að norrænni fyrirmynd. Einnig hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutryggingin nær yfir meðfædd heilkenni og alvarlega sjúkdóma sem greinast á fyrsta ári barnsins. Eftir það getur Barnatrygging tekið við. Þá er barnið með samfellda og öfluga vernd frá 17. viku í móðurkviði fram til 20 ára aldurs, en Barnatrygging er frá eins mánaða til 20 ára aldurs. Þetta hefur ekki verið mögulegt fram til þessa. Að norrænni fyrirmynd Í Svíþjóð hafa meðgöngutryggingar verið seldar frá árinu 1990 og 85% kvenna kaupa meðgöngutryggingu þar í landi. Fyrir 5-6 árum var farið að bjóða upp á meðgöngutryggingar í Danmörku og Noregi og hafa tryggingarnar fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun í Danmörku. Ekki hefur verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi fram til þessa og hefur því verið gat í tryggingum þegar kemur að kvenheilsu. Auk þess hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Nú er loks möguleiki fyrir konur á Íslandi að tryggja sig og barnið sem þær ganga með á þessu mikilvæga tímabili. Mergur málsins Með nýrri Meðgöngutryggingu leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að sanngjarnara samfélagi. Þetta er skref sem opnar vonandi umræðu um kvenheilsu og heilsu kvenna á meðgöngu, erfiðar fæðingar, andvana fæðingar, meðfædda sjúkdóma og hvaða áhrif áföll af þessum toga geta haft á líf foreldra og barna. Það er í raun sanngirnismál að konur geti tryggt sig á þessum mikilvæga og umbreytandi tíma í lífi sínu sem sannarlega hefur áhrif á heilsu þeirra og velferð fjölskyldunnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar