Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 28. maí 2025 13:00 Nýverið birti ég grein í Kópavogsblaðinu sem bar titilinn „Viljum við að Kópavogur verði eins og Reykjavík?“ þar sem ég fór yfir óvæntar nýjar áherslur í skipulagi Kópavogs. Árið 2015 var kynnt nýtt skipulag fyrir Reykjavík og snerist það allt um Borgarlínuna, lest sem átti að greiða fyrir samgöngur í höfuðborginni. Í gegnum árin hafa hugmyndir um lestar breyst í sporvagna og er nú nýjasta útfærslan að mála strætó bláan og fjölga sérakreinum. Í kjölfarið hefur Reykjavíkurborg eytt mörgum árum og milljónum í að þrengja að bílum, stækka gjaltökusvæði og byggja húsnæði án bílastæða. Allt ætti þetta að styðja við uppbyggingu Borgarlínu og lífsstíls án bíla. Ef veðrátta undanfarnar vikur hefur kennt okkur eitthvað þá ætti það að vera augljóst að fjölskyldur með börn eiga ekki séns í bíllausan lífsstíl, hvað þá fjölskyldur í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Börn passa einfaldlega ekki inn í plönin og er því ekki að furða að skortur sé á leikskólaplássum, í allri þessari uppbyggingu virðast þau hafa gleymst. Þrátt fyrir þetta sér maður augljós áhrif skemmdarstefnu Reykjavíkur í Kópavogi og nágrenni. Í nýja hverfinu á Kársnesi og fyrirtækjasvæðinu á Dalvegi er nær ómögulegt að fá gesti sökum skorts á bílastæðum, gjaldtökusvæði eru stækkuð og nú skrifar bærinn uppá að borga 315+ milljónir króna árlega í að þrengja að umferð í Kópavogi svo bláu strætóarnir geti keyrt í gegnum hverfin okkar, svo ekki sé minnst á Fossvogsbrúna sem verður dýrari með hverjum klukkutímanum. Á 10 árum hafa Borgarlínuverkefnið og Betri Samgöngur ohf. skilað af sér fallegum 3D myndum og þyngri umferð. Þó ég sé persónulega búinn að fá mig fullsaddann þá tel ég að ákvörðun um framhaldið þurfi að vera í höndum bæjarbúa. Hvenær vorum við spurð hvort við viljum taka þátt í Borgarlínunni? Fækka bílastæðum? Byggja hverfi fyrir bíllausan lífsstíl? Skuldsetja sveitarfélagið okkar svo Reykjavík fái sínu framgengt? Rödd bæjarbúa verður að fá að heyrast og af því tilefni bjóðum við í Miðflokksdeild Kópavogs til samtals við bæjarbúa laugardaginn 7. júní kl. 13:00 í Hamraborg 1. Á næsta ári gefst Kópavogsbúum tækifæri til þess að kjósa um framtíðina í þessum málum. Það verður ekki tekið af bæjarstjórninni að hún hefur gert margt gott í fjármálum bæjarins og fann skammtímalausn í leikskólamálum en nú þarf að grípa í taumanna á Reykjavíkurvæðingu bæjarins áður en bæjarbúar flýja til annarra sveitarfélaga. Það er gott að búa í Kópavogi, höldum því þannig. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Kópavogur Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið birti ég grein í Kópavogsblaðinu sem bar titilinn „Viljum við að Kópavogur verði eins og Reykjavík?“ þar sem ég fór yfir óvæntar nýjar áherslur í skipulagi Kópavogs. Árið 2015 var kynnt nýtt skipulag fyrir Reykjavík og snerist það allt um Borgarlínuna, lest sem átti að greiða fyrir samgöngur í höfuðborginni. Í gegnum árin hafa hugmyndir um lestar breyst í sporvagna og er nú nýjasta útfærslan að mála strætó bláan og fjölga sérakreinum. Í kjölfarið hefur Reykjavíkurborg eytt mörgum árum og milljónum í að þrengja að bílum, stækka gjaltökusvæði og byggja húsnæði án bílastæða. Allt ætti þetta að styðja við uppbyggingu Borgarlínu og lífsstíls án bíla. Ef veðrátta undanfarnar vikur hefur kennt okkur eitthvað þá ætti það að vera augljóst að fjölskyldur með börn eiga ekki séns í bíllausan lífsstíl, hvað þá fjölskyldur í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Börn passa einfaldlega ekki inn í plönin og er því ekki að furða að skortur sé á leikskólaplássum, í allri þessari uppbyggingu virðast þau hafa gleymst. Þrátt fyrir þetta sér maður augljós áhrif skemmdarstefnu Reykjavíkur í Kópavogi og nágrenni. Í nýja hverfinu á Kársnesi og fyrirtækjasvæðinu á Dalvegi er nær ómögulegt að fá gesti sökum skorts á bílastæðum, gjaldtökusvæði eru stækkuð og nú skrifar bærinn uppá að borga 315+ milljónir króna árlega í að þrengja að umferð í Kópavogi svo bláu strætóarnir geti keyrt í gegnum hverfin okkar, svo ekki sé minnst á Fossvogsbrúna sem verður dýrari með hverjum klukkutímanum. Á 10 árum hafa Borgarlínuverkefnið og Betri Samgöngur ohf. skilað af sér fallegum 3D myndum og þyngri umferð. Þó ég sé persónulega búinn að fá mig fullsaddann þá tel ég að ákvörðun um framhaldið þurfi að vera í höndum bæjarbúa. Hvenær vorum við spurð hvort við viljum taka þátt í Borgarlínunni? Fækka bílastæðum? Byggja hverfi fyrir bíllausan lífsstíl? Skuldsetja sveitarfélagið okkar svo Reykjavík fái sínu framgengt? Rödd bæjarbúa verður að fá að heyrast og af því tilefni bjóðum við í Miðflokksdeild Kópavogs til samtals við bæjarbúa laugardaginn 7. júní kl. 13:00 í Hamraborg 1. Á næsta ári gefst Kópavogsbúum tækifæri til þess að kjósa um framtíðina í þessum málum. Það verður ekki tekið af bæjarstjórninni að hún hefur gert margt gott í fjármálum bæjarins og fann skammtímalausn í leikskólamálum en nú þarf að grípa í taumanna á Reykjavíkurvæðingu bæjarins áður en bæjarbúar flýja til annarra sveitarfélaga. Það er gott að búa í Kópavogi, höldum því þannig. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun