Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar 27. maí 2025 15:01 Ef þú lendir í þeirri ótrúlega leiðinlegri stöðu, að þurfa að fara á endurhæfingu eða jafnvel örorku, þá neyðist þú til að díla við Tryggingastofnun Íslands. Þú þarft að fara í gegnum gríðarlega langt ferli. Í fyrsta lagi þarftu að fá utanaðkomandi aðila til að setja upp eða skrifa undir endurhæfingaráætlun, svo að TR viti að þú sért ekki að falsa eftirfarandi upplýsingar. Það er einfaldi parturinn. Síðan hefst biðin. TR tekur sér upp í 6 vikur að fara yfir endurhæfingaráætlanir, á meðan færðu ekki greiðslur, þú færð ekki fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu, því þú ert að bíða eftir greiðslum annarsstaðar frá. Svo hérna situr þú og bíður, með andlitið límt við skjáinn, þannig ef þú færð póst sem segir að það vanti gögn, þá getur þú farið beint í að útvega þau gögn svo að þau haldi áfram að vinna umsóknina þína. Kannski ertu heppinn, kannski vantar bara fá gögn sem auðvelt er að útvega, kannski vantar alltaf fleiri og fleiri gögn sem erfitt er að útvega. Vonandi býrðu ekki ein og ert með einhvern sem getur borgað leiguna þína og mat á meðan þú ert að bíða eftir TR. Loksins færðu staðfestingu á að þeir hafi samþykkt endurhæfingaráætlunina þína. Frábært! Þú færð ekki endilega greitt aftur í tímann, bara stundum. En hey, þú fékkst greitt. EN! Þetta er alls ekki nóg til að greiða leiguna þína, borga reikningana eða til að kaupa mat. Svo ég tali ekki um ef þú neyddist til að taka fullt af smálánum til að geta lifað af á meðan TR færi yfir umsóknina þína. Ef þú hins vegar lendir í ennþá leiðinlegri stöðu að þurfa að sækja um örorku, þá bið ég fyrir þér. Í fyrsta lagi þarftu sönnun fyrir því að þú sért ekki að fara aftur á fullt á vinnumarkaðinn, hvort sem það er vottorð frá starfsendurhæfingar stöðvum, lækni, sálfræðing eða hvað sem þú finnur. En það er ekki nóg. Sem einstaklingur sem er búinn að fara í gegnum Virk tvisvar og fá þá niðurstöðu að vera óvinnufær, þá get ég sagt þér það með staðfestu, að það er ekki nóg. Þú þarft að hafa lokið við x-mörgum mánuðum í endurhæfingu og vera komin yfir ákveðinn aldur. Vissir þú að TR er ekki að taka við örorku umsóknum ef þú ert undir 25 ára, nema þú sért mögulega fjölfatlaður í hjólastól. Á meðan þú ert að fara í gegnum þetta ferli, þá færðu engar greiðslur frá TR og aftur færðu enga fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu. Vonandi, aftur, ertu með einhvern sem getur aðstoðað þig fjárhagslega á meðan þú bíður. Eftir að hafa setið með andlitið límt við skjáinn, færðu loksins tíma til að hitta lækni frá Tryggingastofnun Íslands. Smá tip þegar þú hittir lækninn, ekki klæða þig áður en þú ferð. Ef þú mætir ein/n/t þá færðu starx mínus stig í kladdann, ef þú klæðir þig snyrtilega, þá getur þú augljóslega séð um þig og ert fullfær um að vera út á vinnumarkaðnum og ekkert mál! Þú ert síðan látin gera allskonar kúnstir. Getur þú beygt þig niður, getur þú staðið aftur upp o.s.fv., o.s.fv. Þegar TR fær svo skýrsluna frá lækninum, þá horfa þeir bara á hana. Þeir horfa ekki á öll hin gögnin sem þú komst með, þau skipta ekki lengur máli. Ef ekki þú fékkst ekki nógu mörg stig, þá ertu screwed. Ef þú færð mörg stig, þá til hamingju! Þú fékkst örorku. En það er samt einn galli, (þetta er grín, það eru miklu miklu fleiri en einn gallar) þú færð eiginlega ekki lágmarkslaun. Þú færð rétt um 300.000 á mánuði, sem er alls ekki nóg til að borga leigu, reikninga, skuldir eða kaupa mat. En hey! Þeir eru búnir að taka niður krónu á móti krónu skerðinguna þannig ef þú hefur mögulega kraftinn í það, þá máttu vinna pínu með örorkunni en ekki of mikið, því þá skerða þeir bæturnar þínar. Ég óska ekki einu sinni mínum versta óvini, að þurfa að díla við Tryggingastofnun íslands. Það er full vinna að vera fatlaður á Íslandi í dag. Höfundur er ung veik kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ef þú lendir í þeirri ótrúlega leiðinlegri stöðu, að þurfa að fara á endurhæfingu eða jafnvel örorku, þá neyðist þú til að díla við Tryggingastofnun Íslands. Þú þarft að fara í gegnum gríðarlega langt ferli. Í fyrsta lagi þarftu að fá utanaðkomandi aðila til að setja upp eða skrifa undir endurhæfingaráætlun, svo að TR viti að þú sért ekki að falsa eftirfarandi upplýsingar. Það er einfaldi parturinn. Síðan hefst biðin. TR tekur sér upp í 6 vikur að fara yfir endurhæfingaráætlanir, á meðan færðu ekki greiðslur, þú færð ekki fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu, því þú ert að bíða eftir greiðslum annarsstaðar frá. Svo hérna situr þú og bíður, með andlitið límt við skjáinn, þannig ef þú færð póst sem segir að það vanti gögn, þá getur þú farið beint í að útvega þau gögn svo að þau haldi áfram að vinna umsóknina þína. Kannski ertu heppinn, kannski vantar bara fá gögn sem auðvelt er að útvega, kannski vantar alltaf fleiri og fleiri gögn sem erfitt er að útvega. Vonandi býrðu ekki ein og ert með einhvern sem getur borgað leiguna þína og mat á meðan þú ert að bíða eftir TR. Loksins færðu staðfestingu á að þeir hafi samþykkt endurhæfingaráætlunina þína. Frábært! Þú færð ekki endilega greitt aftur í tímann, bara stundum. En hey, þú fékkst greitt. EN! Þetta er alls ekki nóg til að greiða leiguna þína, borga reikningana eða til að kaupa mat. Svo ég tali ekki um ef þú neyddist til að taka fullt af smálánum til að geta lifað af á meðan TR færi yfir umsóknina þína. Ef þú hins vegar lendir í ennþá leiðinlegri stöðu að þurfa að sækja um örorku, þá bið ég fyrir þér. Í fyrsta lagi þarftu sönnun fyrir því að þú sért ekki að fara aftur á fullt á vinnumarkaðinn, hvort sem það er vottorð frá starfsendurhæfingar stöðvum, lækni, sálfræðing eða hvað sem þú finnur. En það er ekki nóg. Sem einstaklingur sem er búinn að fara í gegnum Virk tvisvar og fá þá niðurstöðu að vera óvinnufær, þá get ég sagt þér það með staðfestu, að það er ekki nóg. Þú þarft að hafa lokið við x-mörgum mánuðum í endurhæfingu og vera komin yfir ákveðinn aldur. Vissir þú að TR er ekki að taka við örorku umsóknum ef þú ert undir 25 ára, nema þú sért mögulega fjölfatlaður í hjólastól. Á meðan þú ert að fara í gegnum þetta ferli, þá færðu engar greiðslur frá TR og aftur færðu enga fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu. Vonandi, aftur, ertu með einhvern sem getur aðstoðað þig fjárhagslega á meðan þú bíður. Eftir að hafa setið með andlitið límt við skjáinn, færðu loksins tíma til að hitta lækni frá Tryggingastofnun Íslands. Smá tip þegar þú hittir lækninn, ekki klæða þig áður en þú ferð. Ef þú mætir ein/n/t þá færðu starx mínus stig í kladdann, ef þú klæðir þig snyrtilega, þá getur þú augljóslega séð um þig og ert fullfær um að vera út á vinnumarkaðnum og ekkert mál! Þú ert síðan látin gera allskonar kúnstir. Getur þú beygt þig niður, getur þú staðið aftur upp o.s.fv., o.s.fv. Þegar TR fær svo skýrsluna frá lækninum, þá horfa þeir bara á hana. Þeir horfa ekki á öll hin gögnin sem þú komst með, þau skipta ekki lengur máli. Ef ekki þú fékkst ekki nógu mörg stig, þá ertu screwed. Ef þú færð mörg stig, þá til hamingju! Þú fékkst örorku. En það er samt einn galli, (þetta er grín, það eru miklu miklu fleiri en einn gallar) þú færð eiginlega ekki lágmarkslaun. Þú færð rétt um 300.000 á mánuði, sem er alls ekki nóg til að borga leigu, reikninga, skuldir eða kaupa mat. En hey! Þeir eru búnir að taka niður krónu á móti krónu skerðinguna þannig ef þú hefur mögulega kraftinn í það, þá máttu vinna pínu með örorkunni en ekki of mikið, því þá skerða þeir bæturnar þínar. Ég óska ekki einu sinni mínum versta óvini, að þurfa að díla við Tryggingastofnun íslands. Það er full vinna að vera fatlaður á Íslandi í dag. Höfundur er ung veik kona.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun