Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar 13. maí 2025 13:01 Söfnum er ætlað viðamikið og mikilvægt samfélagslegt hlutverk: Þeim ber að standa vörð um menningararf þjóðarinnar og gefa honum gildi í samfélagi sem er sífellt að breytast og þróast. Þetta þurfa þau að gera fyrir opnum tjöldum, og fagmennsku. Þrátt fyrir oft á tíðumkrefjandi aðstæður getur safnafólk á Íslandi verið stolt af þeim metnaði og árangri í störfum þeirra. Eitt af því sem ætíð hefur mótandi áhrif á framtíð safna er hæft starfsfólk, sem hefur breiðan þekkingargrunn sem gerir söfnum kleift að taka þátt í fjölbreytilegum umræðum, mikilvægar samfélaginu. Með öðrum orðum, innan safna er mikill mannauður sem þarf að hlúa að. Þekkingöflun safna er eitt lykil framlag þeirra til íslensks samfélags, ekki síst í ljósi safnfræðslu og íslenskrar ferðaþjónustu, en þetta eru hvorutveggja umræðuefni sem mér eru mjög hugleikin þessa dagana. Söfn geta sannarlega verið öflug menningarauðlind ferðaþjónustunnar, þau bjóða upp á einstaka innsýn inn í íslensk samfélag, á grundvelli faglegra vinnubragða, rannsókna og þekkingar. Þau taka þátt í sjálfbærri menningarferðaþjónustu, ekki einungis með móttöku ferðamanna, heldur með því að ráða leiðsögumenn, taka þátt í öflugu samstarfi við aðrar stofnanir og fyrirtæki á svæðinu, og veita upplýsingar. Þar stoppar fólk og fær sér kaffi, og kaupir minjagripi, bækur og sækir sér upplýsingar um það samfélag sem þau eru að heimsækja á sýningum þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega mikilvægur þáttur í framtíð safna, ekki síst með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem verið er að beina athyglinni að í ár: Að styðja við efnahagslífið, ýta undir sköpunargleði og hafa áhrif á sjálfbæra þróun samfélaga. Lykillinn að góðu samstarfi safna við ferðaþjónustuna er að hafa ávallt faglegt hlutverk stofnananna að leiðarljósi: Að varðveita menningararfinn af fagmennsku og að miðla honum á áhrifamikinn hátt til almennings (innlendra og erlendra gesta), með sanngildi að leiðarljósi. Höfundur er lektor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Ferðaþjónusta Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Söfnum er ætlað viðamikið og mikilvægt samfélagslegt hlutverk: Þeim ber að standa vörð um menningararf þjóðarinnar og gefa honum gildi í samfélagi sem er sífellt að breytast og þróast. Þetta þurfa þau að gera fyrir opnum tjöldum, og fagmennsku. Þrátt fyrir oft á tíðumkrefjandi aðstæður getur safnafólk á Íslandi verið stolt af þeim metnaði og árangri í störfum þeirra. Eitt af því sem ætíð hefur mótandi áhrif á framtíð safna er hæft starfsfólk, sem hefur breiðan þekkingargrunn sem gerir söfnum kleift að taka þátt í fjölbreytilegum umræðum, mikilvægar samfélaginu. Með öðrum orðum, innan safna er mikill mannauður sem þarf að hlúa að. Þekkingöflun safna er eitt lykil framlag þeirra til íslensks samfélags, ekki síst í ljósi safnfræðslu og íslenskrar ferðaþjónustu, en þetta eru hvorutveggja umræðuefni sem mér eru mjög hugleikin þessa dagana. Söfn geta sannarlega verið öflug menningarauðlind ferðaþjónustunnar, þau bjóða upp á einstaka innsýn inn í íslensk samfélag, á grundvelli faglegra vinnubragða, rannsókna og þekkingar. Þau taka þátt í sjálfbærri menningarferðaþjónustu, ekki einungis með móttöku ferðamanna, heldur með því að ráða leiðsögumenn, taka þátt í öflugu samstarfi við aðrar stofnanir og fyrirtæki á svæðinu, og veita upplýsingar. Þar stoppar fólk og fær sér kaffi, og kaupir minjagripi, bækur og sækir sér upplýsingar um það samfélag sem þau eru að heimsækja á sýningum þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega mikilvægur þáttur í framtíð safna, ekki síst með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem verið er að beina athyglinni að í ár: Að styðja við efnahagslífið, ýta undir sköpunargleði og hafa áhrif á sjálfbæra þróun samfélaga. Lykillinn að góðu samstarfi safna við ferðaþjónustuna er að hafa ávallt faglegt hlutverk stofnananna að leiðarljósi: Að varðveita menningararfinn af fagmennsku og að miðla honum á áhrifamikinn hátt til almennings (innlendra og erlendra gesta), með sanngildi að leiðarljósi. Höfundur er lektor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun