Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 10:31 Hið svokallaða ETS-kerfi er viðskiptakerfi með kolefniseiningar; verkfæri í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Kerfinu er m.a. ætlað að þrýsta á iðnað í Evrópu að draga eins og kostur er úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvert tonn af koltvísýringsígildum sem losnar vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem undir kerfið fellur, fær þannig verðmiða. Þannig geta einingarnar gengið kaupum og sölum, fyrirtæki sem eykur losun þarf að kaupa heimildir og fyrirtæki sem tekst að draga úr sinni losun getur þannig selt umfram heimildir[1], það kostar að menga, þú sparar á að menga minna. Þeim fjármunum sem renna í opinbera sjóði vegna kerfisins er ætlað, samkvæmt reglugerðinni, að styðja við rannsóknir og þróun sem og fjárfestingar í tækni sem skilar okkur hraðar í átt að kolefnishlutleysi. Þessi skylda hvílir á ESB ríkjunum en fyrir Ísland er þetta valfrjálst þar sem Ísland tekur kerfið upp á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk álframleiðsla hefur lægst kolefnisspor í heimi Á Íslandi er ál framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og er því losun vegna álframleiðslu á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum öllum. Sá koltvísýringur sem verður til við álframleiðsluna á Íslandi er því til kominn vegna efnahvarfs súráls við kolaskaut í kerskálum álveranna. Íslensku álverin falla undir ETS-kerfið og greiða þannig verulega kolefnisskatta. En reyndin er sú að miðað við þá tækni sem er aðgengileg til iðnaðar í dag er ekki hægt að draga meira úr kolefnisspori álframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt. Hversu langt er í kolefnishlutleysi ræðst af fjármagni Í þróun eru sem betur fer einkum tvær leiðir, annars vegar að framleiða ál með svokölluðum eðalrafskautum sem losa engan koltvísýring og svo hins vegar tækni til að fanga koltvísýring úr útblæstri álveranna og í framhaldinu binda varanlega.Þessar tvær leiðir eru þær einu í sjónmáli sem geta gert álframleiðslu á Íslandi kolefnishlutlausa. Þótt mikilvæg skref hafi verið stigin í þróun þessarar tækni er enn talsvert langt í land með að hún verði nýtanleg í framleiðsluferlum álveranna. Tímalengdin ræðst af því fjármagni sem er lagt í rannsóknir og þróun á þessari tækni. Núllið næst með auknum tækniþroska Og þá komum við að kjarnanum í þessu öllu saman: Kolefnissköttum á, samkvæmt þeim reglugerðum sem þeir hvíla á, að verja í rannsóknir og þróun á tækni sem lækkar kolefnisspor í iðnaði. Það er eina leiðin til árangurs, en áætlað þarf að lágmarki um 33 milljarða evra fjárfestingar í tækni sem gerir álframleiðslu kolefnishlutausa fyrir árið 2050[2]. Á Íslandi rennur einungis lítið brot þessara skatta til rannsókna og þróunar á kolefnisvænni lausnum. Íslensku álverin hafa enga möguleika á því að lækka „kolefnisreikninga sína“ fyrr en með auknum tækniþroska. Sem fyrr segir er langt í land og þangað til er þessi skattlagning án innistæðu hérlendis. Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica á mánudaginn undir yfirskriftinni „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Hann er öllum opinn sem skrá sig. Þar verður meðal annars fjallað um samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í samhengi við umhverfisskatta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Fyrirtæki fá úthlutað heimildum endurgjaldslaust upp að ákveðnu marki en greiða árlega fyrir allar umframheimildir [2] CLEAN INDUSTRIAL DEAL STATE AID FRAMEWORK. European Aluminium, 2025 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hið svokallaða ETS-kerfi er viðskiptakerfi með kolefniseiningar; verkfæri í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Kerfinu er m.a. ætlað að þrýsta á iðnað í Evrópu að draga eins og kostur er úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvert tonn af koltvísýringsígildum sem losnar vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem undir kerfið fellur, fær þannig verðmiða. Þannig geta einingarnar gengið kaupum og sölum, fyrirtæki sem eykur losun þarf að kaupa heimildir og fyrirtæki sem tekst að draga úr sinni losun getur þannig selt umfram heimildir[1], það kostar að menga, þú sparar á að menga minna. Þeim fjármunum sem renna í opinbera sjóði vegna kerfisins er ætlað, samkvæmt reglugerðinni, að styðja við rannsóknir og þróun sem og fjárfestingar í tækni sem skilar okkur hraðar í átt að kolefnishlutleysi. Þessi skylda hvílir á ESB ríkjunum en fyrir Ísland er þetta valfrjálst þar sem Ísland tekur kerfið upp á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk álframleiðsla hefur lægst kolefnisspor í heimi Á Íslandi er ál framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og er því losun vegna álframleiðslu á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum öllum. Sá koltvísýringur sem verður til við álframleiðsluna á Íslandi er því til kominn vegna efnahvarfs súráls við kolaskaut í kerskálum álveranna. Íslensku álverin falla undir ETS-kerfið og greiða þannig verulega kolefnisskatta. En reyndin er sú að miðað við þá tækni sem er aðgengileg til iðnaðar í dag er ekki hægt að draga meira úr kolefnisspori álframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt. Hversu langt er í kolefnishlutleysi ræðst af fjármagni Í þróun eru sem betur fer einkum tvær leiðir, annars vegar að framleiða ál með svokölluðum eðalrafskautum sem losa engan koltvísýring og svo hins vegar tækni til að fanga koltvísýring úr útblæstri álveranna og í framhaldinu binda varanlega.Þessar tvær leiðir eru þær einu í sjónmáli sem geta gert álframleiðslu á Íslandi kolefnishlutlausa. Þótt mikilvæg skref hafi verið stigin í þróun þessarar tækni er enn talsvert langt í land með að hún verði nýtanleg í framleiðsluferlum álveranna. Tímalengdin ræðst af því fjármagni sem er lagt í rannsóknir og þróun á þessari tækni. Núllið næst með auknum tækniþroska Og þá komum við að kjarnanum í þessu öllu saman: Kolefnissköttum á, samkvæmt þeim reglugerðum sem þeir hvíla á, að verja í rannsóknir og þróun á tækni sem lækkar kolefnisspor í iðnaði. Það er eina leiðin til árangurs, en áætlað þarf að lágmarki um 33 milljarða evra fjárfestingar í tækni sem gerir álframleiðslu kolefnishlutausa fyrir árið 2050[2]. Á Íslandi rennur einungis lítið brot þessara skatta til rannsókna og þróunar á kolefnisvænni lausnum. Íslensku álverin hafa enga möguleika á því að lækka „kolefnisreikninga sína“ fyrr en með auknum tækniþroska. Sem fyrr segir er langt í land og þangað til er þessi skattlagning án innistæðu hérlendis. Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica á mánudaginn undir yfirskriftinni „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Hann er öllum opinn sem skrá sig. Þar verður meðal annars fjallað um samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í samhengi við umhverfisskatta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Fyrirtæki fá úthlutað heimildum endurgjaldslaust upp að ákveðnu marki en greiða árlega fyrir allar umframheimildir [2] CLEAN INDUSTRIAL DEAL STATE AID FRAMEWORK. European Aluminium, 2025
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun