Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2024 10:20 Í fyrri pistli minntist greinarhöfundur á stefnu flokks fólksins um að hirða níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju ári inn í framtíðina og rýra með því lífeyri fólks um alla framtíð með því að rýra fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna. Auk þess greiðir launamaður á lífeyrisgreiðslualdri tekjuskatt í hærra þrepi af hærri upphæð en hann greiðir þegar lífeyristaka hefst. Skattahækkun af þessari ráðstöfun gæti numið um hálfri milljón á mann á ári auk þess að viðkomandi myndi síðan bera minni lífeyri úr býtum við starfslok. Það munar um það fyrir hvern og einn. Nú eru þrír dagar til kosninga og nokkur sigling á flokki fólksins í skoðanakönnunum. Kjósendur sem segjast munu kjósa flokkinn hljóta að spyrja forystufólk hans fyrir kosningar nákvæmlega hvað felst í tillögum flokksins í þessum efnum og áhrifum þeirra á almenning. Flokkurinn þarf að svara því hversu mikið lífeyrir meðaleinstaklings rýrnar við að rífa 90 milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta ári eins og boðað er. Flokkurinn þarf að svara hversu mikið tekjuskattur einstaklings hækkar á hverju ári við framkvæmdina. Nýlega var síðan sett fram nýtt atriði með talsverðum bægslagangi. Þingmaður flokks fólksins vill setja neyðarlög um Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana bankans. Flokkur fólksins hlýtur að skýra fyrir kjósendum nákvæmlega hvernig slík lagasetning eigi að vera. Um nákvæmlega hvað á að setja neyðarlög og við hvaða aðstæður? Gal á torgum um jafn mikilsverð málefni og hér ræðir er óábyrgt. Sá sem lofar slíkum aðgerðum og að afleiðingar þeirra verði farsælar fyrir land og lýð er í besta falli populisti, í versta falli falsspámaður. Ritari þessa pistils hefur ekki dregið af sér í gagnrýni á Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana á hverjum tíma. Einkum hefur höfundur gert athugasemdir við þær röksemdir sem bankinn hefur haft uppi við hverja ákvörðun og mjög misvísandi og ófyndin rök Seðlabankastjóra. Einnig hefur ritari pistilsins gagnrýnt seinagang undanfarandi við vaxtalækkanir. Aldrei hefur þó hvarflað að höfundi að færa vaxtaákvarðanir í hendur stjórnmálamanna hvers tíma með lagasetningu, hvað þá ,,neyðarlögum.” Varist falsspámenn sem gala á torgum! Höfundur skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri pistli minntist greinarhöfundur á stefnu flokks fólksins um að hirða níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju ári inn í framtíðina og rýra með því lífeyri fólks um alla framtíð með því að rýra fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna. Auk þess greiðir launamaður á lífeyrisgreiðslualdri tekjuskatt í hærra þrepi af hærri upphæð en hann greiðir þegar lífeyristaka hefst. Skattahækkun af þessari ráðstöfun gæti numið um hálfri milljón á mann á ári auk þess að viðkomandi myndi síðan bera minni lífeyri úr býtum við starfslok. Það munar um það fyrir hvern og einn. Nú eru þrír dagar til kosninga og nokkur sigling á flokki fólksins í skoðanakönnunum. Kjósendur sem segjast munu kjósa flokkinn hljóta að spyrja forystufólk hans fyrir kosningar nákvæmlega hvað felst í tillögum flokksins í þessum efnum og áhrifum þeirra á almenning. Flokkurinn þarf að svara því hversu mikið lífeyrir meðaleinstaklings rýrnar við að rífa 90 milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta ári eins og boðað er. Flokkurinn þarf að svara hversu mikið tekjuskattur einstaklings hækkar á hverju ári við framkvæmdina. Nýlega var síðan sett fram nýtt atriði með talsverðum bægslagangi. Þingmaður flokks fólksins vill setja neyðarlög um Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana bankans. Flokkur fólksins hlýtur að skýra fyrir kjósendum nákvæmlega hvernig slík lagasetning eigi að vera. Um nákvæmlega hvað á að setja neyðarlög og við hvaða aðstæður? Gal á torgum um jafn mikilsverð málefni og hér ræðir er óábyrgt. Sá sem lofar slíkum aðgerðum og að afleiðingar þeirra verði farsælar fyrir land og lýð er í besta falli populisti, í versta falli falsspámaður. Ritari þessa pistils hefur ekki dregið af sér í gagnrýni á Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana á hverjum tíma. Einkum hefur höfundur gert athugasemdir við þær röksemdir sem bankinn hefur haft uppi við hverja ákvörðun og mjög misvísandi og ófyndin rök Seðlabankastjóra. Einnig hefur ritari pistilsins gagnrýnt seinagang undanfarandi við vaxtalækkanir. Aldrei hefur þó hvarflað að höfundi að færa vaxtaákvarðanir í hendur stjórnmálamanna hvers tíma með lagasetningu, hvað þá ,,neyðarlögum.” Varist falsspámenn sem gala á torgum! Höfundur skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun