Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar 7. maí 2025 14:02 Gott samfélag verður ekki til af sjálfu sér. Öflugt atvinnulíf er kjarninn en það krefst skýrrar sýnar, stefnu og samstillts átaks. Það er þar sem verðmætin verða til sem gera okkur kleift að fjárfesta í velferð, menntun og framtíð. Með því að skapa spennandi og verðmæt störf og tryggja að fólk hafi tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu, leggjum við grunn að samfélagi þar sem lífskjör eru góð. Stjórnendur, starfsfólk og eigendur fyrirtækja hafa mikið um það að segja hvernig til tekst en það er líka undir stjórnvöldum komið, þau móta leikreglurnar. Með ákvörðunum, orðum og gjörðum hafa stjórnvöld áhrif á hvernig til tekst á hverjum einasta degi. Heimsmeistaramót í lífskjörum Lífskjör okkar ráðast af getu samfélagsins til að framleiða vöru og þjónustu sem eftirsótt er á samkeppnismörkuðum um allan heim. Fyrirtæki á Íslandi keppa ekki einungis hvert við annað heldur við fyrirtæki í öðrum löndum. Í þeirri samkeppni skiptir miklu hvernig við byggjum upp umgjörð atvinnulífsins, hvernig við eflum nýsköpun, menntun, hagkvæmni og stöðugleika. Allt þetta mótar samkeppnishæfni þjóðarinnar. Hún er ekki mæld í einum þætti heldur í samspili margra og það er þetta samspil sem að endingu ræður því hvort við náum árangri á stóra sviðinu og tryggjum góð lífskjör landsmanna. Samkeppnishæfni er í raun nokkurs konar heimsmeistaramót ríkja í lífskjörum. Því betur sem við stöndum okkur, þeim mun meiri verðmæti skapast og þeim mun betra samfélag byggjum við. Samkeppnishæfni felst í umbótum í menntamálum, í uppbyggingu innviða, í hagstæðri umgjörð nýsköpunar, í stöðugu, hagkvæmu og skilvirku starfsumhverfi og með framboði raforku. Það er einmitt stefna stjórnvalda í öllum þessum þáttum sem kölluð er iðnaðarstefna (e. industrial strategy) – stefna sem miðar að því að auka verðmætasköpun með markvissum og heildstæðum hætti. Ef við viljum ekki dragast aftur úr verðum við að hlúa markvisst að samkeppnishæfni okkar og þar gegnir öflug iðnaðarstefna lykilhlutverki. Á síðustu árum hefur orðið breyting á takti alþjóðavæðingar. Spenna milli ríkja eykst og mörg ríki eru að endurmeta stöðu sína. Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, lagði fram skýrslu fyrir hönd Evrópusambandsins þar sem hann kallaði eftir nýrri iðnaðarstefnu með einföldun regluverks og aukinni samþættingu markaða. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa slíkar stefnur verið í gildi um árabil, hver með sínum áherslum. Við þurfum að gera slíkt hið sama. Fólk, innviðir, nýsköpun, regluverk og orka Það þarf fólk með réttu hæfnina til að sinna fjölbreyttum störfum. Hér á landi þarf til dæmis fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað en í lengri tíma hefur verið viðvarandi skortur af fólki sem kann ólíkar iðngreinar. Eins þarf fleiri með bakgrunn í raunvísindum, verkfræði, tölvunarfræði og tengdum greinum til að starfa í ört vaxandi hugverkaiðnaði. Með réttum áherslum í menntamálum geta stjórnvöld breytt þessu til batnaðar. Öflugir innviðir, vegir, fjarskipti, húsnæði, veitur og fleira, eru lífæðar samfélagsins og leggja grunn að verðmætasköpun. Á Íslandi höfum við því miður orðið vitni að vanrækslu í innviðauppbyggingu til langs tíma. Þetta verður ekki bætt nema með auknum fjárfestingum. Sama má segja um húsnæðismálin, of fáar íbúðir hafa verið byggðar undanfarin fimmtán ár sem hefur hækkað fasteignaverð og haft áhrif á lífskjör. Hér gegna sveitarfélög lykilhlutverki með skipulagi og lóðaframboði. Með því að hvetja til nýsköpunar, meðal annars með skattahvötum vegna rannsókna og þróunar, hafa stjórnvöld hvatt frumkvöðla og þau tæplega 20 þúsund sem starfa í hugverkaiðnaði til dáða. Afraksturinn af markvissri uppbyggingu og stefnumótun blasir nú við enda hefur útflutningur hugverkaiðnaðarins tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Þetta er skýr áminning um að þegar umgjörðin er rétt og skýrar áherslur liggja að baki, þá bregðast íslensk fyrirtæki hratt við og ná árangri á alþjóðavísu. Hugverkaiðnaður gæti orðið verðmætasta útflutningsstoðin við lok áratugarins ef rétt er á málum haldið. Umgjörð stjórnvalda skiptir þar meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum. Ef regluverk er flóknara og meira íþyngjandi hér en í öðrum löndum eða ef skattar og gjöld eru hærri, þá tapar Ísland samkeppnishæfni. Við verðum að tryggja einfaldar og skýrar leikreglur sem styðja við verðmætasköpun. Framboð raforku er forsenda þess að hægt sé að framleiða verðmæti og stjórnvöld í öðrum ríkjum leggja allt kapp á að tryggja næga orku fyrir samfélagið. Með stefnu sinni í raforkumálum geta stjórnvöld haft áhrif á það hvort hér verði uppbygging eða stöðnun. Því miður hefur ekki verið virkjað nægilega mikið í takt við vöxt og viðgang samfélagsins og því hefur verð raforku hækkað umtalsvert síðustu misseri. Án nægrar og hagkvæmrar orku verður hvorki vöxtur né þróun. Tækifæri Íslands í breyttum heimi Á undanförnum árum hefur margt verið gert rétt hér á landi. Aðsókn að iðnnámi hefur aukist og umgjörð nýsköpunar hefur verið styrkt svo dæmi séu tekin. Núverandi ríkisstjórn hefur einnig boðað umbætur, til að mynda í raforkumálum og innviðauppbyggingu. En það dugar ekki að bæta einstaka þætti, við þurfum heildstæða iðnaðarstefnu sem tengir saman alla þætti verðmætasköpunar til þess að þrífast í samkeppni við önnur lönd. Það er því fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi boðað vinnu við iðnaðarstefnu. Slík stefna getur orðið stökkpallur okkar inn í næsta hagvaxtarskeið. Ef hins vegar ekkert verður að gert mun Ísland dragast aftur úr í kapphlaupinu um betri lífskjör. Við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Gott samfélag verður ekki til af sjálfu sér. Öflugt atvinnulíf er kjarninn en það krefst skýrrar sýnar, stefnu og samstillts átaks. Það er þar sem verðmætin verða til sem gera okkur kleift að fjárfesta í velferð, menntun og framtíð. Með því að skapa spennandi og verðmæt störf og tryggja að fólk hafi tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu, leggjum við grunn að samfélagi þar sem lífskjör eru góð. Stjórnendur, starfsfólk og eigendur fyrirtækja hafa mikið um það að segja hvernig til tekst en það er líka undir stjórnvöldum komið, þau móta leikreglurnar. Með ákvörðunum, orðum og gjörðum hafa stjórnvöld áhrif á hvernig til tekst á hverjum einasta degi. Heimsmeistaramót í lífskjörum Lífskjör okkar ráðast af getu samfélagsins til að framleiða vöru og þjónustu sem eftirsótt er á samkeppnismörkuðum um allan heim. Fyrirtæki á Íslandi keppa ekki einungis hvert við annað heldur við fyrirtæki í öðrum löndum. Í þeirri samkeppni skiptir miklu hvernig við byggjum upp umgjörð atvinnulífsins, hvernig við eflum nýsköpun, menntun, hagkvæmni og stöðugleika. Allt þetta mótar samkeppnishæfni þjóðarinnar. Hún er ekki mæld í einum þætti heldur í samspili margra og það er þetta samspil sem að endingu ræður því hvort við náum árangri á stóra sviðinu og tryggjum góð lífskjör landsmanna. Samkeppnishæfni er í raun nokkurs konar heimsmeistaramót ríkja í lífskjörum. Því betur sem við stöndum okkur, þeim mun meiri verðmæti skapast og þeim mun betra samfélag byggjum við. Samkeppnishæfni felst í umbótum í menntamálum, í uppbyggingu innviða, í hagstæðri umgjörð nýsköpunar, í stöðugu, hagkvæmu og skilvirku starfsumhverfi og með framboði raforku. Það er einmitt stefna stjórnvalda í öllum þessum þáttum sem kölluð er iðnaðarstefna (e. industrial strategy) – stefna sem miðar að því að auka verðmætasköpun með markvissum og heildstæðum hætti. Ef við viljum ekki dragast aftur úr verðum við að hlúa markvisst að samkeppnishæfni okkar og þar gegnir öflug iðnaðarstefna lykilhlutverki. Á síðustu árum hefur orðið breyting á takti alþjóðavæðingar. Spenna milli ríkja eykst og mörg ríki eru að endurmeta stöðu sína. Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, lagði fram skýrslu fyrir hönd Evrópusambandsins þar sem hann kallaði eftir nýrri iðnaðarstefnu með einföldun regluverks og aukinni samþættingu markaða. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa slíkar stefnur verið í gildi um árabil, hver með sínum áherslum. Við þurfum að gera slíkt hið sama. Fólk, innviðir, nýsköpun, regluverk og orka Það þarf fólk með réttu hæfnina til að sinna fjölbreyttum störfum. Hér á landi þarf til dæmis fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað en í lengri tíma hefur verið viðvarandi skortur af fólki sem kann ólíkar iðngreinar. Eins þarf fleiri með bakgrunn í raunvísindum, verkfræði, tölvunarfræði og tengdum greinum til að starfa í ört vaxandi hugverkaiðnaði. Með réttum áherslum í menntamálum geta stjórnvöld breytt þessu til batnaðar. Öflugir innviðir, vegir, fjarskipti, húsnæði, veitur og fleira, eru lífæðar samfélagsins og leggja grunn að verðmætasköpun. Á Íslandi höfum við því miður orðið vitni að vanrækslu í innviðauppbyggingu til langs tíma. Þetta verður ekki bætt nema með auknum fjárfestingum. Sama má segja um húsnæðismálin, of fáar íbúðir hafa verið byggðar undanfarin fimmtán ár sem hefur hækkað fasteignaverð og haft áhrif á lífskjör. Hér gegna sveitarfélög lykilhlutverki með skipulagi og lóðaframboði. Með því að hvetja til nýsköpunar, meðal annars með skattahvötum vegna rannsókna og þróunar, hafa stjórnvöld hvatt frumkvöðla og þau tæplega 20 þúsund sem starfa í hugverkaiðnaði til dáða. Afraksturinn af markvissri uppbyggingu og stefnumótun blasir nú við enda hefur útflutningur hugverkaiðnaðarins tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Þetta er skýr áminning um að þegar umgjörðin er rétt og skýrar áherslur liggja að baki, þá bregðast íslensk fyrirtæki hratt við og ná árangri á alþjóðavísu. Hugverkaiðnaður gæti orðið verðmætasta útflutningsstoðin við lok áratugarins ef rétt er á málum haldið. Umgjörð stjórnvalda skiptir þar meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum. Ef regluverk er flóknara og meira íþyngjandi hér en í öðrum löndum eða ef skattar og gjöld eru hærri, þá tapar Ísland samkeppnishæfni. Við verðum að tryggja einfaldar og skýrar leikreglur sem styðja við verðmætasköpun. Framboð raforku er forsenda þess að hægt sé að framleiða verðmæti og stjórnvöld í öðrum ríkjum leggja allt kapp á að tryggja næga orku fyrir samfélagið. Með stefnu sinni í raforkumálum geta stjórnvöld haft áhrif á það hvort hér verði uppbygging eða stöðnun. Því miður hefur ekki verið virkjað nægilega mikið í takt við vöxt og viðgang samfélagsins og því hefur verð raforku hækkað umtalsvert síðustu misseri. Án nægrar og hagkvæmrar orku verður hvorki vöxtur né þróun. Tækifæri Íslands í breyttum heimi Á undanförnum árum hefur margt verið gert rétt hér á landi. Aðsókn að iðnnámi hefur aukist og umgjörð nýsköpunar hefur verið styrkt svo dæmi séu tekin. Núverandi ríkisstjórn hefur einnig boðað umbætur, til að mynda í raforkumálum og innviðauppbyggingu. En það dugar ekki að bæta einstaka þætti, við þurfum heildstæða iðnaðarstefnu sem tengir saman alla þætti verðmætasköpunar til þess að þrífast í samkeppni við önnur lönd. Það er því fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi boðað vinnu við iðnaðarstefnu. Slík stefna getur orðið stökkpallur okkar inn í næsta hagvaxtarskeið. Ef hins vegar ekkert verður að gert mun Ísland dragast aftur úr í kapphlaupinu um betri lífskjör. Við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun