Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar 7. maí 2025 14:02 Gott samfélag verður ekki til af sjálfu sér. Öflugt atvinnulíf er kjarninn en það krefst skýrrar sýnar, stefnu og samstillts átaks. Það er þar sem verðmætin verða til sem gera okkur kleift að fjárfesta í velferð, menntun og framtíð. Með því að skapa spennandi og verðmæt störf og tryggja að fólk hafi tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu, leggjum við grunn að samfélagi þar sem lífskjör eru góð. Stjórnendur, starfsfólk og eigendur fyrirtækja hafa mikið um það að segja hvernig til tekst en það er líka undir stjórnvöldum komið, þau móta leikreglurnar. Með ákvörðunum, orðum og gjörðum hafa stjórnvöld áhrif á hvernig til tekst á hverjum einasta degi. Heimsmeistaramót í lífskjörum Lífskjör okkar ráðast af getu samfélagsins til að framleiða vöru og þjónustu sem eftirsótt er á samkeppnismörkuðum um allan heim. Fyrirtæki á Íslandi keppa ekki einungis hvert við annað heldur við fyrirtæki í öðrum löndum. Í þeirri samkeppni skiptir miklu hvernig við byggjum upp umgjörð atvinnulífsins, hvernig við eflum nýsköpun, menntun, hagkvæmni og stöðugleika. Allt þetta mótar samkeppnishæfni þjóðarinnar. Hún er ekki mæld í einum þætti heldur í samspili margra og það er þetta samspil sem að endingu ræður því hvort við náum árangri á stóra sviðinu og tryggjum góð lífskjör landsmanna. Samkeppnishæfni er í raun nokkurs konar heimsmeistaramót ríkja í lífskjörum. Því betur sem við stöndum okkur, þeim mun meiri verðmæti skapast og þeim mun betra samfélag byggjum við. Samkeppnishæfni felst í umbótum í menntamálum, í uppbyggingu innviða, í hagstæðri umgjörð nýsköpunar, í stöðugu, hagkvæmu og skilvirku starfsumhverfi og með framboði raforku. Það er einmitt stefna stjórnvalda í öllum þessum þáttum sem kölluð er iðnaðarstefna (e. industrial strategy) – stefna sem miðar að því að auka verðmætasköpun með markvissum og heildstæðum hætti. Ef við viljum ekki dragast aftur úr verðum við að hlúa markvisst að samkeppnishæfni okkar og þar gegnir öflug iðnaðarstefna lykilhlutverki. Á síðustu árum hefur orðið breyting á takti alþjóðavæðingar. Spenna milli ríkja eykst og mörg ríki eru að endurmeta stöðu sína. Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, lagði fram skýrslu fyrir hönd Evrópusambandsins þar sem hann kallaði eftir nýrri iðnaðarstefnu með einföldun regluverks og aukinni samþættingu markaða. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa slíkar stefnur verið í gildi um árabil, hver með sínum áherslum. Við þurfum að gera slíkt hið sama. Fólk, innviðir, nýsköpun, regluverk og orka Það þarf fólk með réttu hæfnina til að sinna fjölbreyttum störfum. Hér á landi þarf til dæmis fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað en í lengri tíma hefur verið viðvarandi skortur af fólki sem kann ólíkar iðngreinar. Eins þarf fleiri með bakgrunn í raunvísindum, verkfræði, tölvunarfræði og tengdum greinum til að starfa í ört vaxandi hugverkaiðnaði. Með réttum áherslum í menntamálum geta stjórnvöld breytt þessu til batnaðar. Öflugir innviðir, vegir, fjarskipti, húsnæði, veitur og fleira, eru lífæðar samfélagsins og leggja grunn að verðmætasköpun. Á Íslandi höfum við því miður orðið vitni að vanrækslu í innviðauppbyggingu til langs tíma. Þetta verður ekki bætt nema með auknum fjárfestingum. Sama má segja um húsnæðismálin, of fáar íbúðir hafa verið byggðar undanfarin fimmtán ár sem hefur hækkað fasteignaverð og haft áhrif á lífskjör. Hér gegna sveitarfélög lykilhlutverki með skipulagi og lóðaframboði. Með því að hvetja til nýsköpunar, meðal annars með skattahvötum vegna rannsókna og þróunar, hafa stjórnvöld hvatt frumkvöðla og þau tæplega 20 þúsund sem starfa í hugverkaiðnaði til dáða. Afraksturinn af markvissri uppbyggingu og stefnumótun blasir nú við enda hefur útflutningur hugverkaiðnaðarins tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Þetta er skýr áminning um að þegar umgjörðin er rétt og skýrar áherslur liggja að baki, þá bregðast íslensk fyrirtæki hratt við og ná árangri á alþjóðavísu. Hugverkaiðnaður gæti orðið verðmætasta útflutningsstoðin við lok áratugarins ef rétt er á málum haldið. Umgjörð stjórnvalda skiptir þar meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum. Ef regluverk er flóknara og meira íþyngjandi hér en í öðrum löndum eða ef skattar og gjöld eru hærri, þá tapar Ísland samkeppnishæfni. Við verðum að tryggja einfaldar og skýrar leikreglur sem styðja við verðmætasköpun. Framboð raforku er forsenda þess að hægt sé að framleiða verðmæti og stjórnvöld í öðrum ríkjum leggja allt kapp á að tryggja næga orku fyrir samfélagið. Með stefnu sinni í raforkumálum geta stjórnvöld haft áhrif á það hvort hér verði uppbygging eða stöðnun. Því miður hefur ekki verið virkjað nægilega mikið í takt við vöxt og viðgang samfélagsins og því hefur verð raforku hækkað umtalsvert síðustu misseri. Án nægrar og hagkvæmrar orku verður hvorki vöxtur né þróun. Tækifæri Íslands í breyttum heimi Á undanförnum árum hefur margt verið gert rétt hér á landi. Aðsókn að iðnnámi hefur aukist og umgjörð nýsköpunar hefur verið styrkt svo dæmi séu tekin. Núverandi ríkisstjórn hefur einnig boðað umbætur, til að mynda í raforkumálum og innviðauppbyggingu. En það dugar ekki að bæta einstaka þætti, við þurfum heildstæða iðnaðarstefnu sem tengir saman alla þætti verðmætasköpunar til þess að þrífast í samkeppni við önnur lönd. Það er því fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi boðað vinnu við iðnaðarstefnu. Slík stefna getur orðið stökkpallur okkar inn í næsta hagvaxtarskeið. Ef hins vegar ekkert verður að gert mun Ísland dragast aftur úr í kapphlaupinu um betri lífskjör. Við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Gott samfélag verður ekki til af sjálfu sér. Öflugt atvinnulíf er kjarninn en það krefst skýrrar sýnar, stefnu og samstillts átaks. Það er þar sem verðmætin verða til sem gera okkur kleift að fjárfesta í velferð, menntun og framtíð. Með því að skapa spennandi og verðmæt störf og tryggja að fólk hafi tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu, leggjum við grunn að samfélagi þar sem lífskjör eru góð. Stjórnendur, starfsfólk og eigendur fyrirtækja hafa mikið um það að segja hvernig til tekst en það er líka undir stjórnvöldum komið, þau móta leikreglurnar. Með ákvörðunum, orðum og gjörðum hafa stjórnvöld áhrif á hvernig til tekst á hverjum einasta degi. Heimsmeistaramót í lífskjörum Lífskjör okkar ráðast af getu samfélagsins til að framleiða vöru og þjónustu sem eftirsótt er á samkeppnismörkuðum um allan heim. Fyrirtæki á Íslandi keppa ekki einungis hvert við annað heldur við fyrirtæki í öðrum löndum. Í þeirri samkeppni skiptir miklu hvernig við byggjum upp umgjörð atvinnulífsins, hvernig við eflum nýsköpun, menntun, hagkvæmni og stöðugleika. Allt þetta mótar samkeppnishæfni þjóðarinnar. Hún er ekki mæld í einum þætti heldur í samspili margra og það er þetta samspil sem að endingu ræður því hvort við náum árangri á stóra sviðinu og tryggjum góð lífskjör landsmanna. Samkeppnishæfni er í raun nokkurs konar heimsmeistaramót ríkja í lífskjörum. Því betur sem við stöndum okkur, þeim mun meiri verðmæti skapast og þeim mun betra samfélag byggjum við. Samkeppnishæfni felst í umbótum í menntamálum, í uppbyggingu innviða, í hagstæðri umgjörð nýsköpunar, í stöðugu, hagkvæmu og skilvirku starfsumhverfi og með framboði raforku. Það er einmitt stefna stjórnvalda í öllum þessum þáttum sem kölluð er iðnaðarstefna (e. industrial strategy) – stefna sem miðar að því að auka verðmætasköpun með markvissum og heildstæðum hætti. Ef við viljum ekki dragast aftur úr verðum við að hlúa markvisst að samkeppnishæfni okkar og þar gegnir öflug iðnaðarstefna lykilhlutverki. Á síðustu árum hefur orðið breyting á takti alþjóðavæðingar. Spenna milli ríkja eykst og mörg ríki eru að endurmeta stöðu sína. Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, lagði fram skýrslu fyrir hönd Evrópusambandsins þar sem hann kallaði eftir nýrri iðnaðarstefnu með einföldun regluverks og aukinni samþættingu markaða. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa slíkar stefnur verið í gildi um árabil, hver með sínum áherslum. Við þurfum að gera slíkt hið sama. Fólk, innviðir, nýsköpun, regluverk og orka Það þarf fólk með réttu hæfnina til að sinna fjölbreyttum störfum. Hér á landi þarf til dæmis fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað en í lengri tíma hefur verið viðvarandi skortur af fólki sem kann ólíkar iðngreinar. Eins þarf fleiri með bakgrunn í raunvísindum, verkfræði, tölvunarfræði og tengdum greinum til að starfa í ört vaxandi hugverkaiðnaði. Með réttum áherslum í menntamálum geta stjórnvöld breytt þessu til batnaðar. Öflugir innviðir, vegir, fjarskipti, húsnæði, veitur og fleira, eru lífæðar samfélagsins og leggja grunn að verðmætasköpun. Á Íslandi höfum við því miður orðið vitni að vanrækslu í innviðauppbyggingu til langs tíma. Þetta verður ekki bætt nema með auknum fjárfestingum. Sama má segja um húsnæðismálin, of fáar íbúðir hafa verið byggðar undanfarin fimmtán ár sem hefur hækkað fasteignaverð og haft áhrif á lífskjör. Hér gegna sveitarfélög lykilhlutverki með skipulagi og lóðaframboði. Með því að hvetja til nýsköpunar, meðal annars með skattahvötum vegna rannsókna og þróunar, hafa stjórnvöld hvatt frumkvöðla og þau tæplega 20 þúsund sem starfa í hugverkaiðnaði til dáða. Afraksturinn af markvissri uppbyggingu og stefnumótun blasir nú við enda hefur útflutningur hugverkaiðnaðarins tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Þetta er skýr áminning um að þegar umgjörðin er rétt og skýrar áherslur liggja að baki, þá bregðast íslensk fyrirtæki hratt við og ná árangri á alþjóðavísu. Hugverkaiðnaður gæti orðið verðmætasta útflutningsstoðin við lok áratugarins ef rétt er á málum haldið. Umgjörð stjórnvalda skiptir þar meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum. Ef regluverk er flóknara og meira íþyngjandi hér en í öðrum löndum eða ef skattar og gjöld eru hærri, þá tapar Ísland samkeppnishæfni. Við verðum að tryggja einfaldar og skýrar leikreglur sem styðja við verðmætasköpun. Framboð raforku er forsenda þess að hægt sé að framleiða verðmæti og stjórnvöld í öðrum ríkjum leggja allt kapp á að tryggja næga orku fyrir samfélagið. Með stefnu sinni í raforkumálum geta stjórnvöld haft áhrif á það hvort hér verði uppbygging eða stöðnun. Því miður hefur ekki verið virkjað nægilega mikið í takt við vöxt og viðgang samfélagsins og því hefur verð raforku hækkað umtalsvert síðustu misseri. Án nægrar og hagkvæmrar orku verður hvorki vöxtur né þróun. Tækifæri Íslands í breyttum heimi Á undanförnum árum hefur margt verið gert rétt hér á landi. Aðsókn að iðnnámi hefur aukist og umgjörð nýsköpunar hefur verið styrkt svo dæmi séu tekin. Núverandi ríkisstjórn hefur einnig boðað umbætur, til að mynda í raforkumálum og innviðauppbyggingu. En það dugar ekki að bæta einstaka þætti, við þurfum heildstæða iðnaðarstefnu sem tengir saman alla þætti verðmætasköpunar til þess að þrífast í samkeppni við önnur lönd. Það er því fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi boðað vinnu við iðnaðarstefnu. Slík stefna getur orðið stökkpallur okkar inn í næsta hagvaxtarskeið. Ef hins vegar ekkert verður að gert mun Ísland dragast aftur úr í kapphlaupinu um betri lífskjör. Við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun