Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar 28. apríl 2025 15:30 Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem „ástæður eru til að álíta … [hættulega] öryggi ríkisins eða … [hafa] hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot“. Ríkisstjórnin boðaði þessa breytingu strax við kynningu stjórnarsamstarfsins í desember síðastliðnum. Frumvarpið var ekki kynnt í samráðsgátt stjórnvalda vegna „tímaskorts“ og það er því nokkuð ljóst að ríkisstjórninni liggur mikið á að koma því í gegn, án þess að heyra sjónarmið almennings og mannréttindasamtaka. Nokkuð ljóst er einnig af samsetningu þingflokka á Alþingi að frumvarpið mun fljúga í gegn án vandræða og eina aðhaldið sem það kann að hljóta verður úr harðlínuátt, þá þess efnis að það gangi ekki nógu langt í að takmarka réttindi fólks á flótta. Þau sem hljóta alþjóðlega vernd hafa, eðli málsins samkvæmt, sætt ofsóknum eða búið við hættu í þeim ríkjum sem þau flýja. Sú staðreynd breytist ekki þrátt fyrir að fólk brjóti lög á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu er bannað að beita fólk pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og í greinargerð umrædds frumvarps er viðurkennt að í því felist meðal annars að aðildarríkjum sáttmálans sé óheimilt að vísa fólki úr landi þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, og að það sé ófrávíkjanlegt. Þrátt fyrir að frumvarpið skilgreini sérstakt dvalarleyfi vegna umborinnar dvalar (sem er kapítuli út af fyrir sig) sem á að standa þeim til boða sem ekki er talið mögulegt að brottvísa, þá vita það öll sem vita vilja að framkvæmd Útlendingastofnunar hefur síður en svo alltaf tekið mið af raunverulegum aðstæðum fólks. Í fjölmiðlum birtast t.a.m. ítrekað og reglulega mál fólks sem réttilega þarf á vernd að halda en er engu að síður vísað úr landi vegna þess að tillit er ekki tekið til þarfa þess og stöðu. Það er því í raun mjög líklegt að fólki verði vísað til lands þar sem líf þess er í hættu. Þar að auki er ekki skilgreint nánar í lagatextanum hvað felist í ógn við öryggi ríkisins eða „sérstaklega alvarlegu afbroti“ og því líklegt að lögunum verði fyrst og fremst beitt eftir hentisemi stjórnvalda hverju sinni, sem er mikið áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum kom upp mál hér á landi þar sem tveir Íslendingar lögðu á ráðin um hryðjuverk, sem vakti réttilega upp mikinn óhug á meðal fólks. Hvergi í opinberri umræðu kom þó nokkru sinni upp sú hugmynd að það gæfi tilefni til þess að endurskoða lög og gera það mögulegt að svipta innfædda íslenskum ríkisborgararétti og senda úr landi vegna alvarlegra brota. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu þó nýverið fram frumvarp sem heimilar nákvæmlega það þegar um innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt er að ræða. Á réttarkerfið okkar í alvöru aðeins að vera fyrir innfædda, hvíta, bláeygða íslenska ríkisborgara? Þessi viðhorfsmunur heitir á einfaldri íslensku útlendingahatur. Eitt af grunnprinsippum mannréttinda er það að þau eru ekki skilyrt. Öll eigum við að njóta mannréttinda og enginn getur svipt okkur þeim, alveg sama hvað. Það er mannréttindabrot að senda fólk út í opinn dauðann og það er nákvæmlega það sem þetta frumvarp opnar á, dauðarefsingu fyrir ákveðna glæpi framda af ákveðnum hópi fólks. Ákveðna glæpi sem eru raunar ekki skilgreindir og eru því algjörlega opnir til túlkunar stjórnvalda hverju sinni. Flest erum við vonandi sammála um það að við eigum öll að vera jöfn fyrir lögum og uppruni á þar engu máli að skipta. Látum í okkur heyra, sitjum ekki þegjandi hjá á meðan íslenskt stjórnmálafólk notar mannréttindi fólks í viðkvæmri stöðu sem pólitíska skiptimynt. Höfundur er mannréttindasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem „ástæður eru til að álíta … [hættulega] öryggi ríkisins eða … [hafa] hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot“. Ríkisstjórnin boðaði þessa breytingu strax við kynningu stjórnarsamstarfsins í desember síðastliðnum. Frumvarpið var ekki kynnt í samráðsgátt stjórnvalda vegna „tímaskorts“ og það er því nokkuð ljóst að ríkisstjórninni liggur mikið á að koma því í gegn, án þess að heyra sjónarmið almennings og mannréttindasamtaka. Nokkuð ljóst er einnig af samsetningu þingflokka á Alþingi að frumvarpið mun fljúga í gegn án vandræða og eina aðhaldið sem það kann að hljóta verður úr harðlínuátt, þá þess efnis að það gangi ekki nógu langt í að takmarka réttindi fólks á flótta. Þau sem hljóta alþjóðlega vernd hafa, eðli málsins samkvæmt, sætt ofsóknum eða búið við hættu í þeim ríkjum sem þau flýja. Sú staðreynd breytist ekki þrátt fyrir að fólk brjóti lög á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu er bannað að beita fólk pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og í greinargerð umrædds frumvarps er viðurkennt að í því felist meðal annars að aðildarríkjum sáttmálans sé óheimilt að vísa fólki úr landi þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, og að það sé ófrávíkjanlegt. Þrátt fyrir að frumvarpið skilgreini sérstakt dvalarleyfi vegna umborinnar dvalar (sem er kapítuli út af fyrir sig) sem á að standa þeim til boða sem ekki er talið mögulegt að brottvísa, þá vita það öll sem vita vilja að framkvæmd Útlendingastofnunar hefur síður en svo alltaf tekið mið af raunverulegum aðstæðum fólks. Í fjölmiðlum birtast t.a.m. ítrekað og reglulega mál fólks sem réttilega þarf á vernd að halda en er engu að síður vísað úr landi vegna þess að tillit er ekki tekið til þarfa þess og stöðu. Það er því í raun mjög líklegt að fólki verði vísað til lands þar sem líf þess er í hættu. Þar að auki er ekki skilgreint nánar í lagatextanum hvað felist í ógn við öryggi ríkisins eða „sérstaklega alvarlegu afbroti“ og því líklegt að lögunum verði fyrst og fremst beitt eftir hentisemi stjórnvalda hverju sinni, sem er mikið áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum kom upp mál hér á landi þar sem tveir Íslendingar lögðu á ráðin um hryðjuverk, sem vakti réttilega upp mikinn óhug á meðal fólks. Hvergi í opinberri umræðu kom þó nokkru sinni upp sú hugmynd að það gæfi tilefni til þess að endurskoða lög og gera það mögulegt að svipta innfædda íslenskum ríkisborgararétti og senda úr landi vegna alvarlegra brota. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu þó nýverið fram frumvarp sem heimilar nákvæmlega það þegar um innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt er að ræða. Á réttarkerfið okkar í alvöru aðeins að vera fyrir innfædda, hvíta, bláeygða íslenska ríkisborgara? Þessi viðhorfsmunur heitir á einfaldri íslensku útlendingahatur. Eitt af grunnprinsippum mannréttinda er það að þau eru ekki skilyrt. Öll eigum við að njóta mannréttinda og enginn getur svipt okkur þeim, alveg sama hvað. Það er mannréttindabrot að senda fólk út í opinn dauðann og það er nákvæmlega það sem þetta frumvarp opnar á, dauðarefsingu fyrir ákveðna glæpi framda af ákveðnum hópi fólks. Ákveðna glæpi sem eru raunar ekki skilgreindir og eru því algjörlega opnir til túlkunar stjórnvalda hverju sinni. Flest erum við vonandi sammála um það að við eigum öll að vera jöfn fyrir lögum og uppruni á þar engu máli að skipta. Látum í okkur heyra, sitjum ekki þegjandi hjá á meðan íslenskt stjórnmálafólk notar mannréttindi fólks í viðkvæmri stöðu sem pólitíska skiptimynt. Höfundur er mannréttindasinni.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun